Leita í fréttum mbl.is

Síðasti dagurinn fyrir Vestan

Anna María systir og Gummi buðu mér í gúddbæ-kvöldverð í gærkveldi og minn kom nú ekki að tómu matarborðinu þar, ónei. Gummi var úti að grilla lambalæri og Anna að sýsla við sósugerð og Brudkaup 4meðlætið. Ég var hrikalega svangur enda varla nennt að elda sl daga því ég hef verið að pakka og ganga frá lausum endum. Ég kom með nokkra vöðva af hreindýri sem var sett á grillið með lambinu. Og að sjálfsögðu smakkaðist lambið frábærlega og hún systir mín er helvítið góður kokkur. Þarna sátum við öll með dætrunum þeirra; Tinnu, Ingibjörgu og Önnu Lind. Ekki man ég hvað ég borðaði mikið en það er langt síðan ég hef látið annað eins af mat ofaní mig. Eftir kjötátið kom Anna með tvær gerðir af ís, fersk jarðaber og kokteilávexti í skál og tvær íssósur að auki. Og minn lét sig vaða á tvær skálar og það vantaði bara einn sentímetra uppá að það þyrfti að kalla á þyrluna. Ég þakka Önnu og Gumma kærlega fyrir að hugsa svona vel um mig, farandverkamanninn, og kveðja mig með þessu eftirminnilega kvöldverði. Sjáumst vonandi sem fyrst aftur.

Dagurinn í dag fór að mestu í að klára að pakka og gera Bismark kláran fyrir brottflutning. Veðrið er ömurlegt úti, haustlægðirnar byrjaðar að herja á landið með rigningu og roki. Sjóstangaveiðimennirnir komust út í gærdag og veiddu nokkrir bátar mjög vel. En í dag og næstu þrjá daga þurfa þeir að vappa hér um kauptúnið og finna sér eitthvað að gera. Ég sá þá á höfninni í dag með veiðistangirnar. Nóg af mansanum og kolanum þar.IMG_2401

Já, svo er ræs kl 06.00 í fyrramálið. Sæki fisk í Íslandssögu kl 06.30 til Grétars frænda og legg svo af stað. Langar til að þakka eftirtöldum heimamönnum og öðrum sem ég hef átt góð samskipti við í sumar:

Þakkir fyrir samveruna:
Elíasi Guðmundssyni og fj, Guðmundi Svavarssyni (sérstaklega) og Lóu, Juliusi Drewes á Flateyri, Grétari og Völu, Oddnýju, Ingólfi og fj, Arnari Guðmundssyni og Þorgerði Karlsdóttur, Kjartani Þór, Svavari og Jónínu, Petru og Leif, Gumma Karvel og Gunný, Maríu Þrastar, Adreasi eiturbrasara á Talsiman Tounge , Pálmari og Ölla á höfninni, Steina og Halldóru, Oddi Hannesar, Kalla og Ingu í Bæ, Einari Ómars og Guðna Einars, Valla Hallbjörns, Gumma Ingimars, Einari Karls, Óskari beitara, Óðni Gestssyni, Hilmari Gunnars, Jóa Bjarna, Bjössa Kristmas, Magga Sigga, Dominik Púlara, Gaua og Jóa á Fernandos, Palla Önundar, Sigga Hafberg, Magga Hinriks á Innri Verðará, Svanbergi á Bakka, Gunnari á Ytri Veðrará, Pálma Gestssyni og Dillý í Bolungarvík, Jóni Víði, Ásu Friðbertar, Sollu Leifs og öllum þeim sem ég gleymi hér í þessari upptalningu.

Lokahófið verður síðan á Vagninum í fyrstu viku í september en þá verður húllumhæ og fjör, skálað fyrir góðu sumri og þeim ævintýrum sem drifið hafa á daga okkar allra. Takk fyrir samveruna kæru vinir, sjáumst eldhress í lokahófinu og vonandi aftur næsta sumar.

Þetta er búið að vera frábært sumar og ekki verra að hafa eytt því hér á Suðureyri við Súgandafirði, mínum fæðingarstað. Takk fyrir mig.

Kveðja

Róbert Schmidt 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

Takk fyrir sumarið og góða ferð suður. Afmæliskveðjur til Sæju

Halldóra Hannesdóttir, 15.8.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Velkomin suður og takk fyrir alla pistlana í sumar, hlakka til að hitta þig á okkar vettvangi.

Sigrún Jónsdóttir, 15.8.2008 kl. 11:34

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sumri hallar hausta fer..................Allt skemmtilegt tekur enda og nýtt tekur vid.Takk fyrir alla skemmtilegu pistlanna í sumar .

Stórt knús á tig

Gudrún Hauksdótttir, 19.8.2008 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband