Leita í fréttum mbl.is

Tjaldað í skeri um helgina

Loksins að maður kemst á veiðar. Síðustu vikur hafa verið góðar veðurfarslega, vetrarstillur uppá Hilton Hotelhvern dag en á þeim dögum langar manni mest til að vera á veiðum. Undanfarin kvöld er ég búinn að vera að pakka mér í helgarferð sem ég legg í snemma í fyrramálið (laugard) en stefnan er tekin á Hrútafjörðinn en þar ætla ég að veiða skarfa af kajaknum mínum og vonandi hávellur og stokkendur. Íverustaðurinn verður dálítið kuldalegur en ég ætla að tjalda litla tjaldinu mínu í hálfgerðu skeri og eyða þar helginni með bros á vör. Verst að drykkjarvatnið botnfrýs alltaf í þessum vetrarferðum. Smá frostlögur gæti nú bjargað málunum en vatnið verður svo bragðvont þannig Wink

Spáin er nokkuð góð enda reynir maður ekki lengur að veiða á ósléttum sjó, líkt og gert var hér í denn. Betra er að njóta sín í góða veðrinu og veiðarnar ganga líka mun betur á sléttum sjó. Ég get Veidimadurinn og veidinímyndað mér að annað kvöld sitji ég við tjaldið mitt með höfuðljósið, heitt kakó og heitreykta gæsabringu að naga. Smá friðarljós mun loga á skerinu en skarfarnir geta þá aðeins hvílt sig á klöppunum fyrir aftan tjaldið rétt á meðan myrkrið líður í gegnum nóttina áður en næsta orrusta hefst við sólarupprás. Það er sérkennileg tilfinning að kúra í svefnpokanum þarna langt norður í rassgati, aleinn og heyra bárurnar skella á grjótinu og kurrið í skarfinum er svæfandi og þægilegt. Skammt frá eru hólmar sem kallaðir eru Líkhólmar en það truflar mig lítið. Það eina sem gæti truflað mig í skerinu er norðan stormurinn. Einu sinni var ég veðurtepptur í skerinu á öðrum degi vegna öldugangs. En spáin er ágæt bara ef hún stenst.

Jæja, áfram að pakka draslinu í bílinn. Gef kannski ferðasögu í næstu viku ef allt gengur eftir. Ég mun alla vega taka mikið af myndum í þessari ferð, það er alveg á hreinu.

Meðfylgjandi myndir tók ég síðast þegar ég fór í tjaldferð í skerið í febrúar 2007. Veiðin var góð en veðrið var aðeins gott á laugardeginum.

Kveðja

Róbert


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæll Róbert 

ég er einn af þeim sem þú þekkir ekki en kem hér inn reglulega og hef mikið gaman af að lesa blogg þitt um veiðar og vona ég innilega að þú hættir ekki því  það er mjög gaman að lesa skrif þín.

en ég óska þér góðrar veiði í hrútafirðinum og hlakka til að lesa ferðasöguna 

Með kveðju Kristinn V Sveinsson  

Kristinn Sveinsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband