Færsluflokkur: Bloggar
9.4.2008 | 19:03
Marineraður svartfugl með grilluðum ananas
Svartfugl er íslenskur matur...ekki gleyma því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.4.2008 | 18:54
Sætur sigur hjá Liverpool
Áfram Liverpool.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 21:25
Fjör á Faxaflóanum
Á miðvikudaginn fer ég á Snæfellsnesið til að sækja bátinn minn Biskmarc ÍS og ætla að taka einn túr með strákana mína en þá fær Róbert jr að vera á háfnum. Stubburinn verður 9 ára þann 11. apríl og hver veit nema við skreppum á sjóinn um helgina ef veður leyfir.
Meðfylgjandi myndir tók Dúi Landmark.
Góðar stundir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2008 | 12:31
Ballaða allra tíma - Seasons in the sun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.3.2008 | 23:29
20 ballöður fyrri tíma
Njótið vel
1. Procoul Harum
http://youtube.com/watch?v=PbWULu5_nXI&feature=related
2. Yvonne Elleman
http://youtube.com/watch?v=76uNR9OUsL4&feature=related
3. Nazaret
http://youtube.com/watch?v=KrSs7gfLDjc&feature=related
4. ELO
http://youtube.com/watch?v=fRxLX2ol0yE
5. Chicago
http://youtube.com/watch?v=Y0TEa-Aa4sU
6. Gilbert O'sullivan
http://www.youtube.com/watch?v=D_P-v1BVQn8
7. Bob Seager
http://www.youtube.com/watch?v=RcDCvQbOdig&feature=related
8. Demis Rousso
http://www.youtube.com/watch?v=7nZKMm-nOsc&feature=related
9. Smokie
http://youtube.com/watch?v=wcVLeUFW-AM
10. Eagles
http://youtube.com/watch?v=IBJTNx5qrVU
11. Susy Quatro & Chris Normanhttp://www.youtube.com/watch?v=RGzAW3bTHeI
12.Cat Steves
http://youtube.com/watch?v=Jek6iP6AuAQ
13. Meat Loaf
http://youtube.com/watch?v=p_Tf2lQvDz0
14. Bee Gees
http://youtube.com/watch?v=GpRFeJEG6_o
15. Bee Gees
http://youtube.com/watch?v=rP3ooEXdaVs&feature=related
16. Andy Gibb
http://youtube.com/watch?v=4rAHUsLlAvE
17. Rolling Stones
http://youtube.com/watch?v=AG9p0Zd41cA
18. Queen
http://youtube.com/watch?v=irp8CNj9qBI
19. Dr. Hook
http://youtube.com/watch?v=-oNZyMVTVCE
20. Creedence Clearwater Revival
http://youtube.com/watch?v=TS9_ipu9GKw
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.3.2008 | 17:03
Hver man ekki eftir þessu lagi?
Einhver góður orðaði það svo vel hér um árið að þegar menn kæmu kvennmannslausir heim eftir ball og í ástarsorg, þá settu þeir þessa plötu á fóninn og grenjuðu sig í svefn...hehehe. Legðu við hlustir og smelltu á lagið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.3.2008 | 13:32
Ógleymanlegir Eagles heiðurstónleikar
Ameríska (rock-country) hljómsveitin Eagles hefur alla tíð, frá því ég man eftir mér, verið í miklu uppáhaldi. Ég varð því mjög glaður þegar eiginkonan mín bauð mér á heiðurstónleika Eagles sem fóru fram í Borgarleikhúsinu í gærkveldi. Eyjólfur Kristjánsson (Eyfi) hefur gengið með þennan draum í 20 ár að halda sérstaka Eagles- tónleika þeim til heiðurs því ætla má að þessi heimsfræga hljómsveit, sem hefur verið að í rúm 30 ár, muni ekki koma til Íslands í bráð því giggið kostar litlar 200 milljónir. Eagles hóf feril sinn í kringum 1970 en hætti árið 1980. Það ríkti mikil sorg um allan heim og skoðanakannanir í Bandaríkjunum komust að þeirri niðurstöðu að flestir áttu sér þá heitustu ósk að Eagles kæmi saman og í öðru sæti á óskalistanum var heimsfriður. Hljómsveitin kom aftur saman 1994 með plötunni Hell Freezes Over og með eftirminnilega útgáfu af laginu Hotel California.
Sviðið var glæsilegt og hlaðið hljóðfærum. Þegar hljómsveitarmeðlimir gengu inn var mikið klappað. Þarna voru saman komnir 12 snillingar sem áttu fyrir sér erfitt kvöld því að stíga í fótspor Eagles er eiginlega ógerlegt. Eagles er bæði stórkostleg radd-söngsveit og hljómsveit sem hefur fullkomnunaráráttu í einu og öllu. Þeir senda ekkert frá sér nema hafa farið yfir það mjög vandlega. Eyfi reið á vaðið með fyrsta lagi kvöldsins Peaceful Easy Feeling sem var glæsilega flutt og ég held að allur salurinn hafi breyst í eina stóra gæsahúð. Eyfi réði auðveldlega við lagið og var flottur í köflóttu stutterma skyrtunni sinni með kassagítarinn. Ekki man ég 100% lagauppröðunina en Davíð Smári kom ótrúlega sterkur inn (þrátt fyrir nýju gleraugun) og söng t.d. Tequila Sunrise og Heartache Tonight með glans. Sigurjón Brink tók lagið Love Will Keep Us Alive sem Timothy B. Schmit söng forðum daga með sinni ljúfu rödd. Einhvern veginn fannst mér Hr.Brink ekki halda taktinum með sínu örvhenta gítarspili og stundum var eins og hann væri einfaldlega ekki að spila á gítarinn. Fór aðeins í taugarnar á mér.
Í fyrstu minnti aðalgítarleikari kvöldsins mig á miðaldra togarasjómann sem hafði villst inná sviðið af Kringlukránni (Hr. Sigurgeirsson). Þótt ég hef aldrei séð kallinn áður vann hann heldur betur á og ef hans hefði ekki notið við, þá hefðu tónleikarnir alls ekki verið eins góðir og þeir voru í raun. Tveir Sálar-meðlimir voru á svæðinu, þeir Friðrik Sturluson bassaleikari og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari og voru öryggið uppmálað enda fagmenn á sínu sviði. Birgir Nielsen var einnig á slagverk við hlið Jóhanns og kunni vel til verka. Bingótrommurnar og Helenu-stokkurinn klikkuðu ekki. Einnig var gaman að sjá hljómborðsleikarana því annar þeirra tók af og til kassagítar og söng bakraddir af mikilli innlifun. Skeggjaði gítarleikarinn á sviðinu var líka skratti góður. Verst að maður man ekki nöfnin á öllum þessum snillingum.
Jæja, áfram með smjörið. Sigmundur Eagles (Ernir) sjónvarpsmaður, var kynnir kvöldsins. Hann var öryggið uppmálað og talaði tungumál sem allir skildu í salnum. Mikið var hlegið af hnitmiðuðum sögum hans og fróðleikurinn um Eagles var góður. Stuðboltin og stubburinn Friðrik Ómar tók tvö lög og flutti þau óaðfinnanlega. Var í miklu stuði og náði salnum á flug. Innkoma Stefáns Hilmarssonar í laginu New Kid In Town var afleidd að mínu mati. Bæði hélt hann ekki lagi og fipaðist á upphafsorðum. Til að bæta gráu ofaná svart var kallinn nærri dottinn á sviðinu. Í hléinu heyrði ég nokkra sem voru einmitt að tala um sama hlutinn. Einhvern veginn fannst mér hann vita af þessum misstökum þegar hann gekk af sviðinu. En Stebbi kom aftur í seinni hálfleik með lagið Desperado og þá var allt í góðum gír. Björgvin Halldórsson var ágætur í Lyin Eyes. Einnig tók hann Hole In The World með Gospelkórnum sem var þokkalegt en rödd Björgvins var yfirsungin af hinum gríðarsterka Gospelkór undir stjórn Óskars Einarssonar. Mitt mat er að það hefði mátt sleppa stórstjörnunum Bjögga og Stebba. Eyfi og hljómsveitin var í heild sinni það heilsteypt og góð að gestasöngvarar voru óþarfir nema kannski Friðrik Ómar. Eyfi og Davíð Smári voru bestir, svo S.Brink og Friðrik Ómar.
Önnur lög voru leikin eins og t.d. Take It To The Limit, Take It Easy, Wasted Time og að endingu smellurinn Hotel California sem Sigurjón Brink söng. Ég saknaði eins af mínum uppáhalds lagi sem Don Henley söng sem heitir Last Resort. Ef það hefði verið leikið þetta kvöld, væri ég rosalega sáttur. Bakraddirnar voru frábærar en þeir Eyfi, S.Brink, Edgar Smári og Davíð Smári voru samstilltir út í eitt. Það var líka gaman að heyra nýja lagið þeirra; Busy Being Fabulous sem Friðrik Ómar söng glæsilega af tveggja laga albúminu Long Road Out Of Eden sem kom út á sl ári. Ég sá ekki annað en allir tónleikagestir hefðu skemmt sér konunglega enda ekki á hverjum degi sem ráðist er í svona stórverk að flytja lög eftir Eagles.
Í heildina var ég sáttur með útkomuna. Af tíu mögulegum gef ég þessum tónleikum 8,5 en hefði líklega farið í 9,0 ef hljómsveitin hefði haldið sig við færri gestasöngvara með fullri virðingu fyrir Bjögga og Stebba. Þeir eru einfaldlega ekki með þessar ekta Eagles raddir. Eyjólfur Kristjánsson hefur oftar en ekki unnið stórsigra á þessum vettvangi. Ég fór einu sinni á tónleika sem hann stóð fyrir með Simon & Garfunkel með stórsveit sinni á Hótel Borg. Ógleymanlegir tónleikar. Eyfi er ótrúlega naskur við að ná saman snillingum sem kunna að flytja alvöru tónsmíð. Spurning hvort Eyfi taki ekki heiðurstónleika með Creedance Clearwater Rivavial einn góðan sumardag að ári? Það yrði sko rosalegt.
Til hamingju með frábæra tónleika Eyfi.
Læt lagið Last Resort fylgja sem vantaði á þessa góðu tónleika:
Góðar stundir
Bloggar | Breytt 26.3.2008 kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.3.2008 | 17:27
Boltar og brotnir kertastjakar
Í gærdag var von á gestum í matarboð. Mamma og Andrés, Gústi bróðir minn og Berglind dóttir mín voru á leiðinni. Synirnir, Arnór 16 ára og Róbert jr 8 ára, voru í eldhúsinu í boltaleik og ég lá í sófanum að horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu. Sá yngri kemur síðan hlaupandi til mín og fer eitthvað að þvælast fyrir sjónvarpinu. Stríðir pabba sínum dálítið og ég gríp lítinn svampbolta og þykist henda honum í þann stutta, sem þá stekkur af stað inn ganginn. Við það tekur sig upp gamalt glott á mínum og ég læt svampboltann vaða á eftir þeim litla. En þegar boltinn er hálfnaður í boga áleiðis inn ganginn sé ég að búið var að tendra kerti í stórum glerkertastjökum sem höfðu stóran belg og voru jólagjöf til konu minnar frá bróðir hennar forðum daga. Kertastjakarnir voru þrír og stóðu á kommóðunni við gangvegginn. Ég greip fyrir andlit mitt og um leið hafnaði svampboltinn beint í einum gler kertastjakanum sem féll síðan á einn til viðbótar og báðir flugu þeir á parketið með þvílíkum brothljóðum svo glerbrotin spýttust í allar áttir. Kertavax útum allt og svo kom stutt og afgerandi þögn. Það þarf ekki að segja mikið um það hver var hundskammaður fyrir þetta. Það mátti líka sjá glott í augum sona minna eftir á þar sem þeir sátu grafkyrrir, alsaklausir englarnir. Gestirnir hringdu dyrabjöllunni og mamma sagði um leið og hún sá mig: Hva, minn bara að sópa og allt. Voðalega ertu myndarlegur.
Já, stundum breytist maður í barn og stundum er ansi grunnt á prakkaranum í manni eins og dæmin sanna. Ég var tekinn á teppið fyrir þessa vanhugsuðu leikfléttu sem verður varla endurtekin í bráð. Og núna heyrist frá húsfreyjunni úr eldhúsinu: Strákar og þú Róbert líka, það er bannað að vera með bolta í stofunni. Er það SKILIÐ?
Ps. myndin sýnir þennan eina sem eftir er heill. Annar er liggjandi og brotin í tvennt og sá þriðji fór í frumeindir.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2008 | 23:07
Krúttlegir kettlingar
Á mánudaginn sl vorum við viðstödd þegar kötturinn Tásla gaut fimm kettlingum á baðherbergisgólfið hjá Ingu (mágkona mín), Nonna og börnum hér í Kópavogi. Mikil eftirvænting var á meðal fjölskyldunnar eftir að Tásla kæmi með fyrstu kettlingana sína og það var sérlega gaman að sjá þá koma í heiminn einn af öðrum. Nokkrum dögum síðar kíktum við aftur í heimsókn en þá var Tásla búinn að finna sér og kettlingunum góðan stað í fataherbergi á efri hæðinni og unir sér vel þar. Arnór og Róbert jr voru mjög hrifnir af litlu sætu kettlingunum og Arnór hringdi strax í móður sína og reyndi að kremja útúr henni jáyrði fyrir einni sætri krúsidúllu en fyrir á hann köttinn Simba en móðir hans, Kókó, dó fyrir nokkrum árum 12 ára gömul. Arnór náði ekki að fá jáyrði í þetta sinn en kannski kemur það seinna.
Birna María, prinsessan á heimili Táslu, var búin að nefna einn kettling Tásu sem er dökkur að lit en þeir eru þrír þannig og tveir rauðleitir (Eins og kötturinn Grettir). Ég fékk Birnu til að halda á öllum kettlingunum en þá varð að raða þeim ofan á hvern annan eins og sést á myndinni. Það verður gaman að sjá litlu greyin vaxa á næstu vikum og mánuðum en víst er að flestir verða gefnir á góð heimili. Fyrstu tvær vikurnar eru kettlingarnir blindir en svo fara þeir á stjá um leið og sjónin kemur.
Látum myndirnar tala sínu máli. Krúttlegir kettlingar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2008 | 22:02
Liverpool í átta liða úrslit
Í tilefni leiksins í kvöld bauð ég Reyni bróður og Sigurþóri í grill og bolta. Það var mikið fjör í sófanum á meðan á leiknum stóð og mikil fagnaðarlæti þegar Torres skoraði á 63 mínútu sigurmarkið í leiknum. Áfram Liverpool.
Myndina tók Inga Lilja konan hans Reynis.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)