Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Feðgar á gæsaveiðum

Við feðgarnir skruppum á gæsaveiðar í nótt og vorum komnir á túnin og byrjaðir að stilla upp Fedgarnir a gaesaveidumgervigæsum kl 04.15. Veður var gott, norðan gjóla og tiltölulega hlýtt í lofti. Felunetin voru síðan strengd yfir skurðinn og allt draslið falið þar undir. Einnig tylltum við okkur undir netin og kúrðum þarna vel klæddir, með húfur og vettlinga, klárir í slaginn fyrir gæsirnar.

Strákarnir voru bara hressir en þeir hafa nokkrum sinnum farið með mér á gæsaveiðar og síðast í Hrútafjörðinn í fyrra en þá náðum við 3 gæsum. En lítið bólaði á flugi þennan morgun. Við biðum í skurðinum eftir morgunfluginu og sáum að flestar gæsirnar flugu uppí berjamóa í staðinn fyrir að heimsækja okkur og byssurnar. Sniðugar gæsir!Synirnir 2 500

Þrátt fyrir lítið flug þennan morgun, þá kom þó yfir okkur hópur gæsa sem við nýttum vel. Annar hópur kom stuttu síðar og afraksturinn voru 6 grágæsir sem við vorum mjög sáttir með. Veðrið var að lagast en strekkingsvindur varði áfram. Ef við hefðum hangið í skurðinum frameftir degi, þá hefðum við fengið á okkur helling af "seinnipartsgæs" eins og maður kallar þær þegar fuglinn kemur inn á túnin nokkrum tímum fyrir myrkur.Robert jr 500

Arnór svaf báðar leiðirnar og Róbert jr líka. Það má segja að þetta hafi verið þægileg ferð og hæfilega veitt hjá okkur feðgum. Og það sem mestu skiptir, er að við vorum saman að gera eitthvað skemmtilegt sem skilur eftir sig minningar um góðan morgun á veiðum. Ég vona svo innilega að fleiri svona dagar eigi eftir að koma því það er fátt skemmtilegra en að veiða með sonum sínum. Læt hér fylgja nokkrar myndir úr túrnum okkar.Synirnir 1000

Róbert 

Mammamia

Jæja, ég skellti mér á söngleikinn Mammamia í Smárabíó í vikunni og skemmti mér vel. Abba var vinsæll söngflokkur á mínum uppvaxtarárum og þær stöllur Agnetha og Anni Frid voru fallegustu konur í veröldinni sem allir stráksaular voru skotnir í en engin mátti vita af því. En aftur að myndinni. Ég hafði ekki mikið spáð í söngleiknum og hélt að þetta væri bara bíómynd með Abba-lögum í bakgrunn en, nei, aldeilis ekki. Það kom mér því skemmtilega á óvart þegar ungstirnið hóf raust sína í fyrsta lagi myndarinnar. Það var ekki aftur snúið með það, svo ég sló taktinn með hægri fætinum í klístrað bíógólfið.120884661_5_Mnms

90% bíógesta voru kvenkyns en mér var alveg sama. Lögin voru góð og rifjuðu upp góða tíma í huganum. Meryl gamla Streep átti stórleik og ótrúlegt hvað konan var létt á fæti, rétt eins og tvítug sveitastelpa í heyskap hoppaði hún um og ótrúlegt að konan sé komin á sextugsaldurinn (ef það er rétt). James Bond fékk mig til að skellihlæja þegar hann hóf raust sína með hálf kraftlausum söng en þetta átti að vera skemmtun og sú tilraun tókst í alla stað vel. Gömlu vinkonurnar voru hrikalega fyndnar og gerðu óspart grín af sjálfum sér. Ég mæli með þessari mynd fyrir alla sem hafa gaman af músík og fjöri. Hefði ekkert á móti því að skella mér í Háskólabíó þar sem vel er tekið á því í kvöld en kannski seinna.

Róbert

Hraðferð á heiðagæs

Menningarnóttin var í uppsiglingu og það er sjaldan sem ég hef nennt að vera í borginni á þeim Heidagaesaveidartíma, oftast verið á veiðum þessa helgi. Veðurspáin var ekki hliðholl útiveru á Miklatúni og ekki heldur til fjalla. En samt togaði eitthvað í mig og hugur minn sagði mér að skella mér úr bænum og fara til fjalla á heiðagæs. Í sjálfu sér hafði ég ekki hugmynd um hvert skyldi halda en lagðist yfir kortin og fann stað sem mér leist vel á að prófa. Brunaði því úr bænum eftir hádegið á laugardeginum og stefndi á hálendi Íslands.

Þegar af malbikinu var komið tók við jeppatroðningur sem var ansi lélegur á köflum. Þoka var á heiðinni, rigning og rok. Hvert í andskotanum er ég nú að fara,- hugsaði ég með mér þar sem ég vaggaði ofurhægt inní þokuna í einskinsmannsland. Skyldi ég finna heiðagæsatjörn eða árfarveg þar sem fuglinn kemur í náttstað? Þetta gat í raun farið á báða bóga en líklegt var að uppskeran yrði dræm. Því veiðimenn þurfa að kanna veiðilendur til heiða í langan tíma áður en farið er á veiðar. Finna hentugar tjarnir og helst á þeim stað sem engin hefur veitt sl daga. Þegar degi tók að halla fann ég eina góða drullutjörn á heiðinni í gegnum þokuna. Eitthvað var af skít á sandinum og fjaðrir víða í kringum tjörnina. Eins sá ég talvert af mannasporum sem sagði mér að þarna væri líklega búið að skjóta sl daga.14 heidagaesir

En valið var ekki erfitt. Þetta var það skásta sem í stöðunni var og ég stillti upp flotgæsum og settist á stein við tjörnina og beið klár í slaginn. Byssan fullhlaðinn, flauturnar um hálsinn og vasarnir fullir af skotum. Nú var bara að bíða eftir fuglinum og sjá hvort hann kæmi inn í færi. Um kl 21.30 kom fyrsti hópurinn inn á tjörnina og á móti vindinum eins og ég vissi. Það féllu 4 gæsir úr því flugi og ég var ánægður með það. Næsta flug kom skömmu síðar og þótt sá hópur væri lítill (10 fuglar) var hann þéttur og eftir skothríðina féllu 6 gæsir á tjörnina. Þegar ég var að sækja gæsirnar komu tvö önnur flug inn en ég náði því miður ekki að koma skoti á þá þar sem hendur mínar voru uppteknar við gæsaburð.

Nú var farið að rökkva heldur betur og varla skotbjart. Nú er þetta komið fínt,- sagði ég við sjálfan mig og hugðist pakka saman. Þá kom annað flug inn og ég flautaði þær beint á mig, tók eina niður og svo þegar þær tóku annan hring féllu 3 gæsir á tjörnina. 14 heiðagæsir lágu eftir ca 30 mín veiði en það er þessi venjulegi tími sem maður fær á heiðagæsina. Ég var að vonum rosalega ánægður með mína flugeldasýningu á minni eigin Menningarnótt upp til heiða. Keyrði svo heim eftir vel heppnaðan veiðitúr sem var farinn uppá von og óvon. En nú veit ég amk af einni góðri tjörn sem gefur kannski aftur vel á næstu vikum.

Kveðja

Róbert

Á gæsaveiðum

Þá er gæsaveiðitímabilið hafið en það hófst sl miðvikudag 20 ágúst og minn fór í opnun að venju í GragasirHrútafjörð og vinur minn Unnsteinn Guðmundsson var byssa nr 2. Gríðarlegt magn var af gæs daginn áður á svæðinu en spáin var ferlega leiðinleg, logn og sól, sem er eins konar "opnunar-martröð" á gæs. Þá sér hún betur og hangir á sjónum og fer síðan í hlíðarnar í berjamó. Og það var nákvæmlega það sem gerðist þennan miðvikudagsmorgunn. Hún lét varla sjá sig yfir túnunum en um hádegið voru komnar 5 gæsir í tún og útlitið ekki bjart.

Við Unni fórum í klukkustundar pásu og skildum gervigæsirnar eftir áUnnsteinn túninu. Fórum með flugustangirnar í sólinni og settum í tvo fallega 1,5 og 2ja punda urriða. Því næst þurfti Unni að keyra heim í Grundarfjörðinn og ég tyllti mér bara aftur í skurðinn og lét fara vel um mig. Skyndilega kom stór hópur yfir og þá náði ég að slíta niður 3 gæsir og stuttu á eftir kom annar ágætur hópur og þá lágu 4 gæsir, þar af tvær í einu skoti. Minn var sáttur með það og í voninni beið ég fram eftir degi en engin kom gæsin.

Daginn eftir hélt ég heim í Kópavoginn og í dag horfði ég á frábærann handboltaleik þar sem okkar menn burstuðu Spánverja og erum komnir í úrslitaleikinn sem verður sýndur á sunnudagsmorguninn næsta. Eins gott að vera ekki á gæs þá. En sem sagt, þá náðust 12 gæsir í fyrstu ferðinni og vonandi verður haustið gott og gjöfult.12 gaesir

Róbert

 


Síðasti dagurinn fyrir Vestan

Anna María systir og Gummi buðu mér í gúddbæ-kvöldverð í gærkveldi og minn kom nú ekki að tómu matarborðinu þar, ónei. Gummi var úti að grilla lambalæri og Anna að sýsla við sósugerð og Brudkaup 4meðlætið. Ég var hrikalega svangur enda varla nennt að elda sl daga því ég hef verið að pakka og ganga frá lausum endum. Ég kom með nokkra vöðva af hreindýri sem var sett á grillið með lambinu. Og að sjálfsögðu smakkaðist lambið frábærlega og hún systir mín er helvítið góður kokkur. Þarna sátum við öll með dætrunum þeirra; Tinnu, Ingibjörgu og Önnu Lind. Ekki man ég hvað ég borðaði mikið en það er langt síðan ég hef látið annað eins af mat ofaní mig. Eftir kjötátið kom Anna með tvær gerðir af ís, fersk jarðaber og kokteilávexti í skál og tvær íssósur að auki. Og minn lét sig vaða á tvær skálar og það vantaði bara einn sentímetra uppá að það þyrfti að kalla á þyrluna. Ég þakka Önnu og Gumma kærlega fyrir að hugsa svona vel um mig, farandverkamanninn, og kveðja mig með þessu eftirminnilega kvöldverði. Sjáumst vonandi sem fyrst aftur.

Dagurinn í dag fór að mestu í að klára að pakka og gera Bismark kláran fyrir brottflutning. Veðrið er ömurlegt úti, haustlægðirnar byrjaðar að herja á landið með rigningu og roki. Sjóstangaveiðimennirnir komust út í gærdag og veiddu nokkrir bátar mjög vel. En í dag og næstu þrjá daga þurfa þeir að vappa hér um kauptúnið og finna sér eitthvað að gera. Ég sá þá á höfninni í dag með veiðistangirnar. Nóg af mansanum og kolanum þar.IMG_2401

Já, svo er ræs kl 06.00 í fyrramálið. Sæki fisk í Íslandssögu kl 06.30 til Grétars frænda og legg svo af stað. Langar til að þakka eftirtöldum heimamönnum og öðrum sem ég hef átt góð samskipti við í sumar:

Þakkir fyrir samveruna:
Elíasi Guðmundssyni og fj, Guðmundi Svavarssyni (sérstaklega) og Lóu, Juliusi Drewes á Flateyri, Grétari og Völu, Oddnýju, Ingólfi og fj, Arnari Guðmundssyni og Þorgerði Karlsdóttur, Kjartani Þór, Svavari og Jónínu, Petru og Leif, Gumma Karvel og Gunný, Maríu Þrastar, Adreasi eiturbrasara á Talsiman Tounge , Pálmari og Ölla á höfninni, Steina og Halldóru, Oddi Hannesar, Kalla og Ingu í Bæ, Einari Ómars og Guðna Einars, Valla Hallbjörns, Gumma Ingimars, Einari Karls, Óskari beitara, Óðni Gestssyni, Hilmari Gunnars, Jóa Bjarna, Bjössa Kristmas, Magga Sigga, Dominik Púlara, Gaua og Jóa á Fernandos, Palla Önundar, Sigga Hafberg, Magga Hinriks á Innri Verðará, Svanbergi á Bakka, Gunnari á Ytri Veðrará, Pálma Gestssyni og Dillý í Bolungarvík, Jóni Víði, Ásu Friðbertar, Sollu Leifs og öllum þeim sem ég gleymi hér í þessari upptalningu.

Lokahófið verður síðan á Vagninum í fyrstu viku í september en þá verður húllumhæ og fjör, skálað fyrir góðu sumri og þeim ævintýrum sem drifið hafa á daga okkar allra. Takk fyrir samveruna kæru vinir, sjáumst eldhress í lokahófinu og vonandi aftur næsta sumar.

Þetta er búið að vera frábært sumar og ekki verra að hafa eytt því hér á Suðureyri við Súgandafirði, mínum fæðingarstað. Takk fyrir mig.

Kveðja

Róbert Schmidt 


10 rétta villibráðarveisla

Loksins lét ég verða af því að halda almennilega villibráðarveislu hér fyrir vestan. Ég bauð frænku minni, henni Oddnýju Schmidt og Ingólfi til veislu í þeirra húsi sem þakklætisvott fyrir að lána mér og fjölskyldu minni húsið í sumar. Og ég er ekki að tala um litla veislu heldur alvöru villibráðarveislu þar sem öllu er tjaldað til. Læt hér fylgja matseðilinn frá gærkveldinu og nokkrar myndir.

Gestgjafarnir buðu uppá fordrykk, Martini í klaka um sjö leytið. Svo var byrjað að grilla forréttina en þeir samanstóðu af sjávarréttaspjótum og hrefnuspjótum:Hrefnuspjot

Forréttir:
Sjávarréttaspjót í Mango Shutney marineringu (humar, lúða og skelfiskur)
Hrefnuspjót m/ beikoni, papriku og sveppum í Caj P marineringu

Hæstiréttur:
Gæsa- og hreindýraliframús á snittubrauði með Títuberjasultu

Milliréttur:
Beikyreykt stokkandarbringa í Jim Beam Teriyaki sósuHeitreykt gæs og önd
Heitreykt grágæs m/ sætri sojasósu, salatblaði og ristuðum furuhnetum

Aðalréttir:
Villibráðarþrenna

Grillaður hreindýravöðvi með villisveppasósu
Léttsteikt heiðagæsabringa með rifsberjasultu
Svissuð stokkönd með ferskum bláberjum

Eftirréttur:
Frönsk súkkulaðikaka með jarðaberjum, vanilluís og rjóma Gæsaliframús(sem Oddný gerði)
Kaffi og VSOP Koníak

Vín:
Chateau Timberlay 2003
Bordeaux Supérieur - France

Chateau Moulinat 2003
haut-Médoc- France

Og frá því er að segja að Arnar Guðmundsson, skólabróðir Eftirrétturinnminn mætti í veisluna með Þorgerði sinni og einnig bauð ég vini mínum honum Juliusi Drewes sem étur eins og gámur en það er önnur saga. Við borðuðum frá 19.30 fram til Veislanmiðnættis. Hvíldum okkur vel á milli rétta, sögðum sögur og hlógum mikið. Frábært matarboð með góðum vinum sem gleymist seint. Oddný og Þorgerður

Er nú að veltast í timburmönnum frameftir sunnudegi. Skrapp með Gumma Svavars inní fjörð í dag til að leita af lúðum en fundum enga í þetta sinn. Fimm dagar eftir í vertíðarlok. Maður er strax farinn að finna fyrir fararkvíða og það verður erfitt að keyra burtu úr firðinum mínum með öll sumarævintýrin á bakinu og ég veit að ég á eftir að fella nokkur tár á leiðinni suður en svona er lífið. Hlutirnir breytast og lífið heldur áfram sinn vana gang. Vonandi bíða mín fleiri ævintýri í borg óttans.

KveðjaRegína aðstoðarkokkur

Róbert


Góður dagur að baki

Vaknaði kl 06.30 í morgun og dreif mig niður á höfn í þessu fína veðri. Hitti Svíana í bátunum semRobert voru klárir í slaginn. Svo kom ónefndur heimamaður vel við skál á flotbryggjuna og bað mig um að redda sér nokkrum bjórum því hann hafði eignast stúlkubarn kvöldið áður og konan sín væri á sjúkrahúsinu. Dálítið skondið svona í morgunsárið en ég bjargaði nýkrýnda pabbanum um nokkra öllara svo ég losnaði við hann. Sá fór sáttur með bjórinn heim. En áfram leið morguninn og ég brunaði út með feðgum sem heita Klaus og Johann. Við fórum vítt og breitt um miðin en lítið var af vænum þorski þrátt fyrir allt sem á undan er gengið.

Undir hádegi rambaði ég loksins á góðan blett og dró 15 kg þorsk sem tók vel í hendurnar. Feðgarnir fengu líka fína þorska eða frá 10-12 kg fiska. ÞarnaKlaus vorum við í rúma tvo tíma og fengum 15 þorska á bilinu 10-15 kg og voru þeir mjög sáttir við aflann enda sá besti sl þrjá daga af sjö hópum á Suðureyri. Veður var ásættanlegt þrátt fyrir smá kaldaskít síðdegis. Og það er alltaf jafnfallegt að sigla inn lygnan Súgandafjörðinn í lok dagsins. Fékk mér einn ískaldann bjór þegar heim var komið og í gríni skálaði ég út í loftið fyrir litlu dömunni sem fæddist kvöldið áður og líklega væri pabbinn nokkuð timbraður í dag en það er allt önnur Ella.Johann

Læt hér fylgja þrjár myndir frá deginum í dag.

Kveðja

Róbert


Villibráðarveisla, sjósókn og undirbúningur fyrir haustflugið suður

Vikan sem er að líða hefur verið góð, fallegt veður og nóg að gera. Að vísu eru bara sjö hópar núnaBismark 2 og þeim fer fækkandi með hverri vikunni í ágústmánuði enda vertíðinni senn að ljúka. Eins og áður sagði, þá fer ég suður þann 15 ágúst nk með bátinn í eftirdragi. Sorglegt að þurfa að opinbera það hér að ég hef enn ekki sjósett Bismark í Suðureyrarhöfn í allt sumar en þess í stað hef ég dundað mér við að lagfæra hann og mála. Fleytan lítur nú út eins og ný úr kassanum. En ég hugsa að ég skelli bátnum niður um helgina bara svona til að segjast hafa siglt honum hér um fjörðinn.

Í fyrramálið fer ég út með sænskum blaða-og ljósmyndurum á sjóinn til að finna stóra fiska en þeir settu í 11 kg lúðu (100 sm langa) hér rétt fyrir utan höfnina á Suðureyri í fyrrakvöld sem segir að þessar lúður geta leynst allstaðar. Veðurspáin er góð, logn og renniblíða um allan sjó. Frábært að komast á sjóinn í heilan dag með sérfræðingum frá Svíþjóð en við spyrjum að leikslokum hver verður sérfræðingur á morgun. IMG_7151Vonandi náum við 20 kg + þorskum, skötusel, steinbít og rauðsprettu svo ég tali nú ekki um hlýrann sem þeir hafa á óskalistanum sínum næst á eftir stórlúðunni.

Læt meira hér inn um helgina ef eitthvað markvert gerist á sjónum. Annars er síðan heljarinnar matarboð hjá Oddnýju frænku og Ingólfi en ég bauðst til að halda alvöru villibráðarveislu þar sem boðið verður uppá t.d. sjávarréttaspjót, hrefnuspjót, hreindýrakjöt, reyktar stokkandabringur, heitreykta grágæs, gæsa- og hreindýraliframús, villisveppasósu með púrtvíni og koníaki, léttsteiktar heiðagæsabringur og eðal-rauðvín frá Frakklandi. Kannski að ég segi lítillega frá því líka ef vel tekst til með veisluna.Brudkaup 31

Nóg að sinni

Róbert 


Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband