Leita í fréttum mbl.is

Fagurt á fjöllum

Vaknaði snemma í morgun og græjaði mig til rjúpnaveiða í snarhasti og brunaði í Borgarfjörðinn meðRjupa bros á vör. Vissi eiginlega ekkert hvernig snjóalögin voru á fjallinu og ákvað að láta ferðina bara ráðast hvernig sem færi. Það var mjög kalt í fjallinu í morgun og NV 15 m/sek sem gerði gönguna enn erfiðari þrátt fyrir lítinn snjó. Það var hálfgerður grámi á fjöllum í dag og erfitt að leita af fuglinum sem gat leynst allstaðar. Í fyrstu lotu gekk ég í 4 tíma og fór hratt yfir og víða. Engin fugl að sjá og ég skellti mér aftur í bílinn. Keyrði svo upp eftir þar til vegurinn endar og hljóp þar í hlíðina í 3 tíma og var kominn í bílinn rétt fyrir kl 17.00. í ferðinni sá ég eina rjúpu og skaut hana. Blessuð sé minning hennar. Þrátt fyrir litla veiði fékk ég mikla hreyfingu og útiveran var kærkomin á fyrsta rjúpnaveiðidegi vikunnar. Framundan er svo rjúpnaveiðiferð hjá Hinu íslenska byssuvinafélagi eða næstu þrjá daga. Alls verða 16 félagar í ferðinni og munum við gista í þremur sumarbústöðum í SolarlagÚthlíð. Reyndar veiði ég ekki sunnudaginn og fer í bæinn seinni partinn á laugardeginum beint á Kjalarnesið til Reynis bróður en um kvöldið munum við frændsystkinin hittast og eiga góða kvöldstund.

Læt þetta duga í bili.

Kveðja

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða skemmtun, bæði á rjúpnaveiðum og með fjölskyldunni

Sigrún Jónsdóttir, 20.11.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband