21.2.2009 | 16:08
Friðrikka Líney Sigurðardóttir
Ég fór í skírn til frænku minnar í dag en þau Kolbrún Elma (frænka mín) og Siggi skírðu litlu
prinsessuna sína í dag því fallega og íslenska nafni Friðrikka Líney. Nafnið Friðrikka kemur frá móður Kolbrúnar sem heitir Valgerður Friðrikka og Líney nafnið kemur frá föður langömmu Sigga. Athöfnin var falleg og hamingjurík. Eftir skírnina var farið í kökuveislu sem haldin var í starfsmannasal Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar en skírnin fór fram í kapellunni á sjúkrahúsinu.
Myndir eru komnar á myndasíðuna. Set fleiri myndir inn þegar ég kem suður. En nú skal skella sér á súgfirskan Góugfagnað með kjamma og co. Tek með mér reyktan lunda og heitreyktan dílaskarf í trogið hjá Grétari frænda og Völu. Hlakka mikið til og set myndir inn eftir helgina.
http://schmidt.blog.is/album/skirn_fridrikku_lineyjar/
Kveðja
Róbert

Myndir eru komnar á myndasíðuna. Set fleiri myndir inn þegar ég kem suður. En nú skal skella sér á súgfirskan Góugfagnað með kjamma og co. Tek með mér reyktan lunda og heitreyktan dílaskarf í trogið hjá Grétari frænda og Völu. Hlakka mikið til og set myndir inn eftir helgina.
http://schmidt.blog.is/album/skirn_fridrikku_lineyjar/
Kveðja
Róbert
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.