Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Skemmti mér frábærlega á Góufagnaði á Suðureyri

Eins og vænta mátti, skemmti ég mér frábærlega á Góufagnaði á Suðureyri laugardagskvöldið 21. 1febrúar. Það eru líklega liðin um 15-16 ár síðan ég sat þorrablót í minni heimabyggð en þá mætti ég með sviðinn hreindýrskjamma í trogið. Nú mætti ég með heitreyktan dílaskarf og reyktan lunda ásamt þessum hefðbundna þorramat. Stemningin í Félagsheimili Súgfirðinga var einstök og virkilega gaman að sitja með öllu þessu góða fólki og snæða þjóðlegan mat, syngja, dansa og skemmta sér í átta og hálfan tíma.

Skemmtiatriðin voru meiri háttar skemmtileg og fyndin. Ég náði að mynda flest atriðin en þess á milli hristist ég úr hlátri og stóð varla í lappirnar um tíma. Uppúr miðnætti fékk ég mér bjór og lagði myndavélinni og tók til við að dansa og2 spjalla við fólkið. Allir voru ánægðir og hressir með blótið og flestir sögðu það besta til þessa. En strákarnir í skemmtinefndinni sögðu "þetta er alltaf sagt eftir hvert blót".

Ég nenni ekki að hlaða öllum 133 myndunum hér inn á síðuna mína en ég setti þær allar á hina síðuna mína www.sudureyri.blog.is

Næst fer ég vestur 14. apríl nk og verð á Suðureyri fram í ágúst á þessu ári við sjóstangaveiðileiðsögn fyrir Fisherman.

Kveðja

Róbert

Friðrikka Líney Sigurðardóttir

Ég fór í skírn til frænku minnar í dag en þau Kolbrún Elma (frænka mín) og Siggi skírðu litlu 20prinsessuna sína í dag því fallega og íslenska nafni Friðrikka Líney. Nafnið Friðrikka kemur frá móður Kolbrúnar sem heitir Valgerður Friðrikka og Líney nafnið kemur frá föður langömmu Sigga. Athöfnin var falleg og hamingjurík. Eftir skírnina var farið í kökuveislu sem haldin var í starfsmannasal Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar en skírnin fór fram í kapellunni á sjúkrahúsinu.

Myndir eru komnar á myndasíðuna. Set fleiri myndir inn þegar ég kem suður. En nú skal skella sér á súgfirskan Góugfagnað með kjamma og co. Tek með mér reyktan lunda og heitreyktan dílaskarf í trogið hjá Grétari frænda og Völu. Hlakka mikið til og set myndir inn eftir helgina.

http://schmidt.blog.is/album/skirn_fridrikku_lineyjar/


Kveðja

Róbert

Barney Corp stóðu sig vel en játuðu sig sigraða í MK-úrslitunum

Skellti mér á hörkuleik í úrslitum í MK-deildinni í Fífunni í kvöld en þar áttust við Barney Corp og Barney Corp 2009 MKNWA. Allt eru þetta menntaskólastrákar og það fór ekki á milli mála að nokkrir liðsmenn NWA æfa knattspyrnu af kappi enda fór leikurinn 2-0 fyrir þeim. En mínir menn börðust eins og ljón og sjaldan hef ég séð nú önnur eins brot og í þessum leik. Venjulegar leikreglur voru flestar á bak og burt og menn tóku hverja skriðtæklinguna af annarri og sýndu takkana. Alveg hissa á að engin hafi stórslasast í leiknum. Arnór, eldri sonur minn, lék með liðinu en sjö voru inná og annað eins af varamönnum sem skipt var ört um. Að mínu mati var maður leiksins markmaður Barney Corp en hann varði ótal skot og má segja að hann hafi bjargað strákunum frá stórtapi.

En þetta er leikur og menn verða líka að læra að tapa þótt það sé alltaf erfitt. Það var nokkuð greinilegt að NWA-liðið spilaði meira með knöttinn og þeir voru markvissari í sókn og mun harðari. En ég tek ofan fyrir mínum mönnum og óska þeim til hamingju með annað sætið. Þeir þurfa ekki að svekkja sig yfir úrslitunum því þau hefðu getað orðið mun verri en 2-0.

Bara að gera betur næst Barney Corp.

Róbert


Vesturferð á Góufagnað framundan

Það er mikil eftirvænting að mæta á Góufagnað á Suðureyri nk laugardagskvöld en við keyrum IMG_4709vestur á föstudaginn og heim aftur á sunnudaginn. Þorrablót á Suðureyri hefur alla tíð verið haldið þannig að karlar sjá um Góublótin og konurnar Þorrablótin. Nú eru það karlarnir í ár og ég hef ekki farið á blót á Suðureyri í rúmlega 16-17 ár ef ég man rétt. Við verðum í trogi með frænda mínum Grétari Schmidt og Völu Hallbjörns. Einnig verður frænka mín hún Oddný og Ingólfur með trog við hliðina en mér skilst að 180 manns séu skráðir á Góufagnaðinn og þar af muni 40 manns sitja á sviðinu...hehehe, já á SVIÐINU eins þjóðlegt og viðeigandi og það hljómar.

Ég vil miklu frekar keyra ef ég á möguleika á því. Finnst skemmtilegt að aka meðfram ströndinni og fylgjast með hvort eitthvað sé í færi :) Nú mun ég taka með í trogið reyktan lunda og heitreyktan skarf. Þetta fellur allt vel saman við gamla matinn og að mér finnst þjóðlegur að auki. Einu sinni mætti ég með sviðinn hreindýrshaus og menn urðu frekar undrandi þegar hann kom í ljós í troginu mínu.

Í kvöld ætla ég að fylgjast með honum Arnóri mínum í úrslitaleik í fótbolta í MK-deildinni og hvetja strákana til sigurs. Segi kannski frá úrslitunum hér ef þau verða okkur hliðholl.

Kveðja

Róbert

Besti kajakveiðitúrinn frá upphafi

Það er gaman að segja frá því að veiðitúrinn um helgina heppnaðist svo vel að ég þori ekki að setjaRobbi skarfur 800 6 hér inn aflatölur að ótta við að friðunarsinnar rísi á afturlappirnar froðufellandi með pönnur og önnur búsáhöld til að mótmæla. En þessi kajakveiðitúr er sá langbesti hvað varðar veiðiárangur frá því ég byrjaði fyrir 26 árum síðan að róa með byssu á sjókajak. Fyrir þá sem vilja fá senda aflamynd, þá geta þeir sem ég treysti, fengið mynd með því að senda fyrirspurn á robert@skopmyndir.com. Veiðin stóð yfir á laugardeginum en um hádegið tjaldaði ég í lítilli eyju eða skeri fyrir norðan og blandaði saman ljósmyndatöku og kajakróðri á fallegum og lognsælum febrúardegi. Selir fylgdu bátnum af og til en þeir eru forvitnar skepnur.

Frostið var um 8°-C þennan dag en síðan herti frostið um nóttina og fór í 10-15°-C enda fann ég velRobbi skarfur 800 15 fyrir því í litla tjaldinu. Hafði þó mokað yfir öll op til að þétta það betur en opið á svefntjaldinu er bara flugnanet, þannig að frostið náði vel inn í tjaldið og hélt fyrir mér vöku af og til um nóttina. Ég hugsaði líka með mér að það hlyti að vera reimt í helvítis eyjunni með öll þessi lík fyrir utan tjaldið. Allt skipulag um notalegt kvöld fyrir utan tjaldið með rauðvín í glasi og heitreykta gæsabringu fauk inní myrkrið því það var algerlega búið á tanknum hjá mínum eftir veiðina og að koma bráðinni í land en það tók rúma tvo tíma í myrkrinu. Höfuðljósið og tunglsljósið hjálpaði mér mikið við það. Ég skreið inní litla tjaldið allur í skarfafiðri- og blóði með púðuragnir um allt andlit svoleiðis gersamlega búinn. Eftir að hafa ath með veðurfréttir fyrir morgundaginn, hallaði ég mér aftur og sá fyrir mér fljúgandi skarfa og skothvellirnir bergmáluðu í hausnum.

Sunnudagurinn rann upp með hægum vindi og það var skýjað. Hávellurnar kölluðu á milli sín, flugu í Robbi skarfur 800 7stóra hringi og skelltu sér með látum á sjóinn. Skarfar syntu um, köfuðu eða þurrkuðu sig á skerjum. Tveir tignarlegir hafernir sveimuðu yfir svæðinu og toppendur flugu hjá á ógnarhraða. Selirnir heilsuðu vinalega og það var gaman að vera til á svona fallegum degi. Líklega má taka undir þau orð að ég sé að miklu leiti einfari í þessum veiðiskap en mér líkar það mjög vel. Upphafið á þessum kajakveiðiskap hófst í Súgandafirði þegar ég var rúmlega 19 ára gamall og upp frá því hef ég meira og minna stundað veiðiskap af sjókajak yfir vetrarmánuðina eingöngu. Yfirleitt var ég alltaf einn en fyrir 10 árum síðan fékk ég með mér nokkra hressa alvöru veiðimenn af landsbyggðinni sem kunna vel til verka.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í síðustu kajakveiðiferðinni minni um sl helgi. En eins og áður sagði,Robbi skarfur 800 10 þá læt ég alfamyndirnar ekki hér inn að ótta við að þær verði notaðar gegn mér. En hvað gerir veiðimaður ekki í kreppunni þegar hann á byssu og skot? Jú, hann veiðir sér til matar. Það þarf ekki eldflaugasérfræðing til að skilja það.

Kveðja

Róbert

Tjaldað í skeri um helgina

Loksins að maður kemst á veiðar. Síðustu vikur hafa verið góðar veðurfarslega, vetrarstillur uppá Hilton Hotelhvern dag en á þeim dögum langar manni mest til að vera á veiðum. Undanfarin kvöld er ég búinn að vera að pakka mér í helgarferð sem ég legg í snemma í fyrramálið (laugard) en stefnan er tekin á Hrútafjörðinn en þar ætla ég að veiða skarfa af kajaknum mínum og vonandi hávellur og stokkendur. Íverustaðurinn verður dálítið kuldalegur en ég ætla að tjalda litla tjaldinu mínu í hálfgerðu skeri og eyða þar helginni með bros á vör. Verst að drykkjarvatnið botnfrýs alltaf í þessum vetrarferðum. Smá frostlögur gæti nú bjargað málunum en vatnið verður svo bragðvont þannig Wink

Spáin er nokkuð góð enda reynir maður ekki lengur að veiða á ósléttum sjó, líkt og gert var hér í denn. Betra er að njóta sín í góða veðrinu og veiðarnar ganga líka mun betur á sléttum sjó. Ég get Veidimadurinn og veidinímyndað mér að annað kvöld sitji ég við tjaldið mitt með höfuðljósið, heitt kakó og heitreykta gæsabringu að naga. Smá friðarljós mun loga á skerinu en skarfarnir geta þá aðeins hvílt sig á klöppunum fyrir aftan tjaldið rétt á meðan myrkrið líður í gegnum nóttina áður en næsta orrusta hefst við sólarupprás. Það er sérkennileg tilfinning að kúra í svefnpokanum þarna langt norður í rassgati, aleinn og heyra bárurnar skella á grjótinu og kurrið í skarfinum er svæfandi og þægilegt. Skammt frá eru hólmar sem kallaðir eru Líkhólmar en það truflar mig lítið. Það eina sem gæti truflað mig í skerinu er norðan stormurinn. Einu sinni var ég veðurtepptur í skerinu á öðrum degi vegna öldugangs. En spáin er ágæt bara ef hún stenst.

Jæja, áfram að pakka draslinu í bílinn. Gef kannski ferðasögu í næstu viku ef allt gengur eftir. Ég mun alla vega taka mikið af myndum í þessari ferð, það er alveg á hreinu.

Meðfylgjandi myndir tók ég síðast þegar ég fór í tjaldferð í skerið í febrúar 2007. Veiðin var góð en veðrið var aðeins gott á laugardeginum.

Kveðja

Róbert


Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband