Leita í fréttum mbl.is

Vorið opnar faðminn sinn

Skrapp í síðustu  skarfaveiðiferðina mína um helgina í þessu fína veðri á Snæfellsnesið. Höfrungarnir syntu um allan sjó og fuglalíf var gríðarlega mikið. Náði nokkrum myndum af höfrungum á sundi. Sá einnig veiðimenn á höfrungaveiðum og frétti að þeir hefðu náð tveimur. Seinna um daginn fékk ég 5 kg bita frá þessum veiðimönnum en þess má geta að höfrungakjöt er ótrúlega mikið góðgæti. En veiðin var fín hjá mér og Bismark virkaði helvíti vel. Gaman að láta ferska hafgoluna leika um sig með nóg af skotum og góða skapinu. Læt ekki uppi aflatölur að þessu sinni en ég hef aldrei áður veitt annað eins af skarfi á svona stuttum tíma. Þetta dugar mér út árið. Nú er bara að fara að heiteykja, róspipargrafa og marinera þennan góða sjófugl.
Hofrungar


Það er farið  að voru og dagurinn orðinn langur. Svartfuglsveiðitímabilið hér á Faxaflóanum fer í hámark síðustu viku í apríl og stendur til 10 maí. Þá verður fjör á flóanum enda mikið veitt af svartfugli sem er náttúrulega gríðarlega góður og þjóðlegur matur. Páskarnir eru framundan og vorið að opna sig og teygja út faðminn. Veturinn hopar dag frá degi sem er ágætt. Veturinn hefur verið nokkuð góður, talsvert af snjó og byl en þannig man maður eftir vetrunum fyrir vestan. Ég vil hafa mikinn snjó á veturna en snjólétt sumar Wink

Læt þetta duga að sinni. Meðfylgjandi mynd tók ég sl sunnudag af nokkrum höfrungum sem syntu hjá Bismark.

Góðar stundir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi.

Það eru mjög svo fáir að skrifa um náttúruna,og hver er til þess betur fallinn en þú.Gangi þér vel.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 13:42

2 identicon

Sæll Þórarinn,

Þakka þér. Það væri gott að vita hvernig frændtengslin eru!
Kveðja

Róbert

Róbert Schmidt (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband