6.10.2008 | 12:22
Svartfuglsfjör í október
Helgin var í meira lagi sérstök. Ætlaði í Hrútafjörð á gæsaveiðar um helgina en þegar þangað var komið á föstudeginum var allt á kafi í snjó og þar fyrir utan snjóaði og skóf með látum að varla sást á milli bæja. Eftir nokkur símtöl í Skagafjörð var ákveðið að halda þangað í von um að fleiri gæsir væru þar á flugi en í Hrútafirði. Stórhættuleg hálka var á leiðinni og litlu munaði að illa færi þegar ég missti jeppann þvert á veginn þar sem tveir fólksbílar komu á móti ásamt stórum flutningabíl. Einhvern veginn í andskotanum náði ég að afstýra árekstri og ég heyrði hjartað mitt slá fast og ört í gegnum útvarpstónlistina. Já, það má oft litlu muna í lífinu. Ég hafði gleymt að setja í fjórhjóladrifið og því rann hann til þegar ég steig léttilega á olíugjöfina. Eftir það hélt D-Maxinn sig á veginum.
Það fór lítið fyrir gæsinni á Marbæli í Skagafirði enda snjór yfir öllu þar í kring. Ég hitti Jónu systir og Birkir sem voru í helgarfríi og til að hitta foreldra og systkini Birkis á Marbæli. Bjart var yfir Skagafirði með sól í heiði en hrikalega kalt. Eftir hádegið á laugardeginum bauð Steinar Péturs mér á svartfuglsveiðar sem ég þáði með þökkum. Með Steinari komu dætur hans, þær Hrefna og Brynhildur sem voru sérlegir aðstoðarmenn/konur um borð og Hrefna sá um skipstjórnina og Brynhildur háfaði upp svartfuglinn eins og hún hafði ekkert annað gert um ævina. Ekki má gleyma skipshundinum honum Zorro sem reyndar hélt sig inni í stýrishúsinu alla tímann og var frekar ósáttur við byssuhvellina. Veðrið lagaðist eftir því sem leið á daginn og 32 fuglar lágu í kistunni í lok dags sem var bara fínasti afli miðað við árstíma. Mest var þetta langvía, hringvía og teista. Eftir sjóferðina var okkur boðið í afmæliskaffi til Sonju og Magga en Sonja varð 36 deginum á undan. Ég skreið í koju snemma enda var ræs kl 05.00 að morgni.
Sunnudagurinn var fallegur í morgunbirtunni en ekkert bólaði á gæsunum. En við náðum fimm stokköndum sem var smávegis sárabót. Undir hádegið var pakkað saman á akrinum og haldið inn á Krók. Gæsaveiðiferðin endaði þannig að mest var veitt af svartfugli, svo af önd og ein grágæs rak lestina.
Læt fylgja nokkrar myndir hér frá laugardeginum. Set líka fleiri myndir í Veiðialbúmið á síðunni.
Róbert
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Ferðamaður lést skammt frá Hrafntinnuskeri
- Eldur kviknaði í tveimur bátum í Bolungarvík
- Myndar eldgos með ofurdróna
- Myndir: Líf og fjör á Mærudögum
- Brú fannst undir Suðurlandsbraut
- Ekkert augnablik eins og annað
- Töluvert betra en við áttum von á
- Bókaormur rekur bókabúð
- Merkúr Máni vann til bronsverðlauna
- Dúxaði í verkfræði við Imperial-háskóla
Erlent
- Meta bannar pólitískar auglýsingar
- Minnst ellefu særðust í árás í Walmart
- Ísraelsher stöðvaði hjálparbátinn Handala
- Finnar staupa sig á rafskútunum
- Kalla eftir tafarlausu vopnahléi
- Verkföll setja flugsamgöngur úr skorðum
- Yfirborðshiti allt að 23,8 gráður
- Aldrei upplýstur um að nafn hans væri í skjölunum
- Afstaðan óbreytt: Palestína ekki sjálfstætt ríki
- Bjargaði færri mannslífum en fyrst var talið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.