Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Með börnin í bleikjuveiði

Í síðustu viku skrapp ég með börnin mín þrjú, Berglindi (22), Arnór (16) og Róbert jr (9) í Dýrafjörðinn á bæinn Bakka sem selur veiðileyfi í tvær tjarnir á svæðinu en þar eru ansi margar bleikjur sem rífa vel í. Ég hafði ákveðið að fara með þau og leyfa þeim að prófa að veiða fisk á flugu. Minn sagði á bakkanum ; "jæja, nú kasta ég út í vatnið og svo þegar ...og um leið beit ein 4 punda bleikja á með þvílíkum látum að Loop stöngin mín nr 2 kengbognaði niður í kork og svo dúndraðist línan út af hjólinu. Aldeilis sýnikennsla það. En svo fengu allir að prófa og allir fengu væna bleikju sem var markmiðið. Sæja átti erfitt með að fá þær til að taka en að endingu náði hún einni 3 punda en Arnór fékk stærstu bleikjuna sem var rúm 4 pund. Læt fylgja með nokkrar myndir sem voru teknar í ferðinni. Þrátt fyrir smá vætu fóru allir glaðir heim og reynslunni ríkari. Sjá fleiri myndir inni í Myndasafninu undir Veiði.

Bleikjuveidi

Kveðja

Róbert

Arnor med bleikju


Myndaplássið var búið hjá mínum

Jæja, bloggmeistarinn svaraði mér um hæl og lét mig vita að ég væri búinn með myndaplássið mitt á blogginu svo ég keypti bara 1 GB til viðbótar til að hafa alveg nóg. Þannig að ekki var um bilun að ræða í kerfinu. Biðst afsökunar á því hér með. Nú get ég sem sagt birt fleiri myndir og þær koma von bráðar. Vid fedgarnirLæt eina hér inn af okkur feðgum sem var tekin í Danmörku nýlega.


Kv

Róbert

Viðburðarrík vika að baki

Læt hér fylgja nokkrar myndir frá síðustu viku sem var viðburðarrík í meira lagi. Svokölluð Festival-vika á vegum Angelreisen hófst sl þriðjudag hjá sjóstangarveiðimönnunum hér á Suðureyri og SkotuselurFlateyri sem þíðir að það er keppt um stærsta fisk í sem flestum tegundum. Menn hafa veitt vel af stórum þorskum, mikið af ýsu og eitthvað af steinbít. Nokkrir skötuselir hafa veiðst og einnig setti einn maður í mjög stóra lúðu sem skotið er á að hafi verið um 170 sm og í kringum 70-80 kg að þyngd í gærdag. Í kvöld sá ég myndbandsupptöku frá lúðuslagnum sem endaði með að veiðimaðurinn handskutlaði lúðuna og henti út belg með spotta. En allt kom fyrir en ekki, lúðan sleit sig lausa og synti niður til síns heima. Það var því vonsvikin veiðimaður sem þurfti að horfa á eftir, líklega í fyrsta og síðasta skiptið, sinni stærstu lúðu á hans 50 ára veiðiferli. Dóttir hans veiddi þó 16 kg þorsk sem er vænn fiskur og það gladdi faðir hennar sem missti lúðuna stóru.

Ég skrapp með nokkra aðila frá Angelreisen út í Staðardal í Vatnadalsvatnið þar sem við veiddum bleikjur á flugu í frábæru veðri. Einn úr hópnum náði að setja í 53 sm bleikju eða 3ja punda fisk sem Vatnadalsvatn 1er sá stærsti sem vitað er að veiðst hefur úr Vatnadalsvatninu að sögn Karls Guðmundssonar bónda í Bæ. Á laugardaginn grilluðum við svo um 40 hrefnuspjót handa þessum höfðingjum sem Félag Hrefnuveiðimanna sendi okkur til kynningar. Spjótin kláruðust og Þjóðverjarnir görguðu af hrifningu af þessu frábæra hráefni. Ég hugsa að það sé hægt að markaðasetja hrefnukjöt í mun meira mæli fyrir ferðamenn sem eru til í að smakka. Síðan skruppum við á Vagninn þar sem Siggi Björns trúbador lék af sinni alkunnu snilld á gítarinn og söng gamla slagara.

Og á sunnudeginum skruppum við á bæinn Bakka í Dýrafirði sem hefur nokkur lón full af eldisbleikju og regnbogasilung. Angelreisen-gaurarnir voru spenntir fyrir þessu sem valkost fyrir sína viðskiptavini í framtíðinni. Ég lánaði þeim þrjár flugustangir og veiddum við helling af 2-4 punda bleikjum úr lónunum sem voru síðan heitreyktar um kvöldið. Frábær Crazy Lion from Germany eating Whale 500sunnudagur að baki með hæfilegri útiveru og skemmtun.

Í dag, mánudag, veiddu Angelreisen-gaurarnir svo 28 kg lúðu út frá Önundarfirði en þess má geta að þeir hafa ekki haft möguleika á að komast á sjó alla vikuna því allir bátarnir voru uppteknir. Þvílík heppni hjá þeim að skjótast út seinni partinn og setja strax í lúðu. Einnig veiddu þeir á Gesti Kristinssyni ÍS 64 kg lúðu í dag á línuna sem fór beint á markað.

Læt þetta duga að sinni. Meira síðar Wink
Kveðja

Róbert

 


Veiðiferð í Staðará á Snæfellsnesi

Fyrir nokkru skrapp ég í bleikjuveiði með bræðrunum Sigurþóri og Atla Ómarssonum í Staðará í IMG_0233Staðarsveit á Snæfellsnesi. Áin er falleg og nokkuð löng en besta veiðin var við ósinn, sérstaklega á háflóði þegar bleikjan kom inn í ána. Ekki voru bleikjurnar stórar sem við veiddum, mest 1/2 til 1 punda fiskar en sérlega ljúffengir í heitreykingapottinn minn. Aflinn var allur flakaður og heitreyktur á föstudagskvöldinu og borinn fram með pönnusteiktum kartöflum og spænsku rauðvíni. 15 bleikjur hurfu ofaní maga svangra veiðimanna og fannst okkur það bara fínt þ.e.a.s. koma fisklausir heim og að hafa étið allan aflann á veiðistaðnum.

Læt hér fylgja með nokkrar myndir úr ferðinni okkar. Stefnt er að fara í sjóbirting í sömu á í haust ef allt gengur upp og síðan strax í opnun á gæs.Stadara 2Stadara 1
Stadara 3

Með Vestfjarðarkveðju

Róbert

34 kg lúða á haukalóð

Siggi Odds á Lukka ÍS setti í ágætis lúðu í gærdag hér út frá Súgandafirði en Siggi lagði haukalóð Siggi Odds med 34 kg ludu fra Sudureyri 8 Juni 2008rétt fyrir helgi og fékk þessa einu á. Lúðan vó 34 kg og mældist 135 sm að lengd. Nú má búast við að fleiri heimamenn fari á lúðuveiðar á næstu dögum og vikum því allir vilja fá stórlúðu. Þýsku sjóstangaveiðimennirnir eru náttúrulega allir á eftir lúðum en það er meira heppni að setja í lúðu en gengur og gerist. Einn veiddi 11 kg steinbít sem er ansi góður fiskur en þess má geta að Íslandsmetið á sjóstöng er steinbítur sem vó rétt rúm 9 kg. Þjóðverjarnir eru fyrir löngu búnir að kafkeyra öll íslensku metin og rúmlega það. Við getum lært margt af þessum köllum og þá sérstaklega hvaða pilka og veiðarfæri þeir nota. Látum fylgja eina mynd af lúðunni hans Sigga.

Kveðja

Róbert

Kappróður, beitingakeppni og lífið sjálft

Undanfarin vika hefur verið strembin en samt skemmtileg. Það er alltaf eitthvað að gerast hér í StefnirSúgandafirði þrátt fyrir smæð þorpsins. Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um helgina eins og alltaf hér á Suðureyri. Auðvitað tók ég þátt í alls kyns sprelli til að gera daginn skemmtilegri fyrir mig og aðra gesti. Til að monta mig aðeins, þá tókum við þátt í kappróðrinum á Lóninu á laugardeginum og við náðum að skrapa í liðið á staðnum. Af okkur sjö í liðinu eru sex Súgfirðingar sem eru: Róbert Schmidt, Atli og Sigurþór Ómarssynir, Sveinbjörn Jónsson, Arnar Guðmundsson, Oddur Hannesson og síðan hann Steini hennar Halldóru Hannesdóttur. Fjögur karlalið skráðu sig til leiks og að sjálfsögðu náðum við besta tímanum og liðið var kallað Stefnir (eftir gamla íþróttafélaginu okkar). Einnig tók ég þátt í beitingarkeppni og náði að vinna hana með ágætis árangri og var IMG_8928hæfilega stoltur með þann bikar. Það skilaði sér loksins öll reynslan í beitingunni hér í denn. En svo hafnaði ég í öðru sæti í reipitogi og í fjórða sæti í kararóðri. Um að gera að vera með eins og maðurinn sagði forðum. Sæja tók þátt í reipitogi með hressum heimakonum og unnu þær þá keppni og hlutu bikar fyrir. Flott hjá þeim.

En það var svo margt annað sem gerði þessa Sjómannadagshelgi skemmtilega. Sjómannamessann var góð og mikið sungið og spilað. Hef reyndar aldrei farið í IMG_9111slíka messu áður en þar var m.a. Kjartan Þór Kjartansson heiðraður fyrir það afrek að bjarga mannslífi í byrjun maímánaðar þegar hann Ölli á Suðureyri ætlaði í rauðmagabátinn sinn en féll í sjóinn og mátti litlu muna að hann hefði það ekki af en hann var um 20 mín í sjónum þegar hann fékk aðstoð frá Kjartani og öðrum hraustum Súgfirðingum. Það er gott að menn gæta "bróður" síns.

Á laugardeginum fór ég með systrum mínum, þeim Jónu Þorgerði og Önnu Maríu ásamt þeirra mökum, Gumma og Birki, út í kirkjugarðinn í Staðardal í Súgandafirði á leiðið hennar Önnu systur IMG_8777okkar en hún lést aðeins 3ja mánaða gömul úr vöggudauða en hún kom á eftir Dóra bróðir í röðinni. Ég kom á eftir Önnu, svo Reynir, Anna og Gústi. Þrátt fyrir að við náðum aldrei að kynnast henni, þá förum við á leiðið með blóm og hreinsum til í kringum leiðið en mamma og Anna María hafa yfirleitt séð um þessa vitjun. Það var samt gott að koma í kirkjugarðinn með sínum ættingjum. Blessuð sé minning hennar.

Nýr sjóstangaveiðihópur kom í dag, þriðjudag og ekki blæs byrlega fyrir þeim því framundan er bræluspá og eiginlega út vikuna. Það þíðir að þeir verða frekar fúlir og eirðarlausir enda skiljanlegt. Annars hefur veiðin verið mjög góð hjá síðasta holli. Nokkrir bátar hafa sett í stórlúður en lúðurnar hafa vinninginn að IMG_9244þessu sinni. Ein áhöfnin hamaðist lengi við að ná einni risalúðunni upp en að endingu brotnaði stöngin og línan kubbaðist í sundur. En það er mikill lúðu-hugur í þessum körlum og vonandi veiðast fleiri í sumar. Þetta er allt að slípast eftir því sem líður á en samt verð ég að játa það að Þjóðverjar geta verið ansi stirðir og ákveðnir. Það er eins og að þeir hugsi alltaf um að einhver sé að svíkja þá. En margir eru mjög viðkunnanlegir. Líklega er þetta uppeldið þarna úti eða bara í þýska geninu! Hver veit. Samt eru Íslendingar líka mjög erfiðir í viðskiptum og öðru tengdu. Við erum svo sem ekki barnanna bestir.

Jæja, ég læt nokkrar myndir fylgja með þessari færslu. Hef einfaldlega ekki haft tíma til að skrifa hér inn vegna anna. En vonandi næ ég að setja eitthvað efni hér inn þegar tími gefst en það er oftast nær gert seint að kveldi eftir vinnu. Svo er ég líka að skrifa fréttir á www.sugandi.is Síðasta myndin er af Steina Imbu þegar hann skellti sér í sjóinn eftir kararóðurinn. Steini er sjómaður og fer alltaf í sjóinn á Sjómannadaginn.

Læt þetta duga að sinni.

Kveðja að vestan

Róbert


Og meira af lúðum

Lúðuveiðin hér vestra byrjar vel því í gærdag veiddist 13,1 kg lúða út frá Flateyri á sjóstöng. Það varIMG_8731maður að nafni Dieter frá þýskalandi sem setti í lúðuna og það tók hann 20 mín að landa henni. Lúðan mældist 108 sm að lengd. Dieter er 68 ára gamall og hefur veitt lúður í Kanada en þessi lúða er sú stærsta á hans ferli og var hann að vonum glaður með fenginn sinn. Einnig veiddist lítil lúða út frá Suðureyri í fyrradag en sú lúða vó 5 kg og mældist 86 sm að lengd.

Einnig veiddist 33 kg lúða á sjóstangaveiðibát frá Súðavík, þannig að þær eru að týnast upp blessaðar. Ýsu fiskiríið er að glæðast en á þessum árstíma kemur ýsan á grunnslóðina. Heimabátar eru að veiða vel en Hrefna ÍS kom að landi í dag með rúm 5 tonn af blönduðum afla. Þar voru nokkrir vænir hlýrar í kari og fékk ég hann Nonna til að lyfta einum vænum upp fyrir myndavélina.IMG_8701

Lífið er dásamlegt hér. Ég held svei mér þá að ég sé að breytast í sveitakall aftur. Það er spurning hvort ég nái mér suður í ágúst eða ekki. Ne, segi bara svona. En hér er gott að vera, mannlífið blómstrar og maður er farinn að komast vel inní þessa daglegu rútínu. Allir heilsa úti á götu og brosa. Samfélagið er lítið en þægilegt. Hér er ekkert stress í gangi, sólin skín og allir taka lífinu með stóískri ró. Hvað er hægt að biðja um betra?

Kveðja að vestan

Róbert


Auðvitað náði hún prófinu stelpan

Það fór eins og ég vissi, Þórunn Hanna náði bílprófinu í dag með stæl. Fékk 10 í einkunn og ég held að það hafi verið eitt atriði sem hún gleymdi en það breytti ekki glæsilegri niðurstöðu hennar. Enn og aftur til hamingju elsku dúllan mín Wink  Og hún var nú ekki lengi að skella sér í bíltúr á nýja bílnum sínum með glóðvolgt ökuleyfið í rassvasanum. Hún sagði mér í gær að bíllinn (Wv) eyddi bara 6 lítrum á hundraði sem er ansi gott.

Bíð spenntur eftir að fá mynd af bílnum hennar.

Kveðja

Róbert

Þórunn Hanna er 17 ára í dag

Stjúpdóttir mín, hún Þórunn Hanna er 17 ára í dag (28. maí)  Wizard  Til hamingju með afmælið elsku IMG_5157dúllan mín og nýja bílinn sem þú varst að kaupa. Í dag mun hún jafnframt taka verklega prófið í ökunáminu en hún er búin að vera ansi dugleg í vetur að keyra með mér á jeppanum og ykkur að segja, þá er hún mjög góður ökumaður. Nú getur maður loksins látið skutla sér hingað og þangað hehe....! Ég talaði við hana rétt eftir miðnætti í gær og þá var hún að koma heim eftir að hafa þrifið bílinn sinn hátt og lágt, ryksugað og bónað. Hún sefur út í glugga og fylgist með bílnum sínum með öðru auganu. Nú er þetta eins og að eiga lítið barn. Ég er sannfærður um að hún verði fyrirmyndar ökudama og það er öruggt að reykingar verða ekki leyfðar í hennar bíl.

Þórunn Hanna er einstök persóna og skemmtileg. Ótrúlega IMG_5440tilfinningasöm og blíð, með stórt hjarta og má aldrei sjá neitt aumt, því þá er hún alltaf fyrst til að rétta hjálparhönd. Þórunn er mikill stjórnandi í sér og ákveðin. Það verður að teljast kostur hjá stelpunni því hún kemst þannig áfram í námi og starfi. Mjög samviskusöm (nema þegar hún þarf að taka til í herberginu sínu Blush  en eru ekki allir unglingar þannig?) og gerir hlutina 100% og skilar verkefnum vel. Frábær námsmaður og stefnir hátt sem sýnir að hún er með metnað og greind í góðu lagi.

Þær mæðgur eru algerlega ein heild þótt þær séu ólíkar á ýmsum sviðum. Sæunn, móðir Þórunnar torunn_og_saejaHönnu hefur séð um að styðja hana í námi frá A til Ö og að auki er hún fjármálastjórinn hennar,- eins og Þórunn orðar það svo skemmtilega. En eitt er víst að þær geta ekki setið saman í bíl ef Þórunn er að keyra, því þá verður allt vitlaust Tounge  Minnir mig stundum á þrjár ítalskar fjölskyldur í matarboði þegar þær byrja að kýtast undir stýri. En þess á milli eru þær báðar yndislegar við hvora aðra.

Ég sendi þér, elsku hjartans Þórunn mín, ástar- og saknaðarkveðjur héðan úr Villta Westrinu og enn og aftur til hamingju með 17 ára áfangann. Ég veit að hann skiptir þig miklu máli. Farðu gætilega í umferðinni og vertu róleg með bensínfótinn þinn. Aktu eins og þér var kennt að aka,- með öryggið í fyrirrúmi og mundu að það er ekki nóg að vera í rétti,- þú verður að gæta þín á svörtu sauðunum í umferðinni.

Elsku Sæunn,- til hamingju með dótturina. 

Kveðja

Róbert pabbi á Suðureyri

Fyrsta lúða sumarsins vó 32 kg

Þá er fyrsta lúða sumarsins komin á land á Suðureyri. Það var fimmtugur þýskur 32 kg halibut IIsjóstangaveiðimaður Paul Klingenberg að nafni sem setti í lúðuna út af Súgandafirði og mældist hún 140 sm og vó 32 kg. Það urðu því nokkur fagnaðarlæti á höfninni þegar þeir kappar á Bobby-5 komu í land með happafenginn. Þótt þessi lúða sé ekki risalúða, þá er hún samt lúða og það er nákvæmlega það sem þessir veiðimenn þrá að veiða öllum stundum. Þeir vita að það er erfitt að veiða lúðurnar en alltaf kemur ein og ein upp. Að sjálfsögðu samglöddumst við veiðimönnunum en þeir ræstu okkur út úr miðju Eurovisionpartýi sem var í góðu lagi.

Einnig sýndu þeir okkur sérkennilega pilka sem þeir kepptu í sama dag.IMG_8329 Þeir sönnuðu það að þorskar við Íslandsmið bíta á eiginlega hvað sem er. Þeir notuðu gylltan hurðarhún, handfang af rennihurð og læsingu á hurð svo fátt eitt sé nefnt. Og allir fengu þeir góða þorska á "draslið" eins og þeir kölluðu "pilkana". Það er greinilegt að þessir menn kunna að skemmta sér á sjónum.

Á sunnudaginn veiddist stærsti þorskurinn það sem af er þessu sumri en hann vó 25 kg og var 25 kgveiddur af Klaus Herbst frá Austurríki. Hann var að vonum ánægður með þorskinn enda persónulegt met hjá kappanum sem brosti sínu breiðasta. Þess má geta að stærsti þorskur sem veiðst hefur við Ísland mældist 181 sm að lengd og vó 60 kg. En stærsta lúða sem veiðst hefur við Ísland veiddist árið 1935 og mældist hún vel á fjórða metra eða 3,65 m og vó 265 kg.

Nú fer hópurinn suður á morgun (þriðjudag) og nýr kemur í staðinn. Stundum getur verið súrt að kveðja þessa kalla, því þeir verða bestu vinir manns eftir vikutíma því margir þeirra eru hressir og kátir, opnir fyrir spjalli og eru ánægðir með alla þjónustu og veiðina líka. Sumarið er rétt að byrja, allur júní og júlí eftir og hálfur ágústmánuður.

Kveðja að vestan

Róbert

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband