Leita í fréttum mbl.is

Skemmti mér frábærlega á Góufagnaði á Suðureyri

Eins og vænta mátti, skemmti ég mér frábærlega á Góufagnaði á Suðureyri laugardagskvöldið 21. 1febrúar. Það eru líklega liðin um 15-16 ár síðan ég sat þorrablót í minni heimabyggð en þá mætti ég með sviðinn hreindýrskjamma í trogið. Nú mætti ég með heitreyktan dílaskarf og reyktan lunda ásamt þessum hefðbundna þorramat. Stemningin í Félagsheimili Súgfirðinga var einstök og virkilega gaman að sitja með öllu þessu góða fólki og snæða þjóðlegan mat, syngja, dansa og skemmta sér í átta og hálfan tíma.

Skemmtiatriðin voru meiri háttar skemmtileg og fyndin. Ég náði að mynda flest atriðin en þess á milli hristist ég úr hlátri og stóð varla í lappirnar um tíma. Uppúr miðnætti fékk ég mér bjór og lagði myndavélinni og tók til við að dansa og2 spjalla við fólkið. Allir voru ánægðir og hressir með blótið og flestir sögðu það besta til þessa. En strákarnir í skemmtinefndinni sögðu "þetta er alltaf sagt eftir hvert blót".

Ég nenni ekki að hlaða öllum 133 myndunum hér inn á síðuna mína en ég setti þær allar á hina síðuna mína www.sudureyri.blog.is

Næst fer ég vestur 14. apríl nk og verð á Suðureyri fram í ágúst á þessu ári við sjóstangaveiðileiðsögn fyrir Fisherman.

Kveðja

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband