Leita í fréttum mbl.is

Frábær afmælisdagur!

Í tilefni dagsins  ákváðum við feðgar að skella okkur á svartfuglsveiðar á bátnum okkar, Bismarc. Arnor og Robert jr xRenndum úr Kópavogshöfn rúmlega 15.00 í dag og öldurnar tóku á móti okkur með freyðandi seltu í andlitin. Stefnan var sett á Garðssjó og þangað var stímt af krafti og lítið að sjá nema öldutoppa og endurspeglun sólar á haffletinum. Fáeinir múkkar svifu hjá og mér fannst eins og þeir hvísluðu að okkur í gengum vélarniðinn “Iss, það er engin svartfugl kominn á grunnslóðina”

Félagar mínir úr  Byssuvinafélaginu voru á sjó þennan dag en á sitthvorri fleytunni. Siggi Þórodds og Siggi Konn. Þeir voru á heldur stærri bátum en við. Arnór sat í stefni, vel dúðaður og Róbert jr sat á miðbekknum svo vel klæddur að hann hefði enst í kjarnorkuvetur.Hressir braedur xGusurnar dundu á andliti skipstjórans (mér) og þeir hlógu létt drengirnir um borð. Af og til sáum við eina og eina stuttnefju sem Arnór skaut með tvíhleypu nr 20. Ótrúlega hvað þessi 16 ára piltur (1,90 á hæð) var duglegur að munda hólkinn og hitti í hverju skoti (örvhentur í þokkabót). Það segir kannski lítilsháttar um þann góða kennara sem hann hefur
J
..hohoho.

Bismarc snéri við  í ólgusjó skammt undan Keflavík og við feðgar héldum í átt að álverinu, nenntum Braedurnir katir med fugl xekki að göslast í brælunni og því var grunnslóðin besti kosturinn í stöðunni því oft mátti rekast á álkur þar á stangli sem varð raunin. Þegar við drápum á bátnum skammt frá landi til að fá okkur að pissa og éta kom höfrungur upp úr sjónum alveg við stefni bátsins. Róbert jr öskraði “Vá pabbi, sástu hvalinn” Höfrungurinn synti í kring um bátinn og eitt sinn kafaði hann undir hann og kom örfáa metra frá okkur upp úr sjónum með tilheyrandi látum. Synirnir voru hugfangnir af þessu sjónarspili og tóku andköf. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir sáu höfrung og Arnór spurði mig hvort þetta væru alveg eins höfrungar og í bíómyndunum? Svarið var já.

Þegar nær dró  Hafnarfirði sáum við rauða bauju og í kringum hana voru ca 15 teistur. Arnór var fljótur að hlaða og negldi þrjár í einu skoti og skaut aðra um leið og hún kom úr kafi. Róbert jr háfaði fuglana Aflinn xupp eins og hann hafði ekkert gert annað um ævina. Greinilega var að drengirnir höfðu þetta veiðiblóð í sér og ekki langt að sækja það
J
Ég var stoltur af strákunum og mjög ánægður að eyða afmælisdeginum mínum í sjóferð með þeim, vopnaðir haglabyssum og góða skapinu. Ég hugsaði með mér um stund “mikið hlakka ég til að veiða með þessum gormum á næstu árum”

Ferðin tók enda  og Bismarc tók höfn að endingu. Skipstjórinn var saltbarinn og drengirnir hálf veðurbarðir en samt ánægðir en þreyttir eftir öll lætin. Veðrið var ekki alveg eins og spáin hljómaði en síðdegis lægði verulega en þá var komið að lokum veiðiferðarinnar. Það var gott að leggjast að bryggju með ágætis afla sem Arnór skaut, eða 16 svartfugla. Hæfileg veiði en talsverður sjór á leiðinni. Hins vegar voru þeir vel klæddir og þeir brostu bara og hlógu þegar Bismarc lagðist að bryggju í Kópavogshöfn.

Um kvöldið  var elduð afmælissteik, nautalundir í piparsteik með bökuðum kartöflum, berneissósu, Fedgarnir xsveppum og Wolf Blass / President’s Selection – Shiraz 2005 sem rann ljúft niður með steikinni. Sem sagt, afmælisdagur eins og ég óskaði mér og sú ósk rættist fullkomlega. Það var gaman að vera til í dag.

Myndirnar voru teknar í veiðiferðinni í dag og þær segja meira en þúsund orð.



Góðar stundir




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með afmælið Róbert.  Gaman að lesa svona frásagnir af einhverju, sem maður hefur aldrei kynnst.

Sigrún Jónsdóttir, 13.4.2008 kl. 21:34

2 identicon

Var að spá í hverskonar bátur þetta væri sem þið siglið á

Frábært að geta tekið börnin sín með í áhugamálin, alltaf gaman að geta verið saman.

kv. úr sólinni á Skaganum

Anna Bja (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 13:28

3 identicon

Til hamingju með daginn. og þarna eru ekta veiðimenn. Annað hvort er það í blóðinu eða ekki. Þarna er ekki nokkur vafi. Gangi ykkur vel við veiðarnar á næstunni. Flottar myndir!

Þórarinn Gíslason.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband