Leita í fréttum mbl.is

10 rétta villibráðarveisla

Loksins lét ég verða af því að halda almennilega villibráðarveislu hér fyrir vestan. Ég bauð frænku minni, henni Oddnýju Schmidt og Ingólfi til veislu í þeirra húsi sem þakklætisvott fyrir að lána mér og fjölskyldu minni húsið í sumar. Og ég er ekki að tala um litla veislu heldur alvöru villibráðarveislu þar sem öllu er tjaldað til. Læt hér fylgja matseðilinn frá gærkveldinu og nokkrar myndir.

Gestgjafarnir buðu uppá fordrykk, Martini í klaka um sjö leytið. Svo var byrjað að grilla forréttina en þeir samanstóðu af sjávarréttaspjótum og hrefnuspjótum:Hrefnuspjot

Forréttir:
Sjávarréttaspjót í Mango Shutney marineringu (humar, lúða og skelfiskur)
Hrefnuspjót m/ beikoni, papriku og sveppum í Caj P marineringu

Hæstiréttur:
Gæsa- og hreindýraliframús á snittubrauði með Títuberjasultu

Milliréttur:
Beikyreykt stokkandarbringa í Jim Beam Teriyaki sósuHeitreykt gæs og önd
Heitreykt grágæs m/ sætri sojasósu, salatblaði og ristuðum furuhnetum

Aðalréttir:
Villibráðarþrenna

Grillaður hreindýravöðvi með villisveppasósu
Léttsteikt heiðagæsabringa með rifsberjasultu
Svissuð stokkönd með ferskum bláberjum

Eftirréttur:
Frönsk súkkulaðikaka með jarðaberjum, vanilluís og rjóma Gæsaliframús(sem Oddný gerði)
Kaffi og VSOP Koníak

Vín:
Chateau Timberlay 2003
Bordeaux Supérieur - France

Chateau Moulinat 2003
haut-Médoc- France

Og frá því er að segja að Arnar Guðmundsson, skólabróðir Eftirrétturinnminn mætti í veisluna með Þorgerði sinni og einnig bauð ég vini mínum honum Juliusi Drewes sem étur eins og gámur en það er önnur saga. Við borðuðum frá 19.30 fram til Veislanmiðnættis. Hvíldum okkur vel á milli rétta, sögðum sögur og hlógum mikið. Frábært matarboð með góðum vinum sem gleymist seint. Oddný og Þorgerður

Er nú að veltast í timburmönnum frameftir sunnudegi. Skrapp með Gumma Svavars inní fjörð í dag til að leita af lúðum en fundum enga í þetta sinn. Fimm dagar eftir í vertíðarlok. Maður er strax farinn að finna fyrir fararkvíða og það verður erfitt að keyra burtu úr firðinum mínum með öll sumarævintýrin á bakinu og ég veit að ég á eftir að fella nokkur tár á leiðinni suður en svona er lífið. Hlutirnir breytast og lífið heldur áfram sinn vana gang. Vonandi bíða mín fleiri ævintýri í borg óttans.

KveðjaRegína aðstoðarkokkur

Róbert


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg meiri hattar veisla les eg og se a myndunum tinum.  Hefdi alveg viljad vera i tessari veislu en tvi midur ekki hægt nuna tar sem eg er i henni Danmark.  Nuna stødd hja henni Gurru vinkonu okkar, alveg yndislegt ad vera her i sveitinni hennar.

Hafdu tad sem allra best og gangi ter vel sudur med sma hnut i maganum.

Kvedja til allra a Sudureyri

Anna i Danmark

Anna Bja (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband