Leita í fréttum mbl.is

Beitt fyrir stórlúðu

Í dag kíkti ég inn í skemmuna hans Valla á Suðureyri og þar var minn maður að beita á Haukalóð. Valli beitir á HaukalóðÆvar Einars varð sér úti um eitt bjóð og skiptust þeir á að beita. Þeir skáru niður smáufsa, sára og rauðmaga sem þeir beittu á krókana. Stefnt er að leggja línuna með kvöldinu hér fyrir utan og ég mun fljóta með og taka nokkrar myndir af þeim köppum. Ef veður leyfir, þá drögum við línuna annað kvöld. Það verður því spennandi að sjá hvað kemur upp. Meira um það síðar.

Í gærdag setti einn Þjóðverji í 40-50 kg lúðu sem kom upp á eftir litlum þorski sem hann var að Olli med raudmagadraga inn. Lúðan gleypti þorskinn og festi sig á krókinn í leiðinni. Mikil hamagangur var um borð því það er ekki á hverjum degi sem menn setja í stóra lúðu. En því miður, þá slapp lúðan og synti niður í sandinn eftir stutta en snarpa baráttu. Þessar fréttir hleypti miklu "lúðuæði" af stað og þegar ég skrapp hér útfyrir eftir hádegið mátti sjá fjölmarga báta á grunnslóðinni og allir voru þeir að reyna við lúður. Vonandi ná þeir einhverri lúðu í dag eða næstu daga.

Einn bátur náði 6 kg lúðu í Önundarfirði í gærdag og var hún étinn um kvöldið í matarveislu 22 kg þorskurÞjóðverjanna. Þannig að þetta er vonandi allt að bresta á. Þegar ég kíkti á höfnina seint í gærkveldi hitti ég þrjá kalla sem voru að koma inn og tveir af þeim náðu vænum þorskum, eða 16 kg og 22 kg að þyngd. Voru þetta stærstu þorskar sem þeir höfðu veitt. Alltaf gaman að sjá þá þegar þeir lýsa viðureigninni fyrir mér. En ég smellti af þeim myndum sem fylgja hér.

Læt þetta duga að sinni. Maður er öllum stundum við höfnina að fylgjast með þessum köllum og auðvitað gerast ævintýri af og til og þá er um að gera að njóta þess með þeim og samgleðjast. Kem með frekari fréttir um leið og eitthvað gerist með lúðurnar, hvort sem þær veiðast á Haukalóðina eða á sjóstöng. Ég held, svei mér þá, að það sé komið sumar.16 kg þorskur

Með Suðureyrarkveðju

Róbert Schmidt
S: 840-4022


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.Róbert.

Skemmtileg færsla,ég hef mist "lok" og þá varð uppi fótur og fár.

En ég lifði af missirinn.

Góðar kveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband