Færsluflokkur: Bloggar
9.2.2008 | 00:27
Gat í naflann / Samningur
Mótlætið var talsvert enda félagslegur þrýstingur frá kynsystrum hennar á sama aldri. Þú ert bara ekki með aldur til að vera að glenna einhvern naflahring út í loftið. Ekki einu sinni fermd, sagði ég við hana í ákveðnum tón sem hún skildi. G-strengs dagarnir á undan voru mjög erfiðir. Hún varð að fá að ganga í G-streng eins og hinar stelpurnar, alveg sama hvað tautaði og raulaði. En við vorum nú ekki alveg sammála henni með það. Einu sinni tók ég alla G-strengina og setti í poka og faldi þá um tíma. Mér fannst þetta ekki við hæfi að 12-13 ára stúlka væri með G-streng langt uppá bak í skólanum og á öðrum opinberum stöðum. Síðan bannaði skólinn þessar pjötlur og eitthvað dró úr notkuninni.
Mikið var rætt um naflagatið og við reyndum hvað við gátum að gera henni grein fyrir ókostunum sem þessu fylgdi. Ég vil fá gat í naflann,-ég vil fá gat í naflann hljómaði um íbúðina líkt og Karíus og Baktus vildu fá Fransbrauð og ekkert kjaftæði. Þá brá ég á það ráð að varpa fram þeirri hugmynd að við myndum gera skriflega samning okkar á milli og við samningsrof yrði naflagatið úr sögunni og allir hringirnir teknir úr umferð. Jú, heldurðu að mín komi ekki með útprentaðan samning sem hljóðar eftirfarandi og orðrétt:
Gat í naflann / Samingur

Af hverju vil ég það...??????
Af því:
1.mér fynnst það flott
Hvernig ætla ég að haga mér...????
Ég ætla:
1.ég geri þetta bara fyrir mig ekki neina aðra
2. ég ætla að haga mér skikkanlega
3. ég ætla að hjálpa til á heimilinu
4. Ég ætla ekki að vera að glenna þetta
5. ég hlýði öllu sem þið segið
6.og geri allt strax
7.verð góð við allt og alla
8.enginn fýla
9.alltaf passa litla róbert
10.verð alltaf góð við ykkur
11.Verð minna inn í herbergi
Og meira hjá ykkur frammi
12.og stend við allt sem ég segi....!!!!!!!!!:)
3/07 2004 Þórunn Hanna
Jahá, svo mörg voru þau orð. Hljómar eins og Naflagatsboðorðin tólf. En hvernig er hægt að neita svona samningi? Fyrst var settur á aðlögunartími til að sannreyna alvöruna á bakvið boðorðin tólf. Jú, það gekk býsna vel og það var ákveðið að handsala samninginn í votta viðurvist og sú stutta fékk gat í naflann. Það var eins og hún hafi fengið risa vinning í happadrætti. Æi, dúllan litla komin með gat í naflann. En þú manst hvað stendur í samningnum sem hangir á ískápnum Þórunn? Jájá, ég get nú ekki annað. Sé hann á hverjum morgni,- svaraði hnátan.
Árin liðu og í haust fann ég þennan óborganlega samning aftur og hengdi á ískápinn á ný. Hún brosti og rifjaði þetta upp með okkur. Ég er ekki frá því að hún hafi staðið nokkurn veginn við samninginn þessi elska. En tattó fær hún ekki. Sama hvaða samning hún setur á blað. Og hún veit það. En þetta kennir börnunum að virða skoðanir og gefa eitthvað af sér í staðinn. Reglurnar sem voru settar voru ósköp eðlilegar. Númer eitt; að þrífa gatið vel og vera ekki að glenna hann út í loftið öllum stundum. En ég er líka nokkuð viss um að hún hafi einmitt ekki staðið við fjórða boðorðið eins og lofað var. En það skiptir engu máli núna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.2.2008 | 17:36
Teiknibóluhernaður
Ég var sérstaklega stríðinn drengur og sá spaugilegu hliðina á mörgu. Meira segja þegar aðrir fengu teiknibólu í rassinn. Mér þótti þetta mjög saklausir hrekkir í þá daga og furðulegt að ég skuli hafa sloppið svona vel frá þeim. Mamma var fljót að átta sig á teiknibólustríðinu á heimilinu og fjárfesti í klossum sem hún fór sjaldan úr. Enda ekkert skrítið því stiginn heima var mest notaður í þennan hernað. Klossarnir hennar voru þaktir teiknibólum þ.e.a.s. sólarnir. Á endanum þurfti mamma að setjast niður og gefa sér góðan tíma til að pikka teiknibólurnar úr. Klossarnir voru orðnir valtir. Aumingja mamma!
Reynir bróðir svaf vært einn morguninn. Hann er ári yngri en ég og var mjög viðkvæmur í nefinu. Fékk blóðnasir við minnsta tækifæri. Mér fannst hann líka vera smá kisa í sér og ákvað að skipuleggja lítinn hrekk. Daginn áður mátaði ég rúmið hans, fór frammúr og æfði þetta um stund. Ég vissi nokkurn veginn

Meira síðar...


Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2008 | 00:21
Erfitt val fyrir Öskudaginn

Hagkaup var næsti viðkomustaðurinn. Úrvalið var ágætt. Varúlfar, Bart Simpson, beinagrindur, sjóræningjar, prinsessukjólar og alls kyns hárkollur. Hvað langar þig til að vera kúturinn minn? spurði ég þann stutta Hmm, veit ekki. Kannski bara prinsessa. Prinsessa, hvað meinarðu strákur? Langar þig til

Þegar við gengum útúr Hagkaupum áleiðis í gegnum Smáralindina spurði litli varúlfurinn pabba sinn hvort við gætum ekki kíkt í Leikbæ á efri hæðinni. Jújú, kíkjum þangað, ekkert mál. Og viti menn. Þar sá hann draumabúninginn sinn. Hermannabúning. Vááá pabbi, sjáðu þennan búning. Jæja, þar kom að því. Karlagenið hafði yfirhöndina. Áhyggjur mínar um prinsessukjólinn bleika hvarf endanlega inní

Góðar stundir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.2.2008 | 13:49
Snjórinn færir gleði og sorg

Trillurnar sem stóðu í röðum á kambinum við sandfjöruna breyttust í sjóræningjaskip og skipt var í lið. Flugeldaprik breyttust í glansandi beitt sverð, brotin kústsköft urðu að kraftmiklum rifflum, ómerkileg plaströr breyttust í örvaboga og bara til öryggis og vara, þá mátti glytta í eina og eina teygjubyssu í rassvösum sumra púkanna. Í einu trillustríðinu, þegar eitt áhlaupið stóð sem hæst, féll einn fyrir borð.

Snjórinn er og hefur alltaf verið hluti af tilverunni fyrir vestan. Flestir sætta sig við hann, taka honum eins og sjálfsögðum hlut. En stundum tekur snjórinn mannslíf og þá hvílir sorgin ofaná sköflunum. Veðurguðirnir skammast sín og hljótt er til fjalla. Samkenndin verður mikil í litlu þorpunum eftir gríðarlega blóðtöku náttúruaflanna. Fátt er um svör og mennirnir moka.
En það birtir með hækkandi sól og dagarnir lengjast. Æðurin úar á lognsælum firðinum og hljómfagur hávellusöngur berst varlega uppí fjörugrjótið. Mávarnir sveima og syngja yfir höfninni. Trillurnar strika út fjörðinn með frosna bala. Krummi situr á ljósastaur og krunkar. Lífið heldur áfram og það fennir yfir

Meðfylgjandi myndir tók Sr Jóhannes Pálmason á árunum 1950.
Góðar stundir
Bloggar | Breytt 5.2.2008 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.2.2008 | 23:54
Fallegur dagur

Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2008 | 19:40
Reyktur lundi er þjóðlegur matur

Við feðgar biðum spenntir eftir kvöldmatartímanum því ég hafði tekið reyktan lunda úr frystikistunni í

Svo verður raðað í sig rjómabollum frameftir kvöldi, á morgun og hinn. Kannski þjóðlegur siður líka en ekki mjög hollur að sama skapi.
Góðar stundir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2008 | 15:31
Gullmolar barnanna

Arnór, eldri sonur minn er nú 16 ára. Eitt sinn, þegar hann var 4 ára, sátum við í eldhúsinu og hann blaðraði og blaðraði, gat ekki stoppað enda veikur heima en samt nokkuð sprækur. Ég spyr hann; Arnór, ertu með munnræpu eða hvað? Þá svarar sá stutti; - Nei, ég er með hlaupabólu pabbi.

Þórunn, stjúpdóttir mín, þurfti að skila verkefni í skólann þegar hún var 8 ára gömul. Spurt var; Nefndu fjóra kaupstaði á Íslandi. Hnátan var nú ekki lengi að svara því skriflega og ég hló mikið þegar ég las svarið: Bónus, Hagkaup, Nóatún og Samkaup.

Góðar stundir

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2008 | 16:29
Minnihlutahópur mótmælir reykingarbanni

Á að leyfa einhverjum minnihluta að valta yfir reykingarbannið með kráareigendum í broddi

Kráareigendur bera því við að þeir geti ekki hugsað sér að senda reykingagesti sína út í óveður og

http://www.lydheilsustod.is/greinar/greinasafn/tobak/nr/2050
Góðar stundir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2008 | 18:55
Púkalífið fyrir vestan

Eftir skóla var skólatöskunni hent inní gang eða garð hjá næsta vini og hlaupið út í lífið. Ekki mátti missa af neinu. Við smíðuðum fleka úr timbri og einangrunarplasti, ruddum þeim yfir fjörugrjótið og út í sjó. Rérum stoltir meðfram ströndinni, frjálsari en fyrr og nú komnir í alvöru sjóræningjaleiki. Flekarnir voru frekar valtir og óþéttir. Þessu var reyndar ekki vel tekið af körlunum sem unnu við höfnina. Þá voru engin björgunarvesti í boði. Flekaævintýrið stóð yfir í nokkur sumur ef ég man rétt. Og það endaði þegar tveir púkar á fleka bárust með straumnum inn fjörðinn að gömlu sundlauginni eða í um 4 km frá þorpinu. Þá voru naglarnir teknir af okkur og við skammaðir.
Veturnir voru oft harðir og snjóamiklir. Húsin fóru á kaf og færðin um þorpið var bílum erfið. Aðalmaðurinn var hann Gaui á jarðýtunni. Gaui ýtti snjónum í stór fjöll hist og hér. Það hristist úr

Afi minn, sem málaði húsin í þorpinu á sumrin, sagði mér seinna meir að einangrunin og hin harða lífsbarátta í þessu litla samfélagi herti okkur öll upp og fyrir vikið værum við andlega og líkamlega sterkari þegar út í lífið kæmi. Afi sagði satt. Það voru forréttindi að fá að alast upp fyrir vestan. Hinir hörðu og myrkvuðu vetrarmánuðir, sem voru að vísu erfiðir, tóku sinn toll. Þá voru engin jarðgöng. Oft þurfti varðskip til að koma nauðsynjavörum til þorpsins þegar heiðin var á kafi svo vikum skipti. Snjóbíllinn gerði það líka. Hann sótti lækni og flutti sjúka. Svo þegar fyrstu sólargeislarnir brutu sér leið í gegnum skýin í vetrarstillunum, var gott að standa í snjónum og finna varmann frá sólinni.
En tímarnir breytast og mennirnir með. Einangrunin er nú lítil sem engin í Súgandafirði. Gatið breytti mörgu. Eða eins og Siggi Ísmaður sagði forðum; Við værum illa settir ef ekkert gatið væri. Já, það má

Góðar stundir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.1.2008 | 14:19
Flottasta grettan...!

Myndin sem ég tók af Arnfirðingunum, Þresti Leó Gunnarssyni og Viðari Ástvaldssyni, sl sumar á hátíðinni Bíldudals grænar baunir, sýnir glöggt að Þröstur er ótrúlega eðlilega ljótur á myndinni eins og hann er nú jafna myndarlegur drengur svona dagsdaglega. Ég held að hann eigi flottustu grettu Íslands! Hann fær ***** stjörnur frá mér, engin spurning.
Hláturinn lengir lífið en gretturnar lifa lengur...!
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)