Leita í fréttum mbl.is

Góđur dagur ađ baki

Vaknađi kl 06.30 í morgun og dreif mig niđur á höfn í ţessu fína veđri. Hitti Svíana í bátunum semRobert voru klárir í slaginn. Svo kom ónefndur heimamađur vel viđ skál á flotbryggjuna og bađ mig um ađ redda sér nokkrum bjórum ţví hann hafđi eignast stúlkubarn kvöldiđ áđur og konan sín vćri á sjúkrahúsinu. Dálítiđ skondiđ svona í morgunsáriđ en ég bjargađi nýkrýnda pabbanum um nokkra öllara svo ég losnađi viđ hann. Sá fór sáttur međ bjórinn heim. En áfram leiđ morguninn og ég brunađi út međ feđgum sem heita Klaus og Johann. Viđ fórum vítt og breitt um miđin en lítiđ var af vćnum ţorski ţrátt fyrir allt sem á undan er gengiđ.

Undir hádegi rambađi ég loksins á góđan blett og dró 15 kg ţorsk sem tók vel í hendurnar. Feđgarnir fengu líka fína ţorska eđa frá 10-12 kg fiska. ŢarnaKlaus vorum viđ í rúma tvo tíma og fengum 15 ţorska á bilinu 10-15 kg og voru ţeir mjög sáttir viđ aflann enda sá besti sl ţrjá daga af sjö hópum á Suđureyri. Veđur var ásćttanlegt ţrátt fyrir smá kaldaskít síđdegis. Og ţađ er alltaf jafnfallegt ađ sigla inn lygnan Súgandafjörđinn í lok dagsins. Fékk mér einn ískaldann bjór ţegar heim var komiđ og í gríni skálađi ég út í loftiđ fyrir litlu dömunni sem fćddist kvöldiđ áđur og líklega vćri pabbinn nokkuđ timbrađur í dag en ţađ er allt önnur Ella.Johann

Lćt hér fylgja ţrjár myndir frá deginum í dag.

Kveđja

Róbert


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband