Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
24.4.2008 | 12:47
Í faðmi hárra fjalla
Ég tók nokkrar myndir í Súgandafirði en mun bæta fleirum í myndasafnið von bráðar. Læt þetta duga að sinni. Er eiginlega ekki kominn í netsamband ennþá en það rætist vonandi úr því um helgina. Meira síðar.
Með kveðju að vestan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.4.2008 | 22:31
Dorgað við höfnina
Þegar við feðgar fórum á svartfuglsveiðar sl laugardag sigldum við framhjá þessum púkum sem undu sér vel með stangirnar sínar um borð í gömlum fiskibáti í Kópavogshöfn. Litirnir eru fallegir og sjórinn sléttur og einhver ólýsanleg kyrrð yfir myndinni. Strákarnir kölluðu allir á eftir okkur "góða ferð og góða veiði" Gaman að þessu. Minnir mann dálítið á æskuslóðirnar fyrir vestan þar sem maður eyddi öllum stundum á bryggjunni með stöngina. Getur verið að maður sé með heimþrá? Ég er ekki frá því að svo sé. En það styttist óðum í brottför vestur eða nk sunnudag.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2008 | 23:58
Heim í fjörðinn minn
Á sunnudaginn kemur, pakka ég einhverju dóti í jeppann og rúlla vestur í Súgandafjörð, minn fæðingarstað og heimahaga. Ég fæddist á Suðureyri 12. apríl 1965 á Eyrargötu 17. Ég held að það séu komin 13-14 ár frá því ég flutti að vestan en nú liggur leið mín aftur vestur og nú til liðs við ferðaþjónustufyrirtækið Hvíldarklett www.fisherman.is sem er eitt stærsta fyrirtæki landsins sem sérhæfir sig í sjóstangaveiði. Þar mun ég starfa í sumar eða næstu 4 mánuði og ég hlakka til að takast á við þetta skemmtilega verkefni sem vinur minn Elías Guðmundsson bauð mér en hann er einn af eigendum Hvíldarkletts og framkvæmdarstjóri. Gríðarlegur fjöldi þýskra sjóstangaveiðimanna mun heimsækja Súgandafjörð í sumar eða hátt í 2000 manns ef ég fer rétt með. Óhætt er að segja að fyrirtækinu hafi vaxið fiskur um hrygg og á síðasta ári veiddist risalúða í fjarðarminni Súgandafjarðar sem vó 175 kg og mældist 240 sm að lengd. Þetta er líklega stærsta lúða sem veiðst hefur í Evrópu á sjóstöng!
Það verður gaman að akra göturnar og sækja höfnina sem er lífæð þorpsins. Óhætt er að segja að allir þessir ferðamenn setja mikinn og líflegan svip á mannlífið í þessu litla og góða samfélagi sem Suðureyri er. Fjöllin standa vörð um litla þorpið og lognið heima getur stundum verið ólýsanlega mikið. Margir íbúar hafa flutt burtu en margir komið í staðin. Þannig gengur þetta fyrir sig allstaðar í kringum landið okkar og tímarnir breytast og mennirnir með.
Ef ég hef tök á því að taka bátinn minn vestur, þá að sjálfsögðu geri ég það. Ekki slæmt að komast á sjó af og til, þó ekki væri nema renna fyrir þorsk eða kíkja inní fjörð. Þar sem allir bátar Hvíldarkletts verða uppteknir út sumarið, þá er líklega best að ég taka hann vestur. Ég reikna með að ég ljósmyndi mikið fyrir vestan og jafnvel færi inn einhverjar frásagnir á www.sugandi.is þegar fram líða stundir. Það verður amk nóg að gera í vinnunni og þeir frítímar sem fást fara í að heimsækja íbúana heima og ættingja. Systir mín og fjölskylda hennar (Anna María Schmidt) býr í Bolungarvík en þangað er stutt að keyra. Talaði einmitt við Önnu í kvöld og við eigum örugglega eftir að grilla saman í sumar á meðan Gummi og Tinna taka lagið á gítarinn.
En þetta þíðir ekki að ég hætti að blogga. Hugsa frekar að ég eigi eftir að blogga meira en verið hefur. Það er að segja ef einhver nennir að lesa þetta bull mitt hér? Heyrumst hress.
Læt hér fylgja nokkrar myndir af síðunni www.fisherman.is
Góðar stundir
Bloggar | Breytt 16.4.2008 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.4.2008 | 23:28
Frábær afmælisdagur!
Félagar mínir úr Byssuvinafélaginu voru á sjó þennan dag en á sitthvorri fleytunni. Siggi Þórodds og Siggi Konn. Þeir voru á heldur stærri bátum en við. Arnór sat í stefni, vel dúðaður og Róbert jr sat á miðbekknum svo vel klæddur að hann hefði enst í kjarnorkuvetur.Gusurnar dundu á andliti skipstjórans (mér) og þeir hlógu létt drengirnir um borð. Af og til sáum við eina og eina stuttnefju sem Arnór skaut með tvíhleypu nr 20. Ótrúlega hvað þessi 16 ára piltur (1,90 á hæð) var duglegur að munda hólkinn og hitti í hverju skoti (örvhentur í þokkabót). Það segir kannski lítilsháttar um þann góða kennara sem hann hefur J..hohoho.
Bismarc snéri við í ólgusjó skammt undan Keflavík og við feðgar héldum í átt að álverinu, nenntum ekki að göslast í brælunni og því var grunnslóðin besti kosturinn í stöðunni því oft mátti rekast á álkur þar á stangli sem varð raunin. Þegar við drápum á bátnum skammt frá landi til að fá okkur að pissa og éta kom höfrungur upp úr sjónum alveg við stefni bátsins. Róbert jr öskraði Vá pabbi, sástu hvalinn Höfrungurinn synti í kring um bátinn og eitt sinn kafaði hann undir hann og kom örfáa metra frá okkur upp úr sjónum með tilheyrandi látum. Synirnir voru hugfangnir af þessu sjónarspili og tóku andköf. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir sáu höfrung og Arnór spurði mig hvort þetta væru alveg eins höfrungar og í bíómyndunum? Svarið var já.
Þegar nær dró Hafnarfirði sáum við rauða bauju og í kringum hana voru ca 15 teistur. Arnór var fljótur að hlaða og negldi þrjár í einu skoti og skaut aðra um leið og hún kom úr kafi. Róbert jr háfaði fuglana upp eins og hann hafði ekkert gert annað um ævina. Greinilega var að drengirnir höfðu þetta veiðiblóð í sér og ekki langt að sækja það J Ég var stoltur af strákunum og mjög ánægður að eyða afmælisdeginum mínum í sjóferð með þeim, vopnaðir haglabyssum og góða skapinu. Ég hugsaði með mér um stund mikið hlakka ég til að veiða með þessum gormum á næstu árum
Ferðin tók enda og Bismarc tók höfn að endingu. Skipstjórinn var saltbarinn og drengirnir hálf veðurbarðir en samt ánægðir en þreyttir eftir öll lætin. Veðrið var ekki alveg eins og spáin hljómaði en síðdegis lægði verulega en þá var komið að lokum veiðiferðarinnar. Það var gott að leggjast að bryggju með ágætis afla sem Arnór skaut, eða 16 svartfugla. Hæfileg veiði en talsverður sjór á leiðinni. Hins vegar voru þeir vel klæddir og þeir brostu bara og hlógu þegar Bismarc lagðist að bryggju í Kópavogshöfn.
Um kvöldið var elduð afmælissteik, nautalundir í piparsteik með bökuðum kartöflum, berneissósu, sveppum og Wolf Blass / Presidents Selection Shiraz 2005 sem rann ljúft niður með steikinni. Sem sagt, afmælisdagur eins og ég óskaði mér og sú ósk rættist fullkomlega. Það var gaman að vera til í dag.
Myndirnar voru teknar í veiðiferðinni í dag og þær segja meira en þúsund orð.
Góðar stundir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.4.2008 | 19:03
Marineraður svartfugl með grilluðum ananas
Svartfugl er íslenskur matur...ekki gleyma því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.4.2008 | 18:54
Sætur sigur hjá Liverpool
Áfram Liverpool.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 21:25
Fjör á Faxaflóanum
Á miðvikudaginn fer ég á Snæfellsnesið til að sækja bátinn minn Biskmarc ÍS og ætla að taka einn túr með strákana mína en þá fær Róbert jr að vera á háfnum. Stubburinn verður 9 ára þann 11. apríl og hver veit nema við skreppum á sjóinn um helgina ef veður leyfir.
Meðfylgjandi myndir tók Dúi Landmark.
Góðar stundir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2008 | 12:31
Ballaða allra tíma - Seasons in the sun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)