Færsluflokkur: Bloggar
6.4.2009 | 17:03
Púlara-partý á Kjalarnesinu
Svo var boðið uppá glæsilega grillveislu þar sem Reynir bróðir sýndi listir sínar við grillið. Inga bakaði síðan franska súkkulaðiköku sem smakkaðist hrikalega vel. Ég kom með hertan steinbít í púkkið og Sissó reyktan rauðmaga frá Súganda. Síðan var farið í heita pottinn og skálað fyrir góðum sigri okkar manna. Frábær og skemmtilegur dagur á Kjalarnesinu sem vonandi verður endurtekin.
Læt hér fylgja eina góða ljósmynd sem Margrét Silfa Schmidt frænka mín (dóttir Reynis og Ingu) tók af okkur Púlurunum eftir leikinn. Glögglega má sjá sigurvímuna á köppunum.
Fleiri myndir eru að finna í myndaalbúminu á forsíðunni.
Kveðja
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 11:32
Af hinu og þessu
Ég t.d. skrapp í Þjóðleikhúsið fyrir fáeinum vikum og sá Hart í bak. Virkilega góð sýning og gaman að fara í leikhús. Á undan var farið á Caruso og borðaður góður matur. Elva Ósk leikkona bauð okkur Sæju á sýninguna sem ég þáði með þökkum.
Nýlega var haldin árshátíð Hins íslenska byssuvinafélags sem er áhugamannafélag um vopn og veiðar og telur 37 manns en þar hef ég verið formaður til nokkurra ára og hef haft mikla ánægju að starfa með þessum gormum en innanborðs eru öflugir veiði- og skotíþróttamenn. Árshátíðin var haldin á Hótel Eldhestum og fengum við hljómsveitina Ólafíu til að leika fyrir dansi eftir borðhald og skemmtun. Meiriháttar skemmtilegt kvöld og eftirminnilegt.
Daginn eftir var farið í skírnarveislu til Jónu systur minnar og Birkis í Grafarvogi en þar var litla frænka mín skírð Elísabet María sem er einstaklega fallegt nafn. Ólafía Rún, eldri systir hennar fékk að velja nafnið á litlu systur sína. Þar mætti fjölskyldan hress og kát en það vantaði ansi marga úr systkinahópnum að þessu sinni. Þetta var líka dagurinn eftir stórsigur Liverpool á Man United 4-1 og mun lifa lengi minningunni í.
Sæja mín er í ræktinni alla daga og stundum hverfur hún að heiman um kl 06 á morgnana en þá er hánótt hjá mér. Hún hefur verið með Ingu vinkonu sinni í nokkra mánuði í einkaþjálfun og er búin að missa rúmlega 20 kg sem er nú andskoti góður árangur. Alveg magnað að fylgjast með henni hvað hún er dugleg að sprikla í spinning og hvað þetta allt nú heitir. En þetta kostar líka ný föt en það er nú aldeilis fórnarinnar virði. Þannig að hún ljómar og geislar af gleði og frískleika.
Arnór, eldri sonur minn, er nú á fullu í ökunámi og ætlar að ljúka því á næstu mánuðum, vonandi sem allra fyrst. Það væri gaman að taka strákinn í æfingarakstur hér um borgina en helsta hindrunin er að rata þær stofnæðar í umferðinni sem skilar fólki á rétta staði. En það kemur með æfingarakstrinum. Svo er hann duglegur í skólanum sem er MK. Reyndar byrjaður að partíast með jafnöldrum sínum um allan bæ en það fylgir þessum aldri og bara gott og blessað en þau gæta sín sem ég veit að hann gerir. Við förum stundum saman í bíó, sáum nýjustu myndina hans Clint Eastwood um daginn og vorum ánægðir með hana.
Þórunn Hanna er búin að vera sl vikur og mánuði í FG að setja upp söngleikinn Chicago og nú eru síðustu sýningar að renna sitt skeið. Lokasýning er á morgun, sunnudag 22. mars. Við fórum að sjálfsögðu á Chicago og skemmtum okkur vel. Ótrúlegt hvað þessir krakkar eru duglegir og hæfileikaríkir. Þórunn stóð sig að venju vel enda hefur hún alltaf verið áhugasöm um söng og dans. Svo er hún komin með kærasta sem spilar með hljómsveitinni í söngleiknum. Sá heppni heitir Hjörvar og er jafnaldri hennar, spilar á bassa og að ég held harmonikku og fiðlu líka. Þau eru mjög hamingjusöm og hálf skrýtið að sjá hana vaxa svona úr grasi skyndilega því Þórunn er búin að vera róleg í strákunum sl árin. Svona breytast tímarnir sem minnir mann óneytanlega á hvað árin líða hratt hjá.
Gunna Dóra, stjúpdóttir mín, er með barni og er meðgangan að verða hálfnuð en fæðingin er sett á seinnipart júlímánaðar. Hún gengur með litla prinsessu stelpan og er komin með myndarlega kúlu. Það verður spennandi að sjá og upplifa fyrsta afabarnið sitt í sumar. Vonandi verður meðgangan ekki erfið hjá henni og að allt gangi vel. Hlakka til að fylgjast með.
Berglind mín er í námi í háskólanum. Berglind er mikil félagsvera og dugleg að ljósmynda eins og pabbi sinn. Hún tekur myndir frá flestum viðburðum sem haldnir eru í deildinni og nýtur lífsins sem er frábært. Hún er mjög efnileg og hefur gott ljósmyndaauga og þar fyrir utan er hún líka með ágæta vel sem ég gaf henni, Canon 350 m/ batterígripi og góðri linsu. Berglind droppar stundum til okkar í kvöldmat og þá er spjallað um það sem drifið hefur á dagana. Hún kemur í kvöldmat á morgun með Gunnu Dóru og Arnóri en hún er að vinna í Blómavali og hefur gert það í mörg ár með náminu. Dugleg stelpa hún Berglind en hún verður 24 ára þann 5 október.
Róbert jr er með svipuð áhugarmál og pabbi sinn. Veiðar og byssur eiga allan hans hug sem og stangaveiði en hann getur stundum hangið á bryggjunni heilan dag þegar við erum fyrir vestan. Hann pælir mikið í hlutunum og er virkilega greindur strákur. Á hverjum laugardegi er hann í Parkur í Hafnarfirði með jafnöldrum sínum og hoppar þar eins og héri um allan íþróttasal og þrátt fyrir erfiðar æfingar inná milli, þá ætlar hann alls ekki að hætta að æfa. Ég reyni að fræða hann um rétta meðferð á skotvopnum og kenni honum allar reglur í því sambandi því það er mesta forvörnin að kenna þessum strákum hvað má og hvað má ekki. Svo förum við saman og skjótum í mark en það finnst honum alveg meiriháttar gaman.
Framundan hjá mér er vonandi áframhald í sjóstangabransanum fyrir vestan en til stóð að ég færi vestur í Súgandafjörð strax eftir páska. Hins vegar eru nú einhverjar þreifingar hjá fyrirtækinu og svo gæti farið á næstu vikum að nýr aðili taki við fyrirtækinu eða að einingar verða seldar til ýmissa aðila en þá er ég að tala um t.d. N1 söluskálana á Flateyri og Suðureyri, veitingahúsið Talisman og gistiheimilin tvö ásamt öðrum eignum. Ef þetta gerist, þá gæti mitt sumarstarf fokið út í veður og vind sem ég vona svo sannarlega að gerist ekki. En þetta skýrist allt fyrir mánaðarmótin. Samt er ég ekki bjartsýnn á þetta, vona það besta en býst við því versta. Ég sem var farinn að hlakka svo mikið til að komast aftur heim í fjörðinn minn og Róbert jr ætlaði að vera hjá mér í sumar. En svona er nú lífið. Maður verður bara að hugsa jákvætt og finna sér eitthvað fyrir starfi í sumar. Maður getur a.m.k. skotist hér út á flóann á bátnum með sjóstangirnar og veitt sér í soðið með fjölskyldunni og það er ekki slæmt.
Læt þessu lokið að sinni. Framundan er Food and fun í kvöld og ég ætla að halda mína eigin Food and fun veislu hér í Kópavogi og fæ góða gesti í mat. Það verður villibráð um alla veggi en ég er búinn að undirbúa mig vel alla vikuna. Set kannski matseðilinn hér eftir helgina en þetta verður stórveisla.
Kveðja
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2009 | 22:36
Skemmti mér frábærlega á Góufagnaði á Suðureyri
Skemmtiatriðin voru meiri háttar skemmtileg og fyndin. Ég náði að mynda flest atriðin en þess á milli hristist ég úr hlátri og stóð varla í lappirnar um tíma. Uppúr miðnætti fékk ég mér bjór og lagði myndavélinni og tók til við að dansa og spjalla við fólkið. Allir voru ánægðir og hressir með blótið og flestir sögðu það besta til þessa. En strákarnir í skemmtinefndinni sögðu "þetta er alltaf sagt eftir hvert blót".
Ég nenni ekki að hlaða öllum 133 myndunum hér inn á síðuna mína en ég setti þær allar á hina síðuna mína www.sudureyri.blog.is
Næst fer ég vestur 14. apríl nk og verð á Suðureyri fram í ágúst á þessu ári við sjóstangaveiðileiðsögn fyrir Fisherman.
Kveðja
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2009 | 16:08
Friðrikka Líney Sigurðardóttir
Myndir eru komnar á myndasíðuna. Set fleiri myndir inn þegar ég kem suður. En nú skal skella sér á súgfirskan Góugfagnað með kjamma og co. Tek með mér reyktan lunda og heitreyktan dílaskarf í trogið hjá Grétari frænda og Völu. Hlakka mikið til og set myndir inn eftir helgina.
http://schmidt.blog.is/album/skirn_fridrikku_lineyjar/
Kveðja
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2009 | 00:40
Barney Corp stóðu sig vel en játuðu sig sigraða í MK-úrslitunum
Skellti mér á hörkuleik í úrslitum í MK-deildinni í Fífunni í kvöld en þar áttust við Barney Corp og NWA. Allt eru þetta menntaskólastrákar og það fór ekki á milli mála að nokkrir liðsmenn NWA æfa knattspyrnu af kappi enda fór leikurinn 2-0 fyrir þeim. En mínir menn börðust eins og ljón og sjaldan hef ég séð nú önnur eins brot og í þessum leik. Venjulegar leikreglur voru flestar á bak og burt og menn tóku hverja skriðtæklinguna af annarri og sýndu takkana. Alveg hissa á að engin hafi stórslasast í leiknum. Arnór, eldri sonur minn, lék með liðinu en sjö voru inná og annað eins af varamönnum sem skipt var ört um. Að mínu mati var maður leiksins markmaður Barney Corp en hann varði ótal skot og má segja að hann hafi bjargað strákunum frá stórtapi.
En þetta er leikur og menn verða líka að læra að tapa þótt það sé alltaf erfitt. Það var nokkuð greinilegt að NWA-liðið spilaði meira með knöttinn og þeir voru markvissari í sókn og mun harðari. En ég tek ofan fyrir mínum mönnum og óska þeim til hamingju með annað sætið. Þeir þurfa ekki að svekkja sig yfir úrslitunum því þau hefðu getað orðið mun verri en 2-0.
Bara að gera betur næst Barney Corp.
Róbert
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2009 | 15:47
Vesturferð á Góufagnað framundan
Ég vil miklu frekar keyra ef ég á möguleika á því. Finnst skemmtilegt að aka meðfram ströndinni og fylgjast með hvort eitthvað sé í færi :) Nú mun ég taka með í trogið reyktan lunda og heitreyktan skarf. Þetta fellur allt vel saman við gamla matinn og að mér finnst þjóðlegur að auki. Einu sinni mætti ég með sviðinn hreindýrshaus og menn urðu frekar undrandi þegar hann kom í ljós í troginu mínu.
Í kvöld ætla ég að fylgjast með honum Arnóri mínum í úrslitaleik í fótbolta í MK-deildinni og hvetja strákana til sigurs. Segi kannski frá úrslitunum hér ef þau verða okkur hliðholl.
Kveðja
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2009 | 10:43
Besti kajakveiðitúrinn frá upphafi
Frostið var um 8°-C þennan dag en síðan herti frostið um nóttina og fór í 10-15°-C enda fann ég vel fyrir því í litla tjaldinu. Hafði þó mokað yfir öll op til að þétta það betur en opið á svefntjaldinu er bara flugnanet, þannig að frostið náði vel inn í tjaldið og hélt fyrir mér vöku af og til um nóttina. Ég hugsaði líka með mér að það hlyti að vera reimt í helvítis eyjunni með öll þessi lík fyrir utan tjaldið. Allt skipulag um notalegt kvöld fyrir utan tjaldið með rauðvín í glasi og heitreykta gæsabringu fauk inní myrkrið því það var algerlega búið á tanknum hjá mínum eftir veiðina og að koma bráðinni í land en það tók rúma tvo tíma í myrkrinu. Höfuðljósið og tunglsljósið hjálpaði mér mikið við það. Ég skreið inní litla tjaldið allur í skarfafiðri- og blóði með púðuragnir um allt andlit svoleiðis gersamlega búinn. Eftir að hafa ath með veðurfréttir fyrir morgundaginn, hallaði ég mér aftur og sá fyrir mér fljúgandi skarfa og skothvellirnir bergmáluðu í hausnum.
Sunnudagurinn rann upp með hægum vindi og það var skýjað. Hávellurnar kölluðu á milli sín, flugu í stóra hringi og skelltu sér með látum á sjóinn. Skarfar syntu um, köfuðu eða þurrkuðu sig á skerjum. Tveir tignarlegir hafernir sveimuðu yfir svæðinu og toppendur flugu hjá á ógnarhraða. Selirnir heilsuðu vinalega og það var gaman að vera til á svona fallegum degi. Líklega má taka undir þau orð að ég sé að miklu leiti einfari í þessum veiðiskap en mér líkar það mjög vel. Upphafið á þessum kajakveiðiskap hófst í Súgandafirði þegar ég var rúmlega 19 ára gamall og upp frá því hef ég meira og minna stundað veiðiskap af sjókajak yfir vetrarmánuðina eingöngu. Yfirleitt var ég alltaf einn en fyrir 10 árum síðan fékk ég með mér nokkra hressa alvöru veiðimenn af landsbyggðinni sem kunna vel til verka.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í síðustu kajakveiðiferðinni minni um sl helgi. En eins og áður sagði, þá læt ég alfamyndirnar ekki hér inn að ótta við að þær verði notaðar gegn mér. En hvað gerir veiðimaður ekki í kreppunni þegar hann á byssu og skot? Jú, hann veiðir sér til matar. Það þarf ekki eldflaugasérfræðing til að skilja það.
Kveðja
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2009 | 22:28
Tjaldað í skeri um helgina
Loksins að maður kemst á veiðar. Síðustu vikur hafa verið góðar veðurfarslega, vetrarstillur uppá hvern dag en á þeim dögum langar manni mest til að vera á veiðum. Undanfarin kvöld er ég búinn að vera að pakka mér í helgarferð sem ég legg í snemma í fyrramálið (laugard) en stefnan er tekin á Hrútafjörðinn en þar ætla ég að veiða skarfa af kajaknum mínum og vonandi hávellur og stokkendur. Íverustaðurinn verður dálítið kuldalegur en ég ætla að tjalda litla tjaldinu mínu í hálfgerðu skeri og eyða þar helginni með bros á vör. Verst að drykkjarvatnið botnfrýs alltaf í þessum vetrarferðum. Smá frostlögur gæti nú bjargað málunum en vatnið verður svo bragðvont þannig
Spáin er nokkuð góð enda reynir maður ekki lengur að veiða á ósléttum sjó, líkt og gert var hér í denn. Betra er að njóta sín í góða veðrinu og veiðarnar ganga líka mun betur á sléttum sjó. Ég get ímyndað mér að annað kvöld sitji ég við tjaldið mitt með höfuðljósið, heitt kakó og heitreykta gæsabringu að naga. Smá friðarljós mun loga á skerinu en skarfarnir geta þá aðeins hvílt sig á klöppunum fyrir aftan tjaldið rétt á meðan myrkrið líður í gegnum nóttina áður en næsta orrusta hefst við sólarupprás. Það er sérkennileg tilfinning að kúra í svefnpokanum þarna langt norður í rassgati, aleinn og heyra bárurnar skella á grjótinu og kurrið í skarfinum er svæfandi og þægilegt. Skammt frá eru hólmar sem kallaðir eru Líkhólmar en það truflar mig lítið. Það eina sem gæti truflað mig í skerinu er norðan stormurinn. Einu sinni var ég veðurtepptur í skerinu á öðrum degi vegna öldugangs. En spáin er ágæt bara ef hún stenst.
Jæja, áfram að pakka draslinu í bílinn. Gef kannski ferðasögu í næstu viku ef allt gengur eftir. Ég mun alla vega taka mikið af myndum í þessari ferð, það er alveg á hreinu.
Meðfylgjandi myndir tók ég síðast þegar ég fór í tjaldferð í skerið í febrúar 2007. Veiðin var góð en veðrið var aðeins gott á laugardeginum.
Kveðja
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2009 | 13:02
Út og Vestur
Dreg úr skrifum
Það er gaman að geta þess að um og yfir 50 manns heimsækja þessa síðu daglega en ég hef einfaldlega ekki hugmynd um hverjir þeir eru allir sem einn. En með slíku bloggi er maður í sjálfu sér að opinbera sína persónu, fjölskyldu og ættingja, áhugamál og annað sem gerist í lífi manns. Ég hef velt því fyrir mér að draga úr persónulegu bloggi en set hér inn annað veifið myndir og texta þegar tilefni gefst til.
Þorrablót hér og þar
Undanfarna daga hef ég legið í kvefflensu en er allur að braggast sem betur fer. Framundan er þorrablót Súgfirðingafélagsins nk föstudagskvöld hér í Kópavogi og síðan fer ég vestur í Súgandafjörð á Góugleði þann 21. febrúar og hlakka mikið til. Einnig er Viðar vinur minn búinn að bjóða mér á þorrablót á Bíldudal 7. febrúar en ég hef nú ekki ákveðið hvort það verði. Sjálfsagt er nóg að sækja bæði þorrablótin þ.e. súgfirsku blótin á þessum þorra. En ég á mínar ættir að rekja vestur í Arnarfjörð líka nánar til tekið í Stapadal.
Börnum fjölgar
Jóna systir mín eignaðist sína aðra dóttur á Bóndadaginn en hún og Birkir eru í alsælu þessa dagana. Ólafía Rún dóttir Jónu fékk að velja nafn á litlu nýfæddu systur sína og mun hún bera það fallega nafn Elísabet María Birkisdóttir. Sérlega fallegt nafn á litlu dömunni. Frænka mín hún Íris á að eiga í maí en þá verður Reynir bróðir afi hehehe. En ég þarf nú ekki að bíða mikið lengi þar til ég verð ská-afi því stjúpdóttir mín til 19 ára hún Guðrún Dóra er með barni og á að eiga í júlí. Einnig er Kolbrún Elma frænka mín (dóttir Grétars og Völu) með barni og á að eiga núna í janúar. Þannig að það er allt að fyllast af börnum í fjölskyldunni og mikið um gleði.
Verð fyrir vestan í sumar
Mér til mikilla gleði hefur verið ákveðið að ég hefji störf fyrir Fisherman á Suðureyri á ný eftir páska en þá liggur leið mín vestur og mun ég dvelja þar fram í ágúst. Verkefnið mitt verður það sama og síðasta sumar, sjá um sjóstangaveiðihópana, bátana ofl. Yngri sonur minn, Róbert jr, verður hjá pabba sínum í ca mánuð í sumar og hann verður ekki lengi að komast inní sveitastemninguna í þessu fallega og skemmtilega samfélagi. Við förum saman á sjóinn, göngum á fjöll og gerum skemmtilega hluti saman. Ekki má gleyma Sæluhelginni á Suðureyri í sumar.
Nú síðan eru Bíldudals Grænar Baunir líka og einnig er stefnt að halda ættarmót hjá okkur í móðurfjölskyldunni þ.e. niðjar Halldórs Gunnarssonar og Bryndísar Helgadóttur. Verið er að vinna í þeim málum.
Læt þetta duga að sinni. Vona að allir hafi það sem best.
Kveðja
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2009 | 17:21
Jólaslenið gengið af sér á Esjunni
Það var kominn tími til að hrista af sér jólaslenið og hreyfa sig eitthvað af viti á nýja árinu. Við Sigurþór ákváðum að ganga á Esjuna í morgun, sem við gerðum, en ef veðrið hefði verið betra, skyggnið gott, þá hefðum við farið alla leið. En ákvörðunarstaðurinn endaði við Steininn skammt frá brúnum Esjunnar. Anna Bjarna kom rétt á eftir okkur með 25-30 manna hóp nema frá Skaganum en Anna er íþróttakennari þar í bæ og er þetta verklegur hluti af kennslunni.
Við Sigurþór höfðum gott af þessu og gekk ágætlega að arka leiðina sem var blaut og snjór var niður í miðjar hlíðar. Við sáum tvær rjúpur á hlaupum rétt við Steininn þar sem áð var. Þrátt fyrir að maður hafi hreyft sig ágætlega í nóvember í rjúpnaveiðinni, þá er maður fljótur að ryðga. Eftir ferðina fékk ég smá harðsperrur en það er fylgifiskur sem sjaldan hverfur þegar gengið er á fjöll eftir hvíld.
Við ætlum að reyna að hittast á laugardagsmorgnum kl 10.00 og hvetjum aðra Súgfirðinga og vini að hittast þar og ganga á Esjuna þegar færi gefst og veður leyfir.
Ég setti nokkrar myndir frá ferðinni í myndasafnið.
Kveðja
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)