Leita í fréttum mbl.is

Litli sprengjusérfræðingurinn

Gamlársdagur og áramótin heppnuðust vel og ekkert óhapp gerðist sem betur fer. Við eyddum 9kvöldinu hjá Ingu og Nonna og fjölskyldu hér í Kópavogi og borðuðum góðan mat. Humarsúpa í forrétt og síðan nýsjálensk nautalund og veislukjúklingur í aðalrétt og svo vegleg marengsterta í eftirrétt. Spennan var gríðarleg hjá Róberti jr og Brynjari en þeir fengu að sprengja dálítið af smá flugeldum og öðru dóti eftir matinn. Svo var horft á Skaupið sem var alveg ágætt en of mikið af pólitík fyrir minn smekk. Minn klæddi sig síðan í frakkann og húfu á skallann og ætlaði aldeilis að sprengja upp Troðna-pakkann sem ég keypti fyrr um daginn hjá Skátunum en viti menn, það voru aðeins tveir flugeldar eftir í kassanum og ég kallaði á þann stutta til að svara til saka. 23"Hvar eru allir flugeldarnir sem voru í kassanum?" -Ég er búinn að sprengja þá-svaraði sá stutti með undrunarsvip. Ég ákvað að láta gott heita og við fórum svo öll saman út að enda götunnar þar sem útsýnið var mikið yfir Kópavoginn og að auki sáum við til Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Reykjavíkur.

En auðvitað voru Nonni og co með slatta af sprengidóti og því var öllu fuðrað upp í loftið í tilefni dagsins. Ég hef aldrei áður skotið bara tveimur flugeldum upp á Gamlárskvöldi en sá stutti sá algerlega um það verkefni og nú er það spurningin; er hann tekinn við af gamla sem sprengisérfræðingur að ári?18

Svo var djammað eitthvað frameftir nóttu eins og sjá má á áramótamyndunum á myndasíðunni.

Gleðilegt ár

Róbert
  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha snillingur sá stutti, ekki gleyma að þeim yngri finnst þetta mikklu skemmtilegra en þeim sem eldri eru :)

Gaman að lesa bloggin þín bróðir...

Kv.Andrés Junior

Andrés Garðar (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband