Leita í fréttum mbl.is

Villibráðarveisla, sjósókn og undirbúningur fyrir haustflugið suður

Vikan sem er að líða hefur verið góð, fallegt veður og nóg að gera. Að vísu eru bara sjö hópar núnaBismark 2 og þeim fer fækkandi með hverri vikunni í ágústmánuði enda vertíðinni senn að ljúka. Eins og áður sagði, þá fer ég suður þann 15 ágúst nk með bátinn í eftirdragi. Sorglegt að þurfa að opinbera það hér að ég hef enn ekki sjósett Bismark í Suðureyrarhöfn í allt sumar en þess í stað hef ég dundað mér við að lagfæra hann og mála. Fleytan lítur nú út eins og ný úr kassanum. En ég hugsa að ég skelli bátnum niður um helgina bara svona til að segjast hafa siglt honum hér um fjörðinn.

Í fyrramálið fer ég út með sænskum blaða-og ljósmyndurum á sjóinn til að finna stóra fiska en þeir settu í 11 kg lúðu (100 sm langa) hér rétt fyrir utan höfnina á Suðureyri í fyrrakvöld sem segir að þessar lúður geta leynst allstaðar. Veðurspáin er góð, logn og renniblíða um allan sjó. Frábært að komast á sjóinn í heilan dag með sérfræðingum frá Svíþjóð en við spyrjum að leikslokum hver verður sérfræðingur á morgun. IMG_7151Vonandi náum við 20 kg + þorskum, skötusel, steinbít og rauðsprettu svo ég tali nú ekki um hlýrann sem þeir hafa á óskalistanum sínum næst á eftir stórlúðunni.

Læt meira hér inn um helgina ef eitthvað markvert gerist á sjónum. Annars er síðan heljarinnar matarboð hjá Oddnýju frænku og Ingólfi en ég bauðst til að halda alvöru villibráðarveislu þar sem boðið verður uppá t.d. sjávarréttaspjót, hrefnuspjót, hreindýrakjöt, reyktar stokkandabringur, heitreykta grágæs, gæsa- og hreindýraliframús, villisveppasósu með púrtvíni og koníaki, léttsteiktar heiðagæsabringur og eðal-rauðvín frá Frakklandi. Kannski að ég segi lítillega frá því líka ef vel tekst til með veisluna.Brudkaup 31

Nóg að sinni

Róbert 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gæti vel hugsad mér ad vera í tessari veislu tinni ummmmm.Alltaf jafn ævintýralegt kringum tig Róbert minn.

Knús á tig inn í veisluhöldin og sjóferdirnar.

Gudrún Hauksdótttir, 8.8.2008 kl. 04:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband