Leita í fréttum mbl.is

Fjórða sjóstangaveiðivertíðin í sjónmáli

Þann 1. apríl fer ég vestur til Suðureyrar í fjórðu sjóstangaveiðivertíðina hjá Hvíldarkletti sem gerirSp5 út 22 hraðbáta frá Seiglu. Eins og flestir vita, þá skiptast þessir bátar jafnt niður á Flateyri og Suðureyri. Fyrsta vertíðin mín hjá Hvíldarkletti var sumarið 2008. Síðan kom 2009 í kjölfarið. Síðasta ár, 2010, var gott og mikið og fjölskrúðugt mannlíf í Súgandafirði. Það ár tók ég pungaprófið og hef öðlast fullgild atvinnuréttindi á 12 m fiskibáta ásamt 24 m skemmtibátum. Það er því nokkur tilhlökkun að fara vestur í byrjun apríl en sá mánuður fer að mestu í að gera bátana klára fyrir vertíðina sem hefst í síðustu viku apríl.

Marsmánuður fer að hluta til í að pakka niður fyrir 6 mánaða dvöl á Suðureyri en vertíðinni lýkur í septemberlok. Ég býst við að eldri sonur minn, Arnór, komi strax vestur eftir skólann og hefji störf annað sumarið sitt hjá Klofningi en Arnór vann hjá fyrirtækinu í tvo og hálfan mánuð í fyrra. Það verður því spennandi að skella sér vestur með vorvindinn í bakið eftir rúman mánuð.

Kveðja

Róbert


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband