Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Út og Vestur

Það hefur lítið farið fyrir skrifum hér sl vikurnar en Facebook hefur eiginlega heltekið mann en þar er fólk að finna gamla vini og nýja, spjalla saman og deila myndum og sögum. En Facebook er ekki opinn vettvangur líkt og Mogga-bloggið. Þeim sem langar til að skoða Facebook verða að skrá sig þar og gerast vinur þeirra sem þeir vilja skoða og að sjálfsögðu þarf sá að samþykkja vináttuna. Einnig hef ég verið að uppfæra aðrar síður t.d. www.sudureyri.blog.is og nýtt blogg á ensku sem mun innan tíðar koma á forsíðu www.fisherman.is Ekki má þá gleyma síðunni okkar Byssuvina www.byssuvinir.blog.is en sú síða er læst. Þannig að maður situr ekki alveg auðum höndum þrátt fyrir að maður skrifi ekki á sína eigin síðu daglega.

Dreg úr skrifum
Það er gaman að geta þess að um og yfir 50 manns heimsækja þessa síðu daglega en ég hef einfaldlega ekki hugmynd um hverjir þeir eru allir sem einn. En með slíku bloggi er maður í sjálfu sér að opinbera sína persónu, fjölskyldu og ættingja, áhugamál og annað sem gerist í lífi manns. Ég hef velt því fyrir mér að draga úr persónulegu bloggi en set hér inn annað veifið myndir og texta þegar tilefni gefst til.

Þorrablót hér og þar
Undanfarna daga hef ég legið í kvefflensu en er allur að braggast sem betur fer. Framundan er 111þorrablót Súgfirðingafélagsins nk föstudagskvöld hér í Kópavogi og síðan fer ég vestur í Súgandafjörð á Góugleði þann 21. febrúar og hlakka mikið til. Einnig er Viðar vinur minn búinn að bjóða mér á þorrablót á Bíldudal 7. febrúar en ég hef nú ekki ákveðið hvort það verði. Sjálfsagt er nóg að sækja bæði þorrablótin þ.e. súgfirsku blótin á þessum þorra. En ég á mínar ættir að rekja vestur í Arnarfjörð líka nánar til tekið í Stapadal.

Börnum fjölgar
Jóna systir mín eignaðist sína aðra dóttur á Bóndadaginn en hún og Birkir eru í alsælu þessa dagana. Ólafía Rún dóttir Jónu fékk að velja nafn á litlu nýfæddu systur sína og mun hún bera það fallega nafn Elísabet María Birkisdóttir. Sérlega fallegt nafn á litlu dömunni. Frænka mín hún Íris á að eiga í maí en þá verður Reynir bróðir afi hehehe. En ég þarf nú ekki að bíða mikið lengi þar til ég verð ská-afi því stjúpdóttir mín til 19 ára hún Guðrún Dóra er með barni og á að eiga í júlí. Einnig er Kolbrún Elma frænka mín (dóttir Grétars og Völu) með barni og á að eiga núna í janúar. Þannig að það er allt að fyllast af börnum í fjölskyldunni og mikið um gleði.

Verð fyrir vestan í sumar
Mér til mikilla gleði hefur verið ákveðið að ég hefji störf fyrir Fisherman á Suðureyri á ný eftir páska Sjo 16en þá liggur leið mín vestur og mun ég dvelja þar fram í ágúst. Verkefnið mitt verður það sama og síðasta sumar, sjá um sjóstangaveiðihópana, bátana ofl. Yngri sonur minn, Róbert jr, verður hjá pabba sínum í ca mánuð í sumar og hann verður ekki lengi að komast inní sveitastemninguna í þessu fallega og skemmtilega samfélagi. Við förum saman á sjóinn, göngum á fjöll og gerum skemmtilega hluti saman. Ekki má gleyma Sæluhelginni á Suðureyri í sumar.


Nú síðan eru Bíldudals Grænar Baunir líka og einnig er stefnt að halda ættarmót hjá okkur í móðurfjölskyldunni þ.e. niðjar Halldórs Gunnarssonar og Bryndísar Bryndis amma og Halldor afi 1963Helgadóttur. Verið er að vinna í þeim málum.

Læt þetta duga að sinni. Vona að allir hafi það sem best.

Kveðja

Róbert

Jólaslenið gengið af sér á Esjunni

Það var kominn tími til að hrista af sér jólaslenið og hreyfa sig eitthvað af viti á nýja árinu. Við Sisso Anna og RobbiSigurþór ákváðum að ganga á Esjuna í morgun, sem við gerðum, en ef veðrið hefði verið betra, skyggnið gott, þá hefðum við farið alla leið. En ákvörðunarstaðurinn endaði við Steininn skammt frá brúnum Esjunnar. Anna Bjarna kom rétt á eftir okkur með 25-30 manna hóp nema frá Skaganum en Anna er íþróttakennari þar í bæ og er þetta verklegur hluti af kennslunni.

Við Sigurþór höfðum gott af þessu og gekk ágætlega að arka leiðina sem var blaut og snjór var niður í miðjar hlíðar. Við sáum tvær rjúpur á hlaupum rétt við Steininn þar sem áð var. Þrátt fyrir að maður hafi hreyft sig ágætlega í nóvember í rjúpnaveiðinni, þá er maður fljótur að ryðga. Eftir ferðina fékk ég smá harðsperrur en það er fylgifiskur sem sjaldan hverfur þegar gengið er á fjöll eftir hvíld.

Við ætlum að reyna að hittast á laugardagsmorgnum kl 10.00 og hvetjum aðra Súgfirðinga og vini að hittast þar og ganga á Esjuna þegar færi gefst og veður leyfir.

Ég setti nokkrar myndir frá ferðinni í myndasafnið.

Kveðja

Róbert


Arnór Schmidt 17 ára

Arnór Schmidt, sonur minn varð 17 ára í gær, þann 8. janúar. Kominn á bílprófsaldurinn blessaður arnor_kokkurstrákurinn minn. Arnór fæddist stór og í dag er hann 190 cm eða 12 sm hærri en pabbi sinn, sem seint verður talinn með hærri mönnum. Við feðgar áttum saman skemmtilegan afmælisdag í gær en þá bauð ég honum á Friday's og eins og vænta mátti, þá pantaði hann flotta nautasteik eins og ég gerði að sjálfsögðu líka en við erum miklir kjötmenn feðgarnir. Steikin bragðaðist alveg frábærlega. Eftir það skelltum við okkur á grínmyndina Yes Man í Lúxussal og lágum þar í leðurstólunum með popp og gos og hlógum út alla myndina en hún var virkilega fyndinn. Eftir bíóferðina bauð ég honum í einn ljósatíma hjá Sælunni en móðir hans ætlaði að kaupa fyrir hann flotta ljósfjólubláa skyrtu og bindi sem hann hafði valið fyrr um daginn. Því hann ætlar að vera rosalegur hnakki í afmælinu sínu sem hann heldur uppá í kvöld með vinum sínum.

Já, tíminn líður og maður er orðinn ansi gamall verð ég að segja. Það segja börnin alla vega. En þau eru það besta sem maður á í lífinu og ekkert skemmtilegra en að fylgjast með þeim vaxa úr grasi og verða að stálpuðum unglingum og síðan af fullvaxta persónu sem er tilbúið til að takast á við lífið eins og það er. Berglind, dóttir mín verður 24 ára á þessu ári og minn 44 ára hmmm.

Til hamingju með afmælið elsku Arnór minn.

pabbi

Litli sprengjusérfræðingurinn

Gamlársdagur og áramótin heppnuðust vel og ekkert óhapp gerðist sem betur fer. Við eyddum 9kvöldinu hjá Ingu og Nonna og fjölskyldu hér í Kópavogi og borðuðum góðan mat. Humarsúpa í forrétt og síðan nýsjálensk nautalund og veislukjúklingur í aðalrétt og svo vegleg marengsterta í eftirrétt. Spennan var gríðarleg hjá Róberti jr og Brynjari en þeir fengu að sprengja dálítið af smá flugeldum og öðru dóti eftir matinn. Svo var horft á Skaupið sem var alveg ágætt en of mikið af pólitík fyrir minn smekk. Minn klæddi sig síðan í frakkann og húfu á skallann og ætlaði aldeilis að sprengja upp Troðna-pakkann sem ég keypti fyrr um daginn hjá Skátunum en viti menn, það voru aðeins tveir flugeldar eftir í kassanum og ég kallaði á þann stutta til að svara til saka. 23"Hvar eru allir flugeldarnir sem voru í kassanum?" -Ég er búinn að sprengja þá-svaraði sá stutti með undrunarsvip. Ég ákvað að láta gott heita og við fórum svo öll saman út að enda götunnar þar sem útsýnið var mikið yfir Kópavoginn og að auki sáum við til Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Reykjavíkur.

En auðvitað voru Nonni og co með slatta af sprengidóti og því var öllu fuðrað upp í loftið í tilefni dagsins. Ég hef aldrei áður skotið bara tveimur flugeldum upp á Gamlárskvöldi en sá stutti sá algerlega um það verkefni og nú er það spurningin; er hann tekinn við af gamla sem sprengisérfræðingur að ári?18

Svo var djammað eitthvað frameftir nóttu eins og sjá má á áramótamyndunum á myndasíðunni.

Gleðilegt ár

Róbert
  


Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband