Leita í fréttum mbl.is

Góður hittingur

Við systkinabörnin héldum skemmtilega veislu í gærkveldi hjá Reyni bróðir á Kjalarnesinu og var vel 32mætt þrátt fyrir að það vantaði um 10 úr hópnum. Hver fjölskylda mætti með eitthvað á hlaðborðið og svo voru sagðar sögur og hlegið allt kvöldið og gamlar myndir skoðaðar. Þessi hittingur var mjög góður og var ákveðið að stefna að ættarmóti í júlí á næsta ári en dagsetningin verður send út í desember.

Ég hef sett inn slatta af myndum frá þessum frábæra hittingi í myndasafnið á síðunni en einnig er hægt að smella á eftirfarandi slóð til að sjá þær: http://schmidt.blog.is/album/frandsystkinaparty_2008/

Myndirnar segja meira en þúsund orð.

Kveðja

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er flottur hópur.  Hvor ættleggurinn er þetta?

Sigrún Jónsdóttir, 23.11.2008 kl. 17:46

2 identicon

Þetta var mjög skemmtilegur hittingur og gaman að sjá frændur og frænkur sem maður hittir allt of sjaldan.  Svo sannarlega komin tími til að halda ættarmót hjá þessari stóru ætt. 

Takk Reynir og Ingveldur fyrir að taka þennan stóra hóp inná heimili ykkar :)

Hlakka til að hitta alla næsta sumar!

kv Helga frænka

Helga Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 09:44

3 Smámynd: Róbert Guðmundur Schmidt

Sæl Sigrún,

Þetta er í móðurlegginn, Halldór Ág Gunnarsson og Bryndís Helgadóttir, sem sagt barnabörn þeirra. Þarna vantar amk 10 manns inná myndina, þannig að við erum mörg.

Takk fyrir að commenta á þetta Helga. Þú ert sú eina sem hefur gert það.

Kveðja

Róbert

Róbert Guðmundur Schmidt, 24.11.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband