17.3.2008 | 17:27
Boltar og brotnir kertastjakar
Eins og alltaf, þá eru boð og bönn á öllum heimilum. Það má t.d. ekki sparka bolta í stofunni og passa þarf sérstaklega að kerti séu ekki í skotlínunni. Ég er margbúinn að þruma þessu yfir strákana mína þegar þeir eru í boltaleik í íbúðinni. En eldhúsið er eiginlega utan þessara marka ef svo má að orði komast. Þar förum við feðgarnir oft í leikinn Grísinn í miðjunni Þá er einn í miðjunni og reynir að stöðva bolta sem hinir tveir reyna að senda á milli sín. Nú, sá sem klikkar, fer í miðjuna að sjálfsögðu. Gott og vel. Eldhúsklukkan hefur enn ekki brotnað né eldhúsglugginn eða annað sem brothætt telst þar inni, þrátt fyrir langan boltaferil okkar feðga þar inni.
Í gærdag var von á gestum í matarboð. Mamma og Andrés, Gústi bróðir minn og Berglind dóttir mín voru á leiðinni. Synirnir, Arnór 16 ára og Róbert jr 8 ára, voru í eldhúsinu í boltaleik og ég lá í sófanum að horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu. Sá yngri kemur síðan hlaupandi til mín og fer eitthvað að þvælast fyrir sjónvarpinu. Stríðir pabba sínum dálítið og ég gríp lítinn svampbolta og þykist henda honum í þann stutta, sem þá stekkur af stað inn ganginn. Við það tekur sig upp gamalt glott á mínum og ég læt svampboltann vaða á eftir þeim litla. En þegar boltinn er hálfnaður í boga áleiðis inn ganginn sé ég að búið var að tendra kerti í stórum glerkertastjökum sem höfðu stóran belg og voru jólagjöf til konu minnar frá bróðir hennar forðum daga. Kertastjakarnir voru þrír og stóðu á kommóðunni við gangvegginn. Ég greip fyrir andlit mitt og um leið hafnaði svampboltinn beint í einum gler kertastjakanum sem féll síðan á einn til viðbótar og báðir flugu þeir á parketið með þvílíkum brothljóðum svo glerbrotin spýttust í allar áttir. Kertavax útum allt og svo kom stutt og afgerandi þögn. Það þarf ekki að segja mikið um það hver var hundskammaður fyrir þetta. Það mátti líka sjá glott í augum sona minna eftir á þar sem þeir sátu grafkyrrir, alsaklausir englarnir. Gestirnir hringdu dyrabjöllunni og mamma sagði um leið og hún sá mig: Hva, minn bara að sópa og allt. Voðalega ertu myndarlegur.
Já, stundum breytist maður í barn og stundum er ansi grunnt á prakkaranum í manni eins og dæmin sanna. Ég var tekinn á teppið fyrir þessa vanhugsuðu leikfléttu sem verður varla endurtekin í bráð. Og núna heyrist frá húsfreyjunni úr eldhúsinu: Strákar og þú Róbert líka, það er bannað að vera með bolta í stofunni. Er það SKILIÐ?
Ps. myndin sýnir þennan eina sem eftir er heill. Annar er liggjandi og brotin í tvennt og sá þriðji fór í frumeindir.
Góðar stundir
Í gærdag var von á gestum í matarboð. Mamma og Andrés, Gústi bróðir minn og Berglind dóttir mín voru á leiðinni. Synirnir, Arnór 16 ára og Róbert jr 8 ára, voru í eldhúsinu í boltaleik og ég lá í sófanum að horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu. Sá yngri kemur síðan hlaupandi til mín og fer eitthvað að þvælast fyrir sjónvarpinu. Stríðir pabba sínum dálítið og ég gríp lítinn svampbolta og þykist henda honum í þann stutta, sem þá stekkur af stað inn ganginn. Við það tekur sig upp gamalt glott á mínum og ég læt svampboltann vaða á eftir þeim litla. En þegar boltinn er hálfnaður í boga áleiðis inn ganginn sé ég að búið var að tendra kerti í stórum glerkertastjökum sem höfðu stóran belg og voru jólagjöf til konu minnar frá bróðir hennar forðum daga. Kertastjakarnir voru þrír og stóðu á kommóðunni við gangvegginn. Ég greip fyrir andlit mitt og um leið hafnaði svampboltinn beint í einum gler kertastjakanum sem féll síðan á einn til viðbótar og báðir flugu þeir á parketið með þvílíkum brothljóðum svo glerbrotin spýttust í allar áttir. Kertavax útum allt og svo kom stutt og afgerandi þögn. Það þarf ekki að segja mikið um það hver var hundskammaður fyrir þetta. Það mátti líka sjá glott í augum sona minna eftir á þar sem þeir sátu grafkyrrir, alsaklausir englarnir. Gestirnir hringdu dyrabjöllunni og mamma sagði um leið og hún sá mig: Hva, minn bara að sópa og allt. Voðalega ertu myndarlegur.
Já, stundum breytist maður í barn og stundum er ansi grunnt á prakkaranum í manni eins og dæmin sanna. Ég var tekinn á teppið fyrir þessa vanhugsuðu leikfléttu sem verður varla endurtekin í bráð. Og núna heyrist frá húsfreyjunni úr eldhúsinu: Strákar og þú Róbert líka, það er bannað að vera með bolta í stofunni. Er það SKILIÐ?
Ps. myndin sýnir þennan eina sem eftir er heill. Annar er liggjandi og brotin í tvennt og sá þriðji fór í frumeindir.
Góðar stundir
Athugasemdir
Já þetta getur gerst. Ég er til dæmis alltaf að gala á mínu heimili " hættiði áður en þetta endar með ósköpum". Ég hlýt að vera skyggn því oftar en ekki hef ég rétt fyrir mér
Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 17:36
Hélt að þú værir betri skytta en svo að hitta vitlausa bráð .
Kveðja að vestan.
Ingólfur H Þorleifsson, 30.3.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.