Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
10.10.2008 | 15:31
Hættur í stjórn Súgfirðingafélagsins
Átthagafélagið okkar er klofið og það hefur verið erfitt hlutskipti stjórnar að reyna að slíðra sverðin. Að rembast eins og rjúpa við staurinn við að halda fasteign félagsins á Suðureyri er óskiljanleg vindmillubarátta. Fátækt átthagafélag sem skuldar nokkrar milljónir í húsnæðinu hefur nú látið gera faglega úttekt á öllu húsinu hvað varðar viðhald til framtíðar og skýrslan liggur nú fyrir. Niðurstaðan er að heildarkostnaðurinn er í kringum 16.000.000 kr og væntanlega þarf þá félagið að greiða helminginn af þeirri upphæð til viðhalds. Eftir stendur að félagið þarf að standa undir 10-12 milljóna króna skuldbindingu sem hver heilvita maður sér að fátækt átthagafélag mun aldrei klára. Þarna er greinilega verið að berja hausnum við steininn.
Í staðinn fyrir að byggja undir félagsstarfsemina og efla það með nýliðun unga fólksins, þá kemur klofningsfjölskyldan enn og aftur og ruggar bátnum hressilega. Ég tel að ef ástandið í Súgfirðingafélaginu lagist ekki á næstunni, að þá sé tími til kominn, að þeir sem hafa áhuga á að efla uppbyggingu þeirra miklu og góðu tengsla til Súgandafjarðar, að stofna nýtt félag þar sem mun ríkja gleði og metnaður til framtíðar. Súgfirðingar hafa alla tíð verið samstíga og samheldnin hefur verið einstök. Það er sorglegt til þess að vita að klofningurinn í félaginu er byrjaður að segja til sín. Ég held að þetta snobbaða yfirstéttafólk ætti að skammast sín og reyna að þroskast í jákvæða átt. Ég segi nú ekki meira.
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2008 | 13:46
Ævintýraferð um A-Grænland 2009
Meira um það síðar.
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 13:11
Er Bubbi ekki lengur ríkisbubbi?
Bubbi náði að landa góðum samningum við fyrirtæki og bankastofnanir um fjárhagslega framtíð hans með því að selja afnotarétt afurða sinna og hann keypti sér flottan Range Rover og fékk sér flott sólgleraugu. Gott hjá Bubba að koma sér í öruggt fjárhagslegt skjól til framtíðar. Hann átti það alveg skilið blessaður kallinn. En Bubbi fór að bruðla, byggði sér risastórt hús í sveitinni og gamblaði með verðbréf, veiddi lax um allar sveitir fyrir milljónir og gerðist ríkisbubbi um tíma. En svo kom kreppan og Bubbi grætur nú niður á gítarinn og hefur lýst því yfir þjóðina að hann hafi tapað miklum fjármunum líkt og hluthafar bankana hafa gert. Í 100.000 kr frakka stígur hann á stokk og dustar rykið af gamla góða farandgítarnum sínum og efnir til útitónleika til að mótmæla kreppunni. Ja, hérna, þvílíkur tækifærissinni getur maðurinn verið. Nú vill hann fá samúð þjóðarinnar. Hann heldur kannski að fólk sé fífl? Hann er gersamlega kominn í hring og rúmlega það. Nú spyr hann sig allar nætur; kemst ég í 40 daga laxveiði næsta sumar?
Ég hef alltaf litið á Bubba sem snilling á tónlistarsviðinu sem hann er. Ég ætla líka að halda mig við það og hlusta á lögin hans og texta. En ég er gersamlega búinn að fá nóg af bullinu í honum. Ef einhver er Ragnar Reykás, þá er það Bubbi Morthens. Það skilja hann fáir þ.e.a.s. ef þeir þá nenna að reyna að skilja hann. Stígðu nú niður úr fílabeinsturninum Bubbi minn og andaðu rólega. Þú verður aldrei aftur farandsöngvari þjóðarinnar því sá tími er fyrir löngu liðinn.
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.10.2008 | 01:23
Berglind kom með Díu í heimsókn
Myndin er af systkinunum Arnóri og Berglindi með Díu.
Kveðja
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 14:16
Berglind mín er 23 ára
Berglind dóttir mín varð 23 ára í gærdag þann 5. október. Frábær og lífsglöð stelpa sem hefur góða nærveru og þægilegt viðmót, alltaf frískleg og brosandi. Þegar Berglind kemur í heimsókn, þá kemur einhver ferskur andi með henni. Ég gleymi því aldrei þegar hún kom í heiminn Þessi elskulega dóttir sem er mér allt. Hún var alltaf prúð og stillt á æskuárum og aldrei nein vandærði með hana. Hún er dugleg að hlusta á vini sína og ber mikla virðingu fyrir fólki. Þess vegna er hún svona sérstök og vinsæl á meðal vina og ættingja. Fallegra brosið hennar er sjaldfundið og grænu augun hennar eru án efa þau fallegustu sem ég hef séð.
Berglind er bara svona náttúrulega skemmtileg stelpa sem reynir ávalt að gefa meira af sér en hún þiggur. Hún er mikill dýravinur og elskar hundana sína. Nýr hundur var að bætast á heimilið og heitir hún Día og er af collie kyni. Það var sorglegt þegar hún missti Tuma, hundinn sinn fyrir ca 1-2 árum síðan en þau voru miklir vinir. Síðan þá hafa bæst tveir hundar í líf hennar sem ég veit að hún hefur gaman af. Berglind er stóra systir fjögurra bræðra sem hún á en þeir eru Arnór, Bjarmi, Breki og Róbert jr. Allir elska þeir Berglindi, enda ekki hægt annað
Til hamingju með afmælið elsku dóttir góð. Læt hér fylgja fallegt ljóð eftir Elvu Dögg Björnsdóttur en ég breytti viljandi textanum með tilvísun í augnalitinn þinn:
Saklausu grænu augun glitra líkt sem stjörnuhaf. Með fallega ljósa lokka mjúkt sem silki. Yndisblær í röddu sem ylur mitt hjarta. Dóttir mín fagra sem gerir hvern dag bjartann |
Með ástarkveðju frá pabba
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.10.2008 | 12:22
Svartfuglsfjör í október
Helgin var í meira lagi sérstök. Ætlaði í Hrútafjörð á gæsaveiðar um helgina en þegar þangað var komið á föstudeginum var allt á kafi í snjó og þar fyrir utan snjóaði og skóf með látum að varla sást á milli bæja. Eftir nokkur símtöl í Skagafjörð var ákveðið að halda þangað í von um að fleiri gæsir væru þar á flugi en í Hrútafirði. Stórhættuleg hálka var á leiðinni og litlu munaði að illa færi þegar ég missti jeppann þvert á veginn þar sem tveir fólksbílar komu á móti ásamt stórum flutningabíl. Einhvern veginn í andskotanum náði ég að afstýra árekstri og ég heyrði hjartað mitt slá fast og ört í gegnum útvarpstónlistina. Já, það má oft litlu muna í lífinu. Ég hafði gleymt að setja í fjórhjóladrifið og því rann hann til þegar ég steig léttilega á olíugjöfina. Eftir það hélt D-Maxinn sig á veginum.
Það fór lítið fyrir gæsinni á Marbæli í Skagafirði enda snjór yfir öllu þar í kring. Ég hitti Jónu systir og Birkir sem voru í helgarfríi og til að hitta foreldra og systkini Birkis á Marbæli. Bjart var yfir Skagafirði með sól í heiði en hrikalega kalt. Eftir hádegið á laugardeginum bauð Steinar Péturs mér á svartfuglsveiðar sem ég þáði með þökkum. Með Steinari komu dætur hans, þær Hrefna og Brynhildur sem voru sérlegir aðstoðarmenn/konur um borð og Hrefna sá um skipstjórnina og Brynhildur háfaði upp svartfuglinn eins og hún hafði ekkert annað gert um ævina. Ekki má gleyma skipshundinum honum Zorro sem reyndar hélt sig inni í stýrishúsinu alla tímann og var frekar ósáttur við byssuhvellina. Veðrið lagaðist eftir því sem leið á daginn og 32 fuglar lágu í kistunni í lok dags sem var bara fínasti afli miðað við árstíma. Mest var þetta langvía, hringvía og teista. Eftir sjóferðina var okkur boðið í afmæliskaffi til Sonju og Magga en Sonja varð 36 deginum á undan. Ég skreið í koju snemma enda var ræs kl 05.00 að morgni.
Sunnudagurinn var fallegur í morgunbirtunni en ekkert bólaði á gæsunum. En við náðum fimm stokköndum sem var smávegis sárabót. Undir hádegið var pakkað saman á akrinum og haldið inn á Krók. Gæsaveiðiferðin endaði þannig að mest var veitt af svartfugli, svo af önd og ein grágæs rak lestina.
Læt fylgja nokkrar myndir hér frá laugardeginum. Set líka fleiri myndir í Veiðialbúmið á síðunni.
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)