Leita í fréttum mbl.is

Veiðiferð í Staðará á Snæfellsnesi

Fyrir nokkru skrapp ég í bleikjuveiði með bræðrunum Sigurþóri og Atla Ómarssonum í Staðará í IMG_0233Staðarsveit á Snæfellsnesi. Áin er falleg og nokkuð löng en besta veiðin var við ósinn, sérstaklega á háflóði þegar bleikjan kom inn í ána. Ekki voru bleikjurnar stórar sem við veiddum, mest 1/2 til 1 punda fiskar en sérlega ljúffengir í heitreykingapottinn minn. Aflinn var allur flakaður og heitreyktur á föstudagskvöldinu og borinn fram með pönnusteiktum kartöflum og spænsku rauðvíni. 15 bleikjur hurfu ofaní maga svangra veiðimanna og fannst okkur það bara fínt þ.e.a.s. koma fisklausir heim og að hafa étið allan aflann á veiðistaðnum.

Læt hér fylgja með nokkrar myndir úr ferðinni okkar. Stefnt er að fara í sjóbirting í sömu á í haust ef allt gengur upp og síðan strax í opnun á gæs.Stadara 2Stadara 1
Stadara 3

Með Vestfjarðarkveðju

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sylvía

skemmtilegar myndir hjá þér, gaman að svona náttúrumyndum.

Sylvía , 21.6.2008 kl. 18:06

2 Smámynd: Ester Júlía

Flottar myndir!   Og ég fékk vatn í munninn .

Ester Júlía, 23.6.2008 kl. 13:36

3 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Velkomin í bloggvinahópinn !

hlakkat til að fylgjast með veiðimanninum

kær kveðja

Sigga Guðna

Sigríður Guðnadóttir, 23.6.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband