Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Mögnuð skötuveisla Súgfirðinga

Skötuveislan hjá Eyþóri Eðvarðs á Álftarnesinu var hreint mögnuð enda mættu þar rúmlega 20 39eldhressir súgfirskir karlmenn sem tóku vel á skötunni sem kom frá Jóa Bjarna á Suðureyri en það var fyrirtæki Magnúsar Erlingssonar (MERLO) sem gaf skötuna. Sagðar voru sögur að vestan og ófáar vísur fluttar með tilþrifum í tilefni dagsins. Þess má geta að myndasafnið frá skötuveislunni er nú þegar komið á www.sudureyri.blog.is Þær segja meira en þúsund orð.

Kveðja

Róbert

Skötuveisla í kvöld og jólahlaðborð á morgun

Í kvöld ætla 20 súgfirskir karlmenn að hittast í heimahúsi til að snæða skötu af vestfirskum sið, Hopurinn 900syngja ættjarðarsöngva, segja sögur að heiman og kyrja vísur í tilefni dagsins. Sem sagt, ekta vestfirskt kvöld framundan og mikið fjör í gegnum fnykinn. Reyndar borða ég ekki skötu en hef reynt mikið í gegnum árin en einfaldlega ekki tekist það þótt mig langi rosalega til þess. En ég mun reyna áfram. Þessi hópur er sérlega hress og það verður gaman að mæta til Eyþórs og hitta alla strákana. Reynir bróðir ætlar að rúlla með mér ásamt Sigurþóri. Allt kappar á milli fertugs og fimmtugs að ég held.

Í hádeginu á morgun verður svo hinn árlegi Jólafundur Hins íslenska byssuvinafélags haldinn í Litlu Brekku þar sem við félagar snæðum jólahlaðborð fyrir fundinn. Í þessu ágæta félagi eru 38 félagar og venjulega mæta 24-28 félagar sem er góð mæting og oft glatt á hjalla. Við stjórnarmenn ákváðum að félagið skyldi niðurgreiða matinn um 50% í kreppunni í stað þess að gefa jólagjafir þetta árið. Vonandi skilar það sér í aukinni mætingu á morgun.

Þannig að maður verður kannski timbraður alla helv helgina Cool  En við sjáum hvað setur. Set inn myndir við fyrsta tækifæri.

Skál og syngjum Súgfirðingar....!

Róbert

Smákökuþjófar á Aðventu

Það er alveg óhætt að segja að ég sé Söru-fíkill. Sjálfsagt eru margir í svipuðu ástandi en ég held Arnór bakar sörureinhvern veginn að ég sé sá alversti sem um getur. Nú er búið að baka fjórfaldar uppskriftir af Sörum á mínu heimili fyrir utan eina gerð með Rise Crispies sem krakkarnir kjósa sér frekar en hinar orginial (sem betur fer) og eftir stendur varla botnfylli í síðasta kökuboxinu í frystikistunni. Það er varla að ég þori að nefna hér tölur en líklega hef ég étið á þessari aðventu um 250-300 Sörur og ekki fitnað eitt gramm Cool. Hefðbundinn Sörutími er á morgnana á milli 08 og 09. En þá laumast ég í frystikistuna og fylli á litla skál, ca 5-8 Sörur í einu og háma þær í mig á meðan ég les forsíðu Fréttablaðsins. Og svo á kvöldin, þá fæ ég stundum "sykurfall" og sogast að frystikistunni. Í nótt fékk ég svo martröð yfir því að bakarofninn er enn bilaður heima og Söru-þurrð á næsta leiti.

Í gamla daga vorum við bræðurnir alveg hrikalegir kökuþjófar og mamma gat bara engan veginn falið fyrir okkur boxin. Við læddumst niður á nóttunni og tæmdum boxin og hömstruðum hver í sínu horni smákökur því þær voru svo góðar. En ég held að það hafi verið spennan sem framkallaði þessa áráttu í okkur systkinunum. Vanilluhringir, súkkulaðibitakökur og loftkökur. En svo fann mamma ráð og læsti kökuboxin inni í stofuskáp og faldi lykilinn. Nú voru góð ráð dýr hjá okkur púkunum. En við vorum fljótir að átta okkur á því að ef við tækjum efstu skúffurnar úr skápnum, þá náðum við að teygja okkur í boxin og að sjálfsögðu voru allar smákökurnar étnar og svo settum við bara tómu boxin aftur á sinn stað og skúffurnar í.

En breyttir tímar eru í dag, því nú er ekkert spennandi að stelast í smákökurnar. Nú má maður bara borða eins og manni lystir alla aðventuna sem og maður gerir. Ég reikna þó með því að það verði bara bökuð einföld uppskrift til viðbótar áður en fjöldinn fer í 500 hjá mér...ussusvei.

Myndin er af honum Arnóri syni mínum þegar hann hjálpaði til við að smakka Sörur þegar hann var ca 2ja ára gamall. Það má greinilega sjá að honum líkar þær vel.

Kveðja

Róbert  


Mikil matarhelgi að baki

Helgin hófst með jólahlaðborði á Hótel Selfossi sl föstudag sem var mjög gott og í góðum vinahópi. 1Fór með vinnunni hennar Sæju (Bókhald og skattskil). Skrapp á undan í Veiðisafnið til Palla Reynis með Sigga Björns en Palli hefur stækkað safnið um helming. Á laugardeginum fór ég svo á Madagascar 2 með Róberti og þremur öðrum börnum og ég skemmti mér líklega betur en börnin á þeirri mynd. Mæli með henni. Pizzu-veisla um kvöldið og síðan kom Viðar vinur minn frá Bíldudal í heimsókn og dró mig aðeins út á lífið. Sunnudagurinn byrjaði með barnaafmæli hjá frænku minni, Ólafíu Rún sem varð 9 ára. Ólafía er dóttir hennar Jónu systur. Mamma og Andrés mættu, Andrés bróðir, Reynir bróðir, ég og Sæja og Róbert jr, Sólrún Petra, Gunnar frændi, Anna Maggý ofl. Um kvöldið var svo matarboð heima en þá komu Arnór, Berglind og Gunna Dóra í grill en ég lét mig hafa það að húrast úti á svölum í snjókomu og kulda með grillið í gangi og grillaði kjúklingastrimla, svínakjöt og lambakjöt. Róbert jr og Þórunn Hanna voru líka við borðið ásamt húsfreyjunni.12

Annars hef ég verið rólegur í blogginu síðustu viku en það gerist sjaldan hjá mér. Læt þetta duga að sinni. Ég setti inn nokkrar myndir frá afmælisboðinu hennar Ólafíu inní Fjölskyldumöppuna á síðunni.

Róbert

Veiðum á fjallhænsnum lokið

Jæja, þá er veiðum á fjallhænsnunum lokið þetta árið en veiðitímabilinu lauk sl sunnudag 30 nóv. 10eins venja er, þá fór ég síðustu tvo dagana og tók Unnstein vin minn með eins og svo oft en við vinirnir höfum veitt ágætlega saman í vetur. Núna fórum við í Reykhólasveitina og veiddum bæði laugardag og sunnudag í fallegu landslagi, kjarrlendi og flottar fjallshlíðar. Náðum 27 rjúpum saman og vorum sáttir við "slúttið". Grilluðum humar og gæs, rauðvín og flottheit og svo var skálað fyrir lok veiðitímabils á rjúpu þetta árið. Nú taka við anda- og skarfaveiðar eftir áramótin og á meðan þangað til reynir maður að trappa sig niður og vinda af sér rjúpnadraumunum sem haldið hafa manni vakandi meira og minna allan nóvembermánuð.

Kveðja

Róbert

Meira af rjúpnaveiðum

Senn fer rjúpnaveiðitímabilinu að ljúka en síðasti veiðidagurinn er nk sunnudag. Líklegt er að maður Robbi rjupaskelli sér eitthvað um helgina, líklega vestur á bóginn í einhverja kjarrbrúska með góðum félaga. Tímabilið hefur verið nokkuð sérstakt. Ég hef bæði farið um Vesturland, Vestfirðina, Norðurland og nú síðast í uppsveitir Suðurlands og séð mismikið af fugli á hverjum stað. Mest var fyrir vestan og minnst fyrir norðan. Það er alltaf spennandi að fara á ný svæði til að víkka sjóndeildarhringinn aðeins en auðvitað fer maður alltaf á sömu slóðir ár eftir ár sem gefið hafa vel frá upphafi. Nú styttist hver dagur þegar líður á desember og göngutúrinn skreppur saman, úr 7-8 tímum niður í 4-5 tíma á dag.

Ég veit um marga veiðimenn sem ekki eru búnir að ná jólasteikinni sinni þetta veiðitímabilið en ýmist eru menn uppteknir við annað og komast ekki. Svo getur tíðarfarið sett strik í reikninginn og einmitt þegar menn hafa tíma, þá er óveður. En það jafnast fátt á við að ferðast um landið í vetrarríkinu í rjúpnaleit. Við sjáum hvað setur um helgina. Ég er hæfilega bjartsýnn á veiðina en vona að veðrið verði gott.

Ps. í Jólablaði Morgunblaðsins á morgun (föstudag) kemur stutt viðtal við mig um rjúpnaveiðar og einnig gef ég upp nokkrar uppskriftir af villibráð. Þið kannski kíkið í Moggann í fyrramálið!

Kveðja

Róbert

Vestfirskur fiskur hjá Fisherman.is

Fisherman á Suðureyri hefur nú hafið sölu á frystum fiskafurðum m.a. ýsu, þorsk, steinbít og rækju. bobbylogoidEinnig er hægt að kaupa reyktan rauðmaga, herta ýsu og steinbít. Ég hvet alla til að kíkja á heimasíðu www.fisherman.is og skoða verðin og úrvalið. Mér sýnist verðið líka vera gott. Fyrir þá sem hafa áhuga, kíkið á eftirfarandi slóð: http://fisherman.is/panta_fisk.asp

Kveðja

Róbert

Góður hittingur

Við systkinabörnin héldum skemmtilega veislu í gærkveldi hjá Reyni bróðir á Kjalarnesinu og var vel 32mætt þrátt fyrir að það vantaði um 10 úr hópnum. Hver fjölskylda mætti með eitthvað á hlaðborðið og svo voru sagðar sögur og hlegið allt kvöldið og gamlar myndir skoðaðar. Þessi hittingur var mjög góður og var ákveðið að stefna að ættarmóti í júlí á næsta ári en dagsetningin verður send út í desember.

Ég hef sett inn slatta af myndum frá þessum frábæra hittingi í myndasafnið á síðunni en einnig er hægt að smella á eftirfarandi slóð til að sjá þær: http://schmidt.blog.is/album/frandsystkinaparty_2008/

Myndirnar segja meira en þúsund orð.

Kveðja

Róbert

Fagurt á fjöllum

Vaknaði snemma í morgun og græjaði mig til rjúpnaveiða í snarhasti og brunaði í Borgarfjörðinn meðRjupa bros á vör. Vissi eiginlega ekkert hvernig snjóalögin voru á fjallinu og ákvað að láta ferðina bara ráðast hvernig sem færi. Það var mjög kalt í fjallinu í morgun og NV 15 m/sek sem gerði gönguna enn erfiðari þrátt fyrir lítinn snjó. Það var hálfgerður grámi á fjöllum í dag og erfitt að leita af fuglinum sem gat leynst allstaðar. Í fyrstu lotu gekk ég í 4 tíma og fór hratt yfir og víða. Engin fugl að sjá og ég skellti mér aftur í bílinn. Keyrði svo upp eftir þar til vegurinn endar og hljóp þar í hlíðina í 3 tíma og var kominn í bílinn rétt fyrir kl 17.00. í ferðinni sá ég eina rjúpu og skaut hana. Blessuð sé minning hennar. Þrátt fyrir litla veiði fékk ég mikla hreyfingu og útiveran var kærkomin á fyrsta rjúpnaveiðidegi vikunnar. Framundan er svo rjúpnaveiðiferð hjá Hinu íslenska byssuvinafélagi eða næstu þrjá daga. Alls verða 16 félagar í ferðinni og munum við gista í þremur sumarbústöðum í SolarlagÚthlíð. Reyndar veiði ég ekki sunnudaginn og fer í bæinn seinni partinn á laugardeginum beint á Kjalarnesið til Reynis bróður en um kvöldið munum við frændsystkinin hittast og eiga góða kvöldstund.

Læt þetta duga í bili.

Kveðja

Róbert

Eivör er með gull í hálsinum

Færeyingar geta verið stoltir að eiga hana Eivör Páls. Sjaldan hef ég séð aðra eins söngkonu og Eivorhana. Hún semur frábær ljóð og lög, leikur á gítar af snilld og söngur hennar kemur frá dýpstu rótum hjarta hennar. Svo er hún svo færeysk að það hálfa væri nóg. Þessi 25 ára gamla söngkona frá Klakksvík er stolt af uppruna sínum og er innileg og ófeimin við að vera hún sjálf. Eivör hætti í námi á sínum tíma til að halda áfram að syngja og læra tónlist. Hún ólst upp við söng á heimili sínu en þær mæðgur sungu mikið saman á hennar uppvaxtarárum. Margir gætu tekið hana til fyrirmyndar hvort sem það eru óbreyttir borgarar eða aðrir starfandi tónlistarmenn. Eivör syngur með öllum líkama sínum um lífið og ástina sem snertir okkur öll. 

Ragnhildur Steinunn var með frábæran þátt (Gott kvöld) sl laugardag og tók á móti Eivör og fór yfir feril hennar með aðstoð fjölskyldu hennar og vina. Jogvan kom sterkur inn og hann er líka þessi ekta Færeyingur eins og Eivör. Ég naut mín að horfa á þáttinn og hlusta á tónlistina og sönginn. Allt sem kom fram var glæsilegt. Ég keypti síðastaEivor 2 diskinn hennar (Mannabarn) þar sem hún syngur m.a. vögguvísu til litlu systra sinna (Elísabetu Maríu og Elínborgu) sem mér finnst ótrúlega fallegt lag og er eiginlega uppáhaldslagið mitt með Eivöru í dag. En svo týndi ég disknum og þarf greinilega að kaupa mér annan fljótlega. Það var ógleymanleg stund þegar þær systur komu óvænt í þáttinn, búnar að vera í "felum" á landinu í tvo daga fyrir stóru systur sinni. Tárin runnu af gleði niður kinnar færeysku söngdrottningarinnar og áhorfenda eflaust líka og ekki batnaði ástandið þegar karl faðir hennar kom sem gestur. Ekta færeysk fjölskylduást á skjánum Wink

Það eru einmitt svona þættir sem er virkilega gaman að horfa á. Kærleikur og væntumþykja, trú og von, gleði og söngur. Takk fyrir frábæran þátt Ragnhildur Steinunn og ég held við megum vera stolt að eiga Eivör sem trúverðugan vin frá frændum okkar Færeyjum.

Eins og söngkennari Evarar (Ólöf Kolbrún Harðardóttir) orðaði svo vel í umræddum þætti "Eivör er með gull í hálsinum"

Þeir sem vilja fræðast meira um þessa færeysku söngdrottningu geta farið á www.eivor.com


Ps. Djöfull er maður nú orðin meyr í kreppunni Blush

Kveðja

Róbert

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband