Færsluflokkur: Bloggar
11.3.2008 | 13:08
Vorið opnar faðminn sinn

Það er farið að voru og dagurinn orðinn langur. Svartfuglsveiðitímabilið hér á Faxaflóanum fer í hámark síðustu viku í apríl og stendur til 10 maí. Þá verður fjör á flóanum enda mikið veitt af svartfugli sem er náttúrulega gríðarlega góður og þjóðlegur matur. Páskarnir eru framundan og vorið að opna sig og teygja út faðminn. Veturinn hopar dag frá degi sem er ágætt. Veturinn hefur verið nokkuð góður, talsvert af snjó og byl en þannig man maður eftir vetrunum fyrir vestan. Ég vil hafa mikinn snjó á veturna en snjólétt sumar

Læt þetta duga að sinni. Meðfylgjandi mynd tók ég sl sunnudag af nokkrum höfrungum sem syntu hjá Bismark.
Góðar stundir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.3.2008 | 10:14
Að breytast í barn
Ég hef lítið verið hér sl daga en læt fylgja stutta frásögn frá liðinni helgi sem var afslöppun í sumarbústað við Úthlíð. Við skelltum okkur með vinafólki í sumarbústað á föstudaginn og áttum ágætis helgi saman. Litli kúturinn var með mér og svo buðum við frænku okkar, Ólafíu Rún, að koma með okkur en hún og Róbert jr eru á sama aldri og þekkjast vel. Vetur konungur í öllu sínu veldi tók á móti okkur og laugardagurinn var ótrúlega fallegur. Sól á himni og logn. Krakkarnir voru í pottinum í rúma þrjá tíma og undu sér með litlar skálar, skeiðar og bræddu snjóinn.
Eftir það var hafist handa við að byggja snjóhús. Ég reyndi að koma þeim af stað en það endaði með því að ég kláraði "snjóvirkið" sem hafði ekkert þak. Notaði öxi til að höggva til snjókubbana og börnin bjuggu til rúður í litlu ferköntuðu gluggana í virkinu. Um kvöldið var kertum komið fyrir á nokkrum stöðum og þau tendruð. Litlu frændsystkinin voru ánægð í virkinu þegar ég tók mynd af þeim. En þau lærðu að búa til alvöru virki/snjóhús á þessum degi. Búa til glugga og rúður, þétta virkið með lausum snjó og bleyta það í restina með uppþvottabursta og vatnsfötu til að gera það enn sterkara í frostinu.
Daginn eftir kenndi ég þeim að ganga á snjóþrúgum sem þeim fannst mjög gaman að prófa. Mér finnst skrýtið að Íslendingar hafi ekki meðtekið þetta skemmtilega sport, að ganga á snjóþrúgum um hávetur til dægrastyttingar. Það getur verið gaman að arka inní skóginn á góðum degi og þá flýtur maður á snjóþrúgunum og fer hratt yfir. Læt myndirnar tala sínu máli. Helgin var fín og ég breyttist í lítið barn með börnunum og það var einstök tilfinning. Ég tel að foreldrar ættu að gera miklu meira að því að leika við börnin sín og lifa sig inní þeirra hugarheim. Þá upplifir maður líka barnið í sjálfum sér.
Góðar stundir
Bloggar | Breytt 4.3.2008 kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2008 | 17:13
No Country For Old Men

Myndin var tilnefnd til 8 Oscars-verðlauna en hlaut 4 Oscars-verðlaun í nótt. Þeir bræður Ethan og Joel Coen þökkuðu fyrir verðlaun fyrir bestu leikstjórnina og bestu myndina á hátíðinni. Nýliðinn Javier Dardem hlaut verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki. Skora á kvikmyndaunnendur að missa ekki af No Country For Old Men.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2008 | 13:45
Á skarfaveiðum fyrir norðan hníf og gaffal
Fyrir mér er skarfurinn besti matfugl sjófugla hér við land. Ungur toppskarfur er sérlega ljúffengur og einstaklega gott hráefni í matargerð. Byssan virkaði vel þrátt fyrir frost og dálitla ágjöf yfir mestu

Veiðiferðinni lauk eftir fimm tíma en þá hafði ég veitt vel af skarfi og á landleiðinni náði ég í 10 spikfeita svartfugla sem var ágætis viðauki. Allt gekk upp og ég var ánægður með daginn. Mestur

Í forrétt bauð ég uppá heitreykta gæsabringu á salatbeði með Mangósósu, ristuðum furuhnetum og rifsberjasultu. Hún klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Þegar maður situr við matarborðið með gott rauðvín og villibráðina sem ég sótti á sjóinn tveimur dögum áður, fylltist hugur minn af gleði. Líf mitt hefur ætíð snúist um veiðar frá unga aldri og ég nýt þeirra samverustunda með fjölskyldu og vinum þegar setið er við matarborðið eftir uppskeru margra veiðiferða. Ég þakka veðurguðunum fyrir að gefa mér veiðifrið og skila mér heilum heim. Ég þakka veiðigyðjunni fyrir bráðina sem ég ber mikla virðingu fyrir. Það er gott að vera veiðimaður þegar vel gengur.
Góðar stundi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2008 | 10:13
Bræður berjast
Ég er fæddur í apríl 1965 en Reynir ári síðar. Líklega hef ég verið 2ja ára gamall þegar komið er við sögu. Vinkonur mömmu, sem kíktu í kaffi, voru sífellt að knúsa litla bróður minn hann Reyni sem lá í

Veit ekki hvort Reynir sé búinn að fyrirgefa mér þessa tilefnislausu árás úr launsátri í bræðikasti mínu, aðeins 2ja ára. Eða öllum hinum hernaðinum sem ég beitti öllum stundum! En það er af nógu að taka.

Efri mynd; Reynir er til vinstri á myndinni og ég til hægri. Myndin var tekin á síðasta ári eða rúmum 40 árum eftir buffhamarinn.
Neðri mynd; Reynir tv og ég th. Myndin er tekin 1971 en þá erum við 5 og 6 ára gamlir.
Meira síðar

Bloggar | Breytt 25.2.2008 kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2008 | 23:16
Mögnuð saga, full af gleði og sorg

McCandless lét hvorki ástir né góða vini stöðva för sína til draumalandsins og heilsaði alltaf kurteisilega og hvarf jafnskjótt á vit ævintýranna. Hann réri á kajak niður Colorado gljúfrið alla leið til Mexíkó og þaðan um N.V.-ríkin. Það var ótrúlega skemmtilegt atvik þegar hann hitti unga danska parið á leiðinni um gljúfrið með landamæraeftirlitið á hælunum. Rútan sem hann bjó í dugði honum vel yfir veturinn. Elgurinn sem hann skaut reyndist of stór biti. Hungraði og froðufellandi brúnbjörninn vildi hann ekki því hann skynjaði eitthvað slæmt. Óvænt varð litla áin, skammt frá rútunni, honum farartálmi í leysingunum að vori.
Margbrotin saga, full af gleði og sorg. Fjölskyldan mín var sátt við þessa bíóferð sem skilur eftir sig heilmikið af góðum boðskap, fyrirgefningum, draumum, hvatningu, ótta og heilbrigðri hugsun. Ég skora á alla þá sem hafa gaman af raunsæjum myndum að skella sér á þessa frábæru mynd sem fær 4 stjörnur gagnrýnenda. Sleppið Rambo og öðru rugli um stund og farið á In to the wild.
Morgunblaðið gefur myndinni ****
24 Stundir gefur myndinni *****
Bloggar | Breytt 19.2.2008 kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2008 | 10:58
In To The Wild
Í kvöld verður forsýning á myndinni In To The Wild sem Sean Penn leikstýrir. Myndin er byggð á sönnum atburðum og sýnir frá lífshlaupi Christopers McCandless og hans örlagaríku ákvörðun að hverfa úr námi ungur að aldri og halda á vit óbyggðanna í Alaska og lifa þar í sátt við náttúruöflin, dýrin og þá kosti og ókosti sem því fylgir. Ég fer í bíó í kvöld og ætla að reyna að draga alla fjölskylduna með. Er sannfærður að þessi mynd á eftir að ná langt og held reyndar að við öll höfum gott af því að sjá hana. Hvet alla til að skella sér í Háskólabíó í kvöld kl 21.00 Hér er "Trailer" frá myndinni. Kíkið á:
http://www.youtube.com/watch?v=2LAuzT_x8Ek
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 14:48
Helvítis grænmetið

Leiðindin hófust á laugardagsmorgni með verkjum í vinstra kviðarholi. Þorrablót Súgfirðingafélagsins var sama dag og minn ætlaði sko ekki að fórna því fyrir einhvern magaverk. Harkaði því af mér og drakk minn bjór og át minn sviðakjamma með fjölskyldunni og góðum vinum. Morguninn eftir vaknaði ég enn verri og ekkert annað í stöðunni að kíkja til læknis. Eins og mig grunaði var ég sendur umsvifalaust á Bráðamóttökuna við Hringbraut. Röntgenmyndir, blóð- og þvagprufur, hitamælir og allur helv pakkinn. Ekkert fannst. Jú, því var strax slegið fram á Læknavaktinni að þetta gæti verið bólgur í ristli. Án þess að fara nánar út í það, þá grenjaði ég mig heim eftir 4 tíma í sjúkrarúminu. Það tókst en ég var bara í svokölluðu leyfi.
Mánudagur rann upp blautur og sársaukafullur. Ég mætti aftur á Bráðavaktina og tékkaði mig inn.

Sneiðmyndatakan gekk prýðilega vel. Þær dældu einhverju skuggaefni í handlegginn og mér volgnaði um skrokkinn. Biðstofan tók svo á móti mér og á ný tók ég til að fræðast niður blaðastæðuna. Þrír tímar liðu og ég var nú farinn að þekkja flest starfsfólkið þarna. Mér var líka hugsað um persónuna The Truman Show sem Jim Carrey lék svo vel hér um árið. Raunveruleikasjónvarp fylgdist með honum frá fæðingu og í lokin sigldi hann á vegginn í myndverinu á flótta frá bænum sínum út í lífið. Hvar eru helv myndavélarnar- hugsaði ég og skimaði í allar áttir. Nei, ussuss, það væri nú meiri þátturinn ef ég væri aðalleikarinn. Ekkert nema fugladráp út í gegn.
Svo kom ung ljóshærð kona til mín og spurði mig til nafns. Jú, ég er Róbert,- svaraði ég og stóð upp með slönguna og allt draslið í hendinni. Niðurstöðurnar voru loksins komnar. Ekkert sýklalyf getur bjargað þessu kallinn minn. Vertu duglegur að bryðja Parkódín og svo mikið af brauði og grænmeti. Ég tók kipp. Ég trúi þessu ekki. Grænmeti! Þvílík martröð og þvílíkur dauðadómur. Á útleiðinni náði

En mér líður sæmilega í dag. Reyndar ekkert borðað mikið af grænmeti en þó nokkuð af brauði sem er alveg ágætt. Mín niðurstaða hefur alltaf verið til staðar. Ég bara vissi ekki alveg af henni. Hún er; ég er kjötæta og þarf meira grænmeti. Svo einfalt er það. Ég væri fínn í auglýsingu um grænmeti. Þeir segja að það sé holt að borða grænmeti. Ég veit það ekki. Ég borða ekki grænmeti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.2.2008 | 15:44
Hvert fóru vetrarstillurnar?

Veiðitímabilið á skarfi og önd lýkur 15 mars nk, þannig að tíminn styttist verulega og hver fer að verða síðastur að ná sér í þessa góðu steik. Vetrarmánuðirnir; janúar, febrúar og mars eru notaðir í skarfaveiðina en venjulega veiði ég talsvert mikið af þessum skemmtilega fugli og á því nóg út árið. Frábær matur í veislur og sem veiðinesti. Tvímælalaust besti sjófuglinn í matreiðslu, sérstaklega ungur toppskarfur. En vonandi rætist úr tíðarfarinu og vetrarstillurnar líti dagsins ljós svo himinn og haf rennur í eitt.
Yfirleitt hef ég tjaldað til 2ja nátta í einni ferð yfirveturinn út í lítilli eyju sem er hálfgert sker. Hugsa að


Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2008 | 14:26
Frábært þorrablót Súgfirðingafélagsins

Nokkrir urðu veðurtepptir fyrir vestan en þó var flogið síðdegis á laugardeginum sem færði okkur

Læt þetta duga að sinni. Heilsan hefur víst ekki verið uppá marga fiska síðustu daga. Ligg með ristilbólgu heima og bryð verkjalyf.
Efri myndin: Ég með Berglindi dóttur minni.
Neðri myndin: Hallgerður, Inga, Þorgerður og Alda
Róbert
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)