24.4.2008 | 12:47
Í faðmi hárra fjalla
Jæja, þá er ég kominn heim fjörðinn minn góða. Ferðin vestur gekk vel nema Hestakleifin var frekar leiðinleg eins og alltaf á vorin. En að öðru leiti var gott að keyra Djúpið. Fallegt veður, sól og heiðskýrt, logn og þægilegur hiti. Það var mikill snjór á Steingrímsfjarðarheiðinni og það sama má segja í fjöllunum heima og í kring. Alltaf gaman að koma aftur heim.
Ég tók nokkrar myndir í Súgandafirði en mun bæta fleirum í myndasafnið von bráðar. Læt þetta duga að sinni. Er eiginlega ekki kominn í netsamband ennþá en það rætist vonandi úr því um helgina. Meira síðar.
Með kveðju að vestan
Ég tók nokkrar myndir í Súgandafirði en mun bæta fleirum í myndasafnið von bráðar. Læt þetta duga að sinni. Er eiginlega ekki kominn í netsamband ennþá en það rætist vonandi úr því um helgina. Meira síðar.
Með kveðju að vestan
Athugasemdir
Velkomin "heim" Róbert minn og ég óska þér gleðilegs sumars.
Sigrún Jónsdóttir, 24.4.2008 kl. 14:22
Gleðilegt sumar kallinn....skrifa það hérna þar sem þú stakkst af suður aftur og ég sá þig ekki á hjólarúntinum í dag. Vonandi gengur vel "heim" á morgun, já og mátt alveg óska honum Reyni bróður þínum til hamingju með dóttluna sína frá mér.
Halldóra Hannesdóttir, 24.4.2008 kl. 17:33
Sæll .
Römm er "HEIMTAUGIN".
Gleðilegt sumar.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.