Færsluflokkur: Bloggar
15.12.2008 | 12:20
Mögnuð skötuveisla Súgfirðinga
Kveðja
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2008 | 12:18
Skötuveisla í kvöld og jólahlaðborð á morgun
Í hádeginu á morgun verður svo hinn árlegi Jólafundur Hins íslenska byssuvinafélags haldinn í Litlu Brekku þar sem við félagar snæðum jólahlaðborð fyrir fundinn. Í þessu ágæta félagi eru 38 félagar og venjulega mæta 24-28 félagar sem er góð mæting og oft glatt á hjalla. Við stjórnarmenn ákváðum að félagið skyldi niðurgreiða matinn um 50% í kreppunni í stað þess að gefa jólagjafir þetta árið. Vonandi skilar það sér í aukinni mætingu á morgun.
Þannig að maður verður kannski timbraður alla helv helgina En við sjáum hvað setur. Set inn myndir við fyrsta tækifæri.
Skál og syngjum Súgfirðingar....!
Róbert
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2008 | 13:20
Smákökuþjófar á Aðventu
Það er alveg óhætt að segja að ég sé Söru-fíkill. Sjálfsagt eru margir í svipuðu ástandi en ég held einhvern veginn að ég sé sá alversti sem um getur. Nú er búið að baka fjórfaldar uppskriftir af Sörum á mínu heimili fyrir utan eina gerð með Rise Crispies sem krakkarnir kjósa sér frekar en hinar orginial (sem betur fer) og eftir stendur varla botnfylli í síðasta kökuboxinu í frystikistunni. Það er varla að ég þori að nefna hér tölur en líklega hef ég étið á þessari aðventu um 250-300 Sörur og ekki fitnað eitt gramm . Hefðbundinn Sörutími er á morgnana á milli 08 og 09. En þá laumast ég í frystikistuna og fylli á litla skál, ca 5-8 Sörur í einu og háma þær í mig á meðan ég les forsíðu Fréttablaðsins. Og svo á kvöldin, þá fæ ég stundum "sykurfall" og sogast að frystikistunni. Í nótt fékk ég svo martröð yfir því að bakarofninn er enn bilaður heima og Söru-þurrð á næsta leiti.
Í gamla daga vorum við bræðurnir alveg hrikalegir kökuþjófar og mamma gat bara engan veginn falið fyrir okkur boxin. Við læddumst niður á nóttunni og tæmdum boxin og hömstruðum hver í sínu horni smákökur því þær voru svo góðar. En ég held að það hafi verið spennan sem framkallaði þessa áráttu í okkur systkinunum. Vanilluhringir, súkkulaðibitakökur og loftkökur. En svo fann mamma ráð og læsti kökuboxin inni í stofuskáp og faldi lykilinn. Nú voru góð ráð dýr hjá okkur púkunum. En við vorum fljótir að átta okkur á því að ef við tækjum efstu skúffurnar úr skápnum, þá náðum við að teygja okkur í boxin og að sjálfsögðu voru allar smákökurnar étnar og svo settum við bara tómu boxin aftur á sinn stað og skúffurnar í.
En breyttir tímar eru í dag, því nú er ekkert spennandi að stelast í smákökurnar. Nú má maður bara borða eins og manni lystir alla aðventuna sem og maður gerir. Ég reikna þó með því að það verði bara bökuð einföld uppskrift til viðbótar áður en fjöldinn fer í 500 hjá mér...ussusvei.
Myndin er af honum Arnóri syni mínum þegar hann hjálpaði til við að smakka Sörur þegar hann var ca 2ja ára gamall. Það má greinilega sjá að honum líkar þær vel.
Kveðja
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2008 | 11:21
Mikil matarhelgi að baki
Annars hef ég verið rólegur í blogginu síðustu viku en það gerist sjaldan hjá mér. Læt þetta duga að sinni. Ég setti inn nokkrar myndir frá afmælisboðinu hennar Ólafíu inní Fjölskyldumöppuna á síðunni.
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2008 | 12:39
Veiðum á fjallhænsnum lokið
Kveðja
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2008 | 13:16
Meira af rjúpnaveiðum
Ég veit um marga veiðimenn sem ekki eru búnir að ná jólasteikinni sinni þetta veiðitímabilið en ýmist eru menn uppteknir við annað og komast ekki. Svo getur tíðarfarið sett strik í reikninginn og einmitt þegar menn hafa tíma, þá er óveður. En það jafnast fátt á við að ferðast um landið í vetrarríkinu í rjúpnaleit. Við sjáum hvað setur um helgina. Ég er hæfilega bjartsýnn á veiðina en vona að veðrið verði gott.
Ps. í Jólablaði Morgunblaðsins á morgun (föstudag) kemur stutt viðtal við mig um rjúpnaveiðar og einnig gef ég upp nokkrar uppskriftir af villibráð. Þið kannski kíkið í Moggann í fyrramálið!
Kveðja
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2008 | 14:24
Vestfirskur fiskur hjá Fisherman.is
Kveðja
Róbert
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2008 | 15:33
Góður hittingur
Ég hef sett inn slatta af myndum frá þessum frábæra hittingi í myndasafnið á síðunni en einnig er hægt að smella á eftirfarandi slóð til að sjá þær: http://schmidt.blog.is/album/frandsystkinaparty_2008/
Myndirnar segja meira en þúsund orð.
Kveðja
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.11.2008 | 22:09
Fagurt á fjöllum
Læt þetta duga í bili.
Kveðja
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.11.2008 | 14:09
Eivör er með gull í hálsinum
Ragnhildur Steinunn var með frábæran þátt (Gott kvöld) sl laugardag og tók á móti Eivör og fór yfir feril hennar með aðstoð fjölskyldu hennar og vina. Jogvan kom sterkur inn og hann er líka þessi ekta Færeyingur eins og Eivör. Ég naut mín að horfa á þáttinn og hlusta á tónlistina og sönginn. Allt sem kom fram var glæsilegt. Ég keypti síðasta diskinn hennar (Mannabarn) þar sem hún syngur m.a. vögguvísu til litlu systra sinna (Elísabetu Maríu og Elínborgu) sem mér finnst ótrúlega fallegt lag og er eiginlega uppáhaldslagið mitt með Eivöru í dag. En svo týndi ég disknum og þarf greinilega að kaupa mér annan fljótlega. Það var ógleymanleg stund þegar þær systur komu óvænt í þáttinn, búnar að vera í "felum" á landinu í tvo daga fyrir stóru systur sinni. Tárin runnu af gleði niður kinnar færeysku söngdrottningarinnar og áhorfenda eflaust líka og ekki batnaði ástandið þegar karl faðir hennar kom sem gestur. Ekta færeysk fjölskylduást á skjánum
Það eru einmitt svona þættir sem er virkilega gaman að horfa á. Kærleikur og væntumþykja, trú og von, gleði og söngur. Takk fyrir frábæran þátt Ragnhildur Steinunn og ég held við megum vera stolt að eiga Eivör sem trúverðugan vin frá frændum okkar Færeyjum.
Eins og söngkennari Evarar (Ólöf Kolbrún Harðardóttir) orðaði svo vel í umræddum þætti "Eivör er með gull í hálsinum"
Þeir sem vilja fræðast meira um þessa færeysku söngdrottningu geta farið á www.eivor.com
Ps. Djöfull er maður nú orðin meyr í kreppunni
Kveðja
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Skortsala mikilvæg fyrir verðmyndun
- Inga Sæland fyrir og eftir ráðherrastólinn
- Grallarar á bak við tilboðið
- Íslandsbanki og VÍS í samstarf
- Ríkisstarfsmenn elta vildarpunkta
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka