Leita í fréttum mbl.is

Af stórþorskum

Enn koma Þjóðverjarnir að landi með stórþorska. Í gær veiddi 66 ára Þjóðverji sinn stærsta fisk á 22 kg torskur 4ævi sinni en það var 22 kg þorskur (135 sm að lengd) hér fyrir utan Súgandafjörðinn. Það gekk mikið á við að ná tröllinu inn og það endaði með því að veiðihjólið gaf sig og brotnaði. Þeir náðu þó að handdraga gaurinn upp og þegar félagar hans ætluðu að gogga hann inn fyrir, þá brotnaði goggurinn líka. En sá gamli var hamingjusamur með veiðina enda um að ræða stærsta fisk sem hann hefur veitt á sinni lífsleið. Það var farið með bjórkassa í húsið þeirra í gærkveldi því skála átti fyrir þorskinum og veiðimanninum gamla. Myndin er tekin í morgun þegar við vorum að landa úr bátnum en þeir öfluðu 300 kg af þorski eftir daginn.

Eins eru þeir að veiða stóra steinbíta sem línubátarnir eru ekki að fá um þessar mundir. Steinbítarnir eru frá 6-10 kg þeir stærstu. Í fyrra veiddust ekki svona stórir steinbítar að sögn þeirra sem þekkja Robbi 22 kg torskur IIvel til. Það var margmenni á höfninni í morgun að fylgjast með lönduninni og svo kom sá gamli og tók stórþorskinn í fangið og ég tók mynd af kappanum. Meira síðar.

Kveðja að vestan

Robbi þorskur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt, kvitt, gaman hjá þér í nýju vinnunni þinni.

Hafið það sem best í firðinum fagra, Súgandafirði.

Kveðja af Skaganum 

Anna Bja (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 20:29

2 identicon

Sæll Róbert.

Sögðu ekki fiskifræðingar að þessi kynslóð af þorskum væri ekki til og sem meira var að það væri þrautreynt og um leið sannað að þeir væru útdauðir.(á land komnir).

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 03:28

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Kveðja vestur

Sigrún Jónsdóttir, 13.5.2008 kl. 13:11

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er greinilega meirháttar sprell.

Sigurjón Þórðarson, 17.5.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband