20.11.2008 | 22:09
Fagurt á fjöllum
Vaknaði snemma í morgun og græjaði mig til rjúpnaveiða í snarhasti og brunaði í Borgarfjörðinn með bros á vör. Vissi eiginlega ekkert hvernig snjóalögin voru á fjallinu og ákvað að láta ferðina bara ráðast hvernig sem færi. Það var mjög kalt í fjallinu í morgun og NV 15 m/sek sem gerði gönguna enn erfiðari þrátt fyrir lítinn snjó. Það var hálfgerður grámi á fjöllum í dag og erfitt að leita af fuglinum sem gat leynst allstaðar. Í fyrstu lotu gekk ég í 4 tíma og fór hratt yfir og víða. Engin fugl að sjá og ég skellti mér aftur í bílinn. Keyrði svo upp eftir þar til vegurinn endar og hljóp þar í hlíðina í 3 tíma og var kominn í bílinn rétt fyrir kl 17.00. í ferðinni sá ég eina rjúpu og skaut hana. Blessuð sé minning hennar. Þrátt fyrir litla veiði fékk ég mikla hreyfingu og útiveran var kærkomin á fyrsta rjúpnaveiðidegi vikunnar. Framundan er svo rjúpnaveiðiferð hjá Hinu íslenska byssuvinafélagi eða næstu þrjá daga. Alls verða 16 félagar í ferðinni og munum við gista í þremur sumarbústöðum í Úthlíð. Reyndar veiði ég ekki sunnudaginn og fer í bæinn seinni partinn á laugardeginum beint á Kjalarnesið til Reynis bróður en um kvöldið munum við frændsystkinin hittast og eiga góða kvöldstund.
Læt þetta duga í bili.
Kveðja
Róbert
Læt þetta duga í bili.
Kveðja
Róbert
Athugasemdir
Góða skemmtun, bæði á rjúpnaveiðum og með fjölskyldunni
Sigrún Jónsdóttir, 20.11.2008 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.