Leita í fréttum mbl.is

Ógleymanlegir Eagles heiðurstónleikar

Ameríska  (rock-country) hljómsveitin Eagles hefur alla tíð, frá því ég man eftir mér, verið í miklu eaglesuppáhaldi. Ég varð því mjög glaður þegar eiginkonan mín bauð mér á heiðurstónleika Eagles sem fóru fram í Borgarleikhúsinu í gærkveldi. Eyjólfur Kristjánsson (Eyfi) hefur gengið með þennan draum í 20 ár að halda sérstaka Eagles- tónleika þeim til heiðurs því ætla má að þessi heimsfræga hljómsveit, sem hefur verið að í rúm 30 ár, muni ekki koma til Íslands í bráð því giggið kostar litlar 200 milljónir. Eagles hóf feril sinn í kringum 1970 en hætti árið 1980. Það ríkti mikil sorg um allan heim og skoðanakannanir í Bandaríkjunum komust að þeirri niðurstöðu að flestir áttu sér þá heitustu ósk að Eagles kæmi saman og í öðru sæti á óskalistanum var heimsfriður. Hljómsveitin kom aftur saman 1994 með plötunni Hell Freezes Over og með eftirminnilega útgáfu af laginu Hotel California.

Sviðið var glæsilegt og hlaðið hljóðfærum. Þegar hljómsveitarmeðlimir gengu inn var mikið klappað. eyfiÞarna voru saman komnir 12 snillingar sem áttu fyrir sér erfitt kvöld því að stíga í fótspor Eagles er eiginlega ógerlegt. Eagles er bæði stórkostleg radd-söngsveit og hljómsveit sem hefur fullkomnunaráráttu í einu og öllu. Þeir senda ekkert frá sér nema hafa farið yfir það mjög vandlega. Eyfi reið á vaðið með fyrsta lagi kvöldsins Peaceful Easy Feeling sem var glæsilega flutt og ég held að allur salurinn hafi breyst í eina stóra gæsahúð. Eyfi réði auðveldlega við lagið og var flottur í köflóttu stutterma skyrtunni sinni með kassagítarinn. Ekki man ég 100% lagauppröðunina en Davíð Smári kom ótrúlega sterkur inn (þrátt fyrir nýju gleraugun) og söng t.d. Tequila Sunrise og Heartache Tonight með glans. Sigurjón Brink tók lagið Love Will Keep Us Alive sem Timothy B. Schmit söng forðum daga með sinni ljúfu rödd. Einhvern veginn fannst mér Hr.Brink ekki halda taktinum með sínu örvhenta gítarspili og stundum var eins og hann væri einfaldlega ekki að spila á gítarinn. Fór aðeins í taugarnar á mér.

Í fyrstu minnti aðalgítarleikari kvöldsins mig á miðaldra togarasjómann sem hafði villst inná sviðið af Hotel CaliforniaKringlukránni (Hr. Sigurgeirsson). Þótt ég hef aldrei séð kallinn áður vann hann heldur betur á og ef hans hefði ekki notið við, þá hefðu tónleikarnir alls ekki verið eins góðir og þeir voru í raun. Tveir Sálar-meðlimir voru á svæðinu, þeir Friðrik Sturluson bassaleikari og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari og voru öryggið uppmálað enda fagmenn á sínu sviði. Birgir Nielsen var einnig á slagverk við hlið Jóhanns og kunni vel til verka. Bingótrommurnar og “Helenu-stokkurinn” klikkuðu ekki. Einnig var gaman að sjá hljómborðsleikarana því annar þeirra tók af og til kassagítar og söng bakraddir af mikilli innlifun. Skeggjaði gítarleikarinn á sviðinu var líka skratti góður. Verst að maður man ekki nöfnin á öllum þessum snillingum.

Jæja, áfram með smjörið. Sigmundur Eagles (Ernir) sjónvarpsmaður, var kynnir kvöldsins. Hann var öryggið uppmálað og talaði tungumál sem allir skildu í salnum. Mikið var hlegið af hnitmiðuðum sögum hans og fróðleikurinn um Eagles var góður. Stuðboltin og stubburinn Friðrik Ómar tók tvö lög og flutti þau óaðfinnanlega. Var í miklu stuði og náði salnum á flug. Innkoma Stefáns Hilmarssonar í laginu New Kid In Town var afleidd að mínu mati. Bæði hélt hann ekki lagi og fipaðist á upphafsorðum. Til að bæta gráu ofaná svart var kallinn nærri dottinn á sviðinu. Í hléinu heyrði ég nokkra sem voru einmitt að tala um sama hlutinn. Einhvern veginn fannst mér hann vita af þessum misstökum þegar hann gekk af sviðinu. En Stebbi kom aftur í seinni hálfleik með lagið Desperado og þá var allt í góðum gír. Björgvin Halldórsson var ágætur í Lyin Eyes. Einnig tók hann Hole In The World með Gospelkórnum sem var þokkalegt en rödd Björgvins var yfirsungin af hinum gríðarsterka Gospelkór undir stjórn Óskars Einarssonar. Mitt mat er að það hefði mátt sleppa stórstjörnunum Bjögga og Stebba. Eyfi og hljómsveitin var í heild sinni það heilsteypt og góð að gestasöngvarar voru óþarfir nema kannski Friðrik Ómar. Eyfi og Davíð Smári voru bestir, svo S.Brink og Friðrik Ómar.

Önnur lög voru leikin eins og t.d. Take It To The Limit, Take It Easy, Wasted Time og að endingu smellurinn Hotel California sem Sigurjón Brink söng. Ég saknaði eins af mínum uppáhalds lagi sem Don Henley söng sem heitir Last Resort. Ef það hefði verið leikið þetta kvöld, væri ég rosalega sáttur. Bakraddirnar voru frábærar en þeir Eyfi, S.Brink, Edgar Smári og Davíð Smári  voru samstilltir út í eitt. Það var líka gaman að heyra nýja lagið þeirra; Busy Being Fabulous sem Friðrik Ómar söng glæsilega af tveggja laga albúminu Long Road Out Of Eden sem kom út á sl ári. Ég sá ekki annað en allir tónleikagestir hefðu skemmt sér konunglega enda ekki á hverjum degi sem ráðist er í svona stórverk að flytja lög eftir Eagles.

Í heildina var ég sáttur með útkomuna. Af tíu mögulegum gef ég þessum tónleikum 8,5 en hefði líklega farið í 9,0 ef hljómsveitin hefði haldið sig við færri gestasöngvara með fullri virðingu fyrir Bjögga og Stebba. Þeir eru einfaldlega ekki með þessar ekta Eagles raddir. Eyjólfur Kristjánsson hefur oftar en ekki unnið stórsigra á þessum vettvangi. Ég fór einu sinni á tónleika sem hann stóð fyrir með Simon & Garfunkel með stórsveit sinni á Hótel Borg. Ógleymanlegir tónleikar. Eyfi er ótrúlega naskur við að ná saman snillingum sem kunna að flytja alvöru tónsmíð. Spurning hvort Eyfi taki ekki heiðurstónleika með Creedance Clearwater Rivavial einn góðan sumardag að ári? Það yrði sko rosalegt.

Til hamingju með frábæra tónleika Eyfi.

Læt lagið Last Resort fylgja sem vantaði á þessa góðu tónleika:



Góðar stundir
  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Góður pistill hjá þér Robbi!

Júlíus Valsson, 20.3.2008 kl. 14:01

2 identicon

Já,ég missti af þessu.Flensufár tók af mér völdin.En góð lýsing á þessari uupákomu.Já þetta var og er ein albesta söngsveit í heimi.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 03:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband