Leita í fréttum mbl.is

Í grillveislu til litlu systur í Bolungarvík

Anna María systir mín og fjölskylda í Bolungarvík bauð mér í grillveislu í gærkveldi (sunnudag) og varGummi, Anna og Anna Lind það kærkomið tækifæri til að hitta þau öll á þessum fallega og sólríka sunnudegi. Gummi grillaði lambakjöt sem er náttúrulega langbesta kjötið á grillið. Á meðan Gummi var að grilla tók ég eina skák við frænku mína Ingibjörgu sem er víst mjög efnileg í taflmennsku á sínum aldri. Skákin byrjaði ágætlega en svo fór verulega að halla á mína menn og svo var kallað "Matur" og þá var ég fljótur að standa upp og sagði við frænku mína "Klárum skákina eftir matinn"

Maturinn smakkaðist sérdeilis vel og svo sátum við þarna og spjölluðum saman, ég, Anna María, Gummi, Tinna, Ingibjörg og Anna Lind. Tinna kom rennblaut heim en krakkarnir voru að leika sér í ánni við brúna og nutu þess að vera úti í góða veðrinu. Ingibjörgu Robert og Anna Lindleiddist að bíða með skákina eftir matinn og hún spurði því frænda sinn kurteisilega "Robbi, eigum við bara ekki að segja að ég hafi unnið skákina?" -Jújú, sagði ég enda vissi ég að orrustan var gersamlega töpuð. Ég þurfti bara aðeins að jafna mig á því að svona ung stúlka gæti unnið mig í skák.

Þegar ég ætlaði að kveðja var Anna Lind komin í stígvél og vildi koma með frænda sínum á Suðureyri. Og auðvitað tók ég mynd af henni, þessari litlu sætu dúllu með rauða hárið. Alger krúsidúlla. Svo kvaddi ég þau öll og hlakka til að hitta þau aftur. Það er reyndar ekki nema 30 mín akstur frá Suðureyri til Bolungarvíkur, þannig að við eigum örugglega eftir að hittast oft í sumar.Anna Lind

Kveðja

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Róbert, litla frænka er ekki beint rauðhærð!  Hún er með það fallegasta kastaníu rauð-brúna hár sem ég hef séð

Sigrún Jónsdóttir, 27.5.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband