Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta lúða sumarsins vó 32 kg

Þá er fyrsta lúða sumarsins komin á land á Suðureyri. Það var fimmtugur þýskur 32 kg halibut IIsjóstangaveiðimaður Paul Klingenberg að nafni sem setti í lúðuna út af Súgandafirði og mældist hún 140 sm og vó 32 kg. Það urðu því nokkur fagnaðarlæti á höfninni þegar þeir kappar á Bobby-5 komu í land með happafenginn. Þótt þessi lúða sé ekki risalúða, þá er hún samt lúða og það er nákvæmlega það sem þessir veiðimenn þrá að veiða öllum stundum. Þeir vita að það er erfitt að veiða lúðurnar en alltaf kemur ein og ein upp. Að sjálfsögðu samglöddumst við veiðimönnunum en þeir ræstu okkur út úr miðju Eurovisionpartýi sem var í góðu lagi.

Einnig sýndu þeir okkur sérkennilega pilka sem þeir kepptu í sama dag.IMG_8329 Þeir sönnuðu það að þorskar við Íslandsmið bíta á eiginlega hvað sem er. Þeir notuðu gylltan hurðarhún, handfang af rennihurð og læsingu á hurð svo fátt eitt sé nefnt. Og allir fengu þeir góða þorska á "draslið" eins og þeir kölluðu "pilkana". Það er greinilegt að þessir menn kunna að skemmta sér á sjónum.

Á sunnudaginn veiddist stærsti þorskurinn það sem af er þessu sumri en hann vó 25 kg og var 25 kgveiddur af Klaus Herbst frá Austurríki. Hann var að vonum ánægður með þorskinn enda persónulegt met hjá kappanum sem brosti sínu breiðasta. Þess má geta að stærsti þorskur sem veiðst hefur við Ísland mældist 181 sm að lengd og vó 60 kg. En stærsta lúða sem veiðst hefur við Ísland veiddist árið 1935 og mældist hún vel á fjórða metra eða 3,65 m og vó 265 kg.

Nú fer hópurinn suður á morgun (þriðjudag) og nýr kemur í staðinn. Stundum getur verið súrt að kveðja þessa kalla, því þeir verða bestu vinir manns eftir vikutíma því margir þeirra eru hressir og kátir, opnir fyrir spjalli og eru ánægðir með alla þjónustu og veiðina líka. Sumarið er rétt að byrja, allur júní og júlí eftir og hálfur ágústmánuður.

Kveðja að vestan

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hæ Róbert, alltaf gaman að fá fréttir frá Suðureyri.  Þú ert að standa þig vel í fréttaflutningi og ég get sagt þér að Abbi bróðir fylgist með af áhuga frá Ástralíu.  Hann var búin að sakna Suðureyrarvefsins.  Kannski sendir hann þér þakkarkveðju, aldrei að vita.  Abbi lastu þetta?

Sigrún Jónsdóttir, 27.5.2008 kl. 00:11

2 identicon

Yndislegt að lesa pistlana þína að vestan, næstum eins og maður taki þátt í lífinu þarna á Súgandacity.

Auðlesið að þér líkar vel líkar vel þetta líf

Kveðja úr súldinni á Skaganum

Anna Bja (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband