Leita í fréttum mbl.is

Arnór Schmidt 17 ára

Arnór Schmidt, sonur minn varð 17 ára í gær, þann 8. janúar. Kominn á bílprófsaldurinn blessaður arnor_kokkurstrákurinn minn. Arnór fæddist stór og í dag er hann 190 cm eða 12 sm hærri en pabbi sinn, sem seint verður talinn með hærri mönnum. Við feðgar áttum saman skemmtilegan afmælisdag í gær en þá bauð ég honum á Friday's og eins og vænta mátti, þá pantaði hann flotta nautasteik eins og ég gerði að sjálfsögðu líka en við erum miklir kjötmenn feðgarnir. Steikin bragðaðist alveg frábærlega. Eftir það skelltum við okkur á grínmyndina Yes Man í Lúxussal og lágum þar í leðurstólunum með popp og gos og hlógum út alla myndina en hún var virkilega fyndinn. Eftir bíóferðina bauð ég honum í einn ljósatíma hjá Sælunni en móðir hans ætlaði að kaupa fyrir hann flotta ljósfjólubláa skyrtu og bindi sem hann hafði valið fyrr um daginn. Því hann ætlar að vera rosalegur hnakki í afmælinu sínu sem hann heldur uppá í kvöld með vinum sínum.

Já, tíminn líður og maður er orðinn ansi gamall verð ég að segja. Það segja börnin alla vega. En þau eru það besta sem maður á í lífinu og ekkert skemmtilegra en að fylgjast með þeim vaxa úr grasi og verða að stálpuðum unglingum og síðan af fullvaxta persónu sem er tilbúið til að takast á við lífið eins og það er. Berglind, dóttir mín verður 24 ára á þessu ári og minn 44 ára hmmm.

Til hamingju með afmælið elsku Arnór minn.

pabbi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með soninn

Sigrún Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband