Leita í fréttum mbl.is

Fjör á Faxaflóanum

Jæja, þá er fyrsta  svartfuglsveiðiferðin að baki. Fór á sjóinn með vini mínum Sigga Konn á nýju fleytunni hans Konna Konn ásamt Dúa Landmark og Sigþóri Bragasyni en við erum allir í Hinu íslenska byssuvinafélagi og fögnuðum ákaft á árshátíð félagsins sl. laugardagskvöld. Þegar við IMG_1661sigldum út frá Gróttu var leiðinda sperringur og það braut á báru. Þrír aðrir byssuvinir voru staddir í Garðsjó og þar átti veðrið að vera betra. Þannig að við létum bara vaða í gegnum öldurnar og Konni Konn brunaði með okkur félagana í átt að Garðskaganum. Þar var renniblíða og talsvert af fugli. Ekki hittum við félaga okkar þá Sigurð Þóroddsson, Jóhann Vilhjálmsson og Þorstein Þorsteinsson en þeir höfðu þá fært sig á Syðra Hraun á fleytunni Kóp. Seinna um daginn hittum við svo strákana sem voru þá nýbúnir í aðgerð og í þann mund að sigla heim. Aflinn hjá þeim var um 170 fuglar sem er fín veiði. Við héldum aðeins áfram eftir spjallið við þá og þegar birtu var farið að bregða sigldum við í átt að landi og vorum ágætlega sáttir með 164 fugla. Veðrið var frábært, rennisléttur sjór út í hafsauga, hnísur og hrefnur um allan sjó og talsvert af svartfugli í Garðssjó og á Syðra Hrauni en ekkert á grunnslóðinni og þar á milli. Fyrsti svartfuglstúrinn að baki og aðalveiðin ekki einu sinni hafin. Venjulega kemur svartfuglinn á grunnslóðina um og eftir miðjan apríl.

Á miðvikudaginn fer ég á Snæfellsnesið til að sækja bátinn minn Biskmarc ÍS og ætla að taka einn túrIMG_1657 með strákana mína en þá fær Róbert jr að vera á háfnum. Stubburinn verður 9 ára þann 11. apríl og hver veit nema við skreppum á sjóinn um helgina ef veður leyfir.

Meðfylgjandi myndir tók Dúi Landmark.

Góðar stundir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband