Leita í fréttum mbl.is

Út og Vestur

Það hefur lítið farið fyrir skrifum hér sl vikurnar en Facebook hefur eiginlega heltekið mann en þar er fólk að finna gamla vini og nýja, spjalla saman og deila myndum og sögum. En Facebook er ekki opinn vettvangur líkt og Mogga-bloggið. Þeim sem langar til að skoða Facebook verða að skrá sig þar og gerast vinur þeirra sem þeir vilja skoða og að sjálfsögðu þarf sá að samþykkja vináttuna. Einnig hef ég verið að uppfæra aðrar síður t.d. www.sudureyri.blog.is og nýtt blogg á ensku sem mun innan tíðar koma á forsíðu www.fisherman.is Ekki má þá gleyma síðunni okkar Byssuvina www.byssuvinir.blog.is en sú síða er læst. Þannig að maður situr ekki alveg auðum höndum þrátt fyrir að maður skrifi ekki á sína eigin síðu daglega.

Dreg úr skrifum
Það er gaman að geta þess að um og yfir 50 manns heimsækja þessa síðu daglega en ég hef einfaldlega ekki hugmynd um hverjir þeir eru allir sem einn. En með slíku bloggi er maður í sjálfu sér að opinbera sína persónu, fjölskyldu og ættingja, áhugamál og annað sem gerist í lífi manns. Ég hef velt því fyrir mér að draga úr persónulegu bloggi en set hér inn annað veifið myndir og texta þegar tilefni gefst til.

Þorrablót hér og þar
Undanfarna daga hef ég legið í kvefflensu en er allur að braggast sem betur fer. Framundan er 111þorrablót Súgfirðingafélagsins nk föstudagskvöld hér í Kópavogi og síðan fer ég vestur í Súgandafjörð á Góugleði þann 21. febrúar og hlakka mikið til. Einnig er Viðar vinur minn búinn að bjóða mér á þorrablót á Bíldudal 7. febrúar en ég hef nú ekki ákveðið hvort það verði. Sjálfsagt er nóg að sækja bæði þorrablótin þ.e. súgfirsku blótin á þessum þorra. En ég á mínar ættir að rekja vestur í Arnarfjörð líka nánar til tekið í Stapadal.

Börnum fjölgar
Jóna systir mín eignaðist sína aðra dóttur á Bóndadaginn en hún og Birkir eru í alsælu þessa dagana. Ólafía Rún dóttir Jónu fékk að velja nafn á litlu nýfæddu systur sína og mun hún bera það fallega nafn Elísabet María Birkisdóttir. Sérlega fallegt nafn á litlu dömunni. Frænka mín hún Íris á að eiga í maí en þá verður Reynir bróðir afi hehehe. En ég þarf nú ekki að bíða mikið lengi þar til ég verð ská-afi því stjúpdóttir mín til 19 ára hún Guðrún Dóra er með barni og á að eiga í júlí. Einnig er Kolbrún Elma frænka mín (dóttir Grétars og Völu) með barni og á að eiga núna í janúar. Þannig að það er allt að fyllast af börnum í fjölskyldunni og mikið um gleði.

Verð fyrir vestan í sumar
Mér til mikilla gleði hefur verið ákveðið að ég hefji störf fyrir Fisherman á Suðureyri á ný eftir páska Sjo 16en þá liggur leið mín vestur og mun ég dvelja þar fram í ágúst. Verkefnið mitt verður það sama og síðasta sumar, sjá um sjóstangaveiðihópana, bátana ofl. Yngri sonur minn, Róbert jr, verður hjá pabba sínum í ca mánuð í sumar og hann verður ekki lengi að komast inní sveitastemninguna í þessu fallega og skemmtilega samfélagi. Við förum saman á sjóinn, göngum á fjöll og gerum skemmtilega hluti saman. Ekki má gleyma Sæluhelginni á Suðureyri í sumar.


Nú síðan eru Bíldudals Grænar Baunir líka og einnig er stefnt að halda ættarmót hjá okkur í móðurfjölskyldunni þ.e. niðjar Halldórs Gunnarssonar og Bryndísar Bryndis amma og Halldor afi 1963Helgadóttur. Verið er að vinna í þeim málum.

Læt þetta duga að sinni. Vona að allir hafi það sem best.

Kveðja

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband