Leita í fréttum mbl.is

Að breytast í barn

Ég hef lítið  verið hér sl daga en læt fylgja stutta frásögn frá liðinni helgi sem var afslöppun í Gusugangur i pottinumsumarbústað við Úthlíð. Við skelltum okkur með vinafólki í sumarbústað á föstudaginn og áttum ágætis helgi saman. Litli kúturinn var með mér og svo buðum við frænku okkar, Ólafíu Rún, að koma með okkur en hún og Róbert jr eru á sama aldri og þekkjast vel. Vetur konungur í öllu sínu veldi tók á móti okkur og laugardagurinn var ótrúlega fallegur. Sól á himni og logn. Krakkarnir voru í pottinum í rúma þrjá tíma og undu sér með litlar skálar, skeiðar og bræddu snjóinn.

 

Eftir það var  hafist handa við að byggja snjóhús. Ég reyndi að koma þeim af stað en það endaði Snjovirkimeð því að ég kláraði "snjóvirkið" sem hafði ekkert þak. Notaði öxi til að höggva til snjókubbana og börnin bjuggu til rúður í litlu ferköntuðu gluggana í virkinu. Um kvöldið var kertum komið fyrir á nokkrum stöðum og þau tendruð. Litlu frændsystkinin voru ánægð í virkinu þegar ég tók mynd af þeim. En þau lærðu að búa til alvöru virki/snjóhús á þessum degi. Búa til glugga og rúður, þétta virkið með lausum snjó og bleyta það í restina með uppþvottabursta og vatnsfötu til að gera það enn sterkara í frostinu.



Daginn eftir  kenndi ég þeim að ganga á snjóþrúgum sem þeim fannst mjög gaman að prófa. Mér Robert jr a snjotrugumfinnst skrýtið að Íslendingar hafi ekki meðtekið þetta skemmtilega sport, að ganga á snjóþrúgum um hávetur til dægrastyttingar. Það getur verið gaman að arka inní skóginn á góðum degi og þá flýtur maður á snjóþrúgunum og fer hratt yfir. Læt myndirnar tala sínu máli. Helgin var fín og ég breyttist í lítið barn með börnunum og það var einstök tilfinning. Ég tel að foreldrar ættu að gera miklu meira að því að leika við börnin sín og lifa sig inní þeirra hugarheim. Þá upplifir maður líka barnið í sjálfum sér.

Góðar stundir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

Það er ég viss um að þú sért frábær pabbi! lifðu heill vinur

Halldóra Hannesdóttir, 3.3.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband