Leita í fréttum mbl.is

Og meira af lúðum

Lúðuveiðin hér vestra byrjar vel því í gærdag veiddist 13,1 kg lúða út frá Flateyri á sjóstöng. Það varIMG_8731maður að nafni Dieter frá þýskalandi sem setti í lúðuna og það tók hann 20 mín að landa henni. Lúðan mældist 108 sm að lengd. Dieter er 68 ára gamall og hefur veitt lúður í Kanada en þessi lúða er sú stærsta á hans ferli og var hann að vonum glaður með fenginn sinn. Einnig veiddist lítil lúða út frá Suðureyri í fyrradag en sú lúða vó 5 kg og mældist 86 sm að lengd.

Einnig veiddist 33 kg lúða á sjóstangaveiðibát frá Súðavík, þannig að þær eru að týnast upp blessaðar. Ýsu fiskiríið er að glæðast en á þessum árstíma kemur ýsan á grunnslóðina. Heimabátar eru að veiða vel en Hrefna ÍS kom að landi í dag með rúm 5 tonn af blönduðum afla. Þar voru nokkrir vænir hlýrar í kari og fékk ég hann Nonna til að lyfta einum vænum upp fyrir myndavélina.IMG_8701

Lífið er dásamlegt hér. Ég held svei mér þá að ég sé að breytast í sveitakall aftur. Það er spurning hvort ég nái mér suður í ágúst eða ekki. Ne, segi bara svona. En hér er gott að vera, mannlífið blómstrar og maður er farinn að komast vel inní þessa daglegu rútínu. Allir heilsa úti á götu og brosa. Samfélagið er lítið en þægilegt. Hér er ekkert stress í gangi, sólin skín og allir taka lífinu með stóískri ró. Hvað er hægt að biðja um betra?

Kveðja að vestan

Róbert


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegt líf

Eigið góðann Sjómannadag, kveðja af Skaganum 

Anna Bja (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 14:28

2 identicon

veit ekki hvor er vigalegri... Nonni eda Hlyrinn...

Kvedja fra Hanstholm

Runar Karvel Gudmundsson

Runar Karvel (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband