Leita í fréttum mbl.is

Marineraður svartfugl með grilluðum ananas

Þar sem ég veiddi ágætlega með félögum mínum sl sunnudag af svartfugli ákvað ég að setja IMG_6950nokkrar bringur í marineringu (BBQ) í sólahring. Í kvöld kveikti ég á útigrillinu og skellti bringunum á grillið ásamt nokkrum sneiðum af ananas. Pönnusteikti forsoðnar kartöflur og smjörsteikti ferska sveppi sem meðlæti. Bjó til sveppasósu og setti smá rifsberjasultu á diskinn því svona villibráð er best með einhverju sætu. Rétturinn smakkaðist mjög vel og rúmlega það. Þar sem ég eldaði dálítið mikið ákvað ég að rölta hér upp stigann og færa henni Önnu gömlu (sem er nágranni minn og missti manninn sinn í fyrra) og bauð henni fullan disk af svartfugli og meðlæti sem hún þáði með þökkum og ég fékk koss á kinnina fyrir. Alltaf gaman að deila með öðrum ef hægt er.

Svartfugl er íslenskur matur...ekki gleyma því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Væri ekki tilvalið að hafa vídeó sýningu næsta stjórnarfundar, heima hjá þér með smá svartfuglsívafi?  Maður fær bara vatn í munninn

Sigrún Jónsdóttir, 9.4.2008 kl. 22:53

2 identicon

Þetta er nú svakalegt að birta myndir af svona dýrindis mat, langar svo í svona mat.  Já maður fær vatn í munninn

Hvenær verður manni boðið í mat?????

Kv. af Skaganum 

Anna Bja (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 20:32

3 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

Verður þessi matseðill í boði fyrir skemmtinefndina þegar þú kemur vestur ha?

Halldóra Hannesdóttir, 11.4.2008 kl. 22:22

4 identicon

Sælar dömur og takk fyrir hrósið!
Frystikistan mín er öllum stundum yfirfull af villibráð enda eignast maður oft marga vini einmitt þegar maður kemur úr aflasælum veiðiferðum  Það er aldrei að vita nema ég brasi eitthvað á fermingarafmælinu ofaní ykkur ef þið treystið eldamennskunni minni?

En þið getið auðveldlega fengið hjá mér nokkrar svartfuglsbringur til að spreyta ykkur á uppskriftinni ef óskin er sú? Lítið mál að elda góðan mat úr svona góðu hráefni.

Kveðja

Róbert

Róbert Schmidt (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 00:33

5 identicon

Takk fyrir það Róbert

Kveðja úr sólinni af Skaganum

Anna Bja (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 11:03

6 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

Til lukku með daginn kæri ven!

Halldóra Hannesdóttir, 12.4.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband