9.1.2009 | 12:58
Arnór Schmidt 17 ára
Já, tíminn líður og maður er orðinn ansi gamall verð ég að segja. Það segja börnin alla vega. En þau eru það besta sem maður á í lífinu og ekkert skemmtilegra en að fylgjast með þeim vaxa úr grasi og verða að stálpuðum unglingum og síðan af fullvaxta persónu sem er tilbúið til að takast á við lífið eins og það er. Berglind, dóttir mín verður 24 ára á þessu ári og minn 44 ára hmmm.
Til hamingju með afmælið elsku Arnór minn.
pabbi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2009 | 12:43
Litli sprengjusérfræðingurinn
Gamlársdagur og áramótin heppnuðust vel og ekkert óhapp gerðist sem betur fer. Við eyddum kvöldinu hjá Ingu og Nonna og fjölskyldu hér í Kópavogi og borðuðum góðan mat. Humarsúpa í forrétt og síðan nýsjálensk nautalund og veislukjúklingur í aðalrétt og svo vegleg marengsterta í eftirrétt. Spennan var gríðarleg hjá Róberti jr og Brynjari en þeir fengu að sprengja dálítið af smá flugeldum og öðru dóti eftir matinn. Svo var horft á Skaupið sem var alveg ágætt en of mikið af pólitík fyrir minn smekk. Minn klæddi sig síðan í frakkann og húfu á skallann og ætlaði aldeilis að sprengja upp Troðna-pakkann sem ég keypti fyrr um daginn hjá Skátunum en viti menn, það voru aðeins tveir flugeldar eftir í kassanum og ég kallaði á þann stutta til að svara til saka. "Hvar eru allir flugeldarnir sem voru í kassanum?" -Ég er búinn að sprengja þá-svaraði sá stutti með undrunarsvip. Ég ákvað að láta gott heita og við fórum svo öll saman út að enda götunnar þar sem útsýnið var mikið yfir Kópavoginn og að auki sáum við til Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Reykjavíkur.
En auðvitað voru Nonni og co með slatta af sprengidóti og því var öllu fuðrað upp í loftið í tilefni dagsins. Ég hef aldrei áður skotið bara tveimur flugeldum upp á Gamlárskvöldi en sá stutti sá algerlega um það verkefni og nú er það spurningin; er hann tekinn við af gamla sem sprengisérfræðingur að ári?
Svo var djammað eitthvað frameftir nóttu eins og sjá má á áramótamyndunum á myndasíðunni.
Gleðilegt ár
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.12.2008 | 10:34
Vínþjófar á ferð á Gamlársdag
Flestir landsmenn fagna saman á Gamlárskvöldi til að kveðja gamla árið og taka á móti því nýja með bros á vör og þá er gjarnan skálað í kampavíni eða öðru léttu áfengi, þótt margir kjósi sér áfengislaus áramót, sem er líka góður siður. Ég gleymi því seint þegar við fjölskyldan komum heim af brennu hér í Kópavogi ásamt annarri fjölskyldu sem eyddi með okkur kvöldinu, að öllu áramótavíninu okkar sem við geymdum á svölunum hafði verið stolið af unglingum úr hverfinu. Léttvín, freyðivín og bjór, allt horfið og maður varð dapur um stund og sérstaklega þegar hugsað var til þess að utanaðkomandi aðilar klifra uppá svalirnar á heimilinu og ræna gleðivökvanum á þessum síðasta degi ársins.
Þessir unglingar gerðu betur en þetta. Þeir fóru um allt hverfið á meðan fólkið var á brennunni og stálu mjög miklu magni af áfengi af svölum og úr bakgörðum. Því mæli ég með að allir geymi áfengið sitt innandyra og skelli freyðivíninu í kæliskápinn eða í stuttan tíma í frystikistuna til kælingar í stað þess að kæla það utandyra. Ég tók allan minn bjór inn af svölunum í gærkveldi og stuttu síðar var öllu áramótavíni nágranna minna stolið. Það er betra að fylgjast með unglingunum í hverfunum, hvort sem er í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði eða Reykjavík, svo ég tali nú ekki um ákveðnar sumarbústaðarbyggðir þar sem unglingar eru þekktir fyrir að fara um í skjóli nætur rænandi áfengi og gosi af pöllum sumarbústaða. Betra er að geyma allt áfengi innandyra til að forðast þessa þjófa enda auðvelt að stela þessu þegar það blasir við áhugasömum.
Gleðilegt nýtt ár
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.12.2008 | 18:37
Veiðiárinu lokað í dag
Jæja, þá er þessu góða veiðiári að ljúka en við feðgarnir fórum í A-Landeyjar á andaveiðar í morgun og náðum í nokkrar spikfeitar stokkendur og lukum því veiðiárinu ánægðir og sáttir. Þar sem miklar leysingar hafa verið síðustu daga og vikur, þá var mikið vatn í lækjunum og öndin mjög dreifð. Þó sáum við slatta af fugli og náðum að fella nokkrar.
Árið hefur verið viðburðarríkt í meira lagi hvað veiði snertir en í janúar til mars veiddi ég vel af skarfi og eitthvað af hávellu og svartfugli fyrir vestan. Andaveiðin var líka ásættanleg fyrstu tvo mánuði ársins og síðan í apríl náði ég að veiða nokkur hundruð svartfugla áður en ég fór vestur í Súgandafjörð í sjóstangarbransann. Allt sumarið vann ég sem fararstjóri hjá www.fisherman.is og fór oft á sjóinn með sjóstöngina og veiddi ágætlega. Gæsaveiðin var líka góð og rjúpnaveiðin líka. Desember fór í slökun og ekkert skotið úr byssu þann mánuðinn nema í dag með Arnóri syni mínum.
Árið 2009 leggst bara vel í mig og þá verður tekið á öndinni fyrstu tvo til þrjá mánuði ársins sem og skarfaveiðinni. Kajakinn bíður í Hrútafirði og hann verður örugglega brúkaður a.m.k. í febrúar ef tíðarfarið leyfir. Læt þetta nægja að sinni.
Óska öllum bloggurum, vinum, fjölskyldu og ættingjum gleðilegs árs með þökk fyrir árið sem er að líða.
Kveðja
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.12.2008 | 12:27
Borðaði villtan íslenskan ref um jólin
Ég bað vin minn Vigni Stefánsson að hafa mig í huga næst þegar hann felldi ref því mig langaði til að smakka hann. En það tók smá tíma að sannfæra hann um að ég væri ekki að grínast. En svo hringdi hann í mig þegar hann hafði fellt ref í Skagafirði og ég skellti mér strax á staðinn og verkaði refinn sem var á fyrsta ári og virkaði heldur rýr að sjá. Mér fannst ég vera að flá hund svo ég frysti kvikyndið í 10 daga til að safna í mig meiri kjarki til að snæða hann. En svo rann upp góður dagur og ég tálgaði kjötið af ganglimum refsins sem var ekki mikið þegar upp var staðið. Síðan steikti ég kjötið á heitri pönnu, kryddaði með salti og pipar. Svissaði síðan lauk, sveppi og papriku saman við refinn og bjó til villibráðarsósu. Skellti þessu svo öllu út í sósuna og lét malla í 20 mín og úr varð þessi fíni refapottréttur sem smakkaðist mjög vel. Fyrsti bitinn fór frekar hægt upp í munninn því ég vissi ekkert hverju ég átti von á. En viti menn, bragðið minnti einna helst á kindagúllas. Þetta kom mér verulega á óvart og það er óhætt að mæla með íslenska refnum á matarboðið sem kreppusteik, segir Jón Vigfús. Þrír vinir Jóns fengu að smakka á refapottréttinum og líkaði þeim vel.
Jón segist vel vera til í að borða fleiri refi í framtíðinni séu þeir verkaðir strax. Ef ég myndi bjóða gestum í refasteik, þá þyrfti ég eitt kvikyndi á mann en það fer eftir meðlætinu að sjálfsögðu," sagði Jón að lokum. Nú er það spurningin, skyldi íslenski refurinn vera næsta villibráðin sem boðið verður uppá á fínustu veitingarhúsum landsins?
Texti: Róbert Schmidt
Ljósmyndir: Jón Vigfús Guðjónsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2008 | 23:51
Flott jólaboð á Kjalarnesinu
Ég hef sett inn nokkrar myndir frá þessu skemmtilega jólaboði í myndaalbúmið á forsíðunni til gamans.
Kveðja
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2008 | 18:16
Ánægjuleg jól
Á aðfangadag fórum við til Jónu systir, Birkis og Ólafíu í Grafarvoginn en þangað kom mamma og Andrés ásamt bræðrum mínum Andrési, Dóra og Gústa. Eldaður var svínahamborgarahryggur og stór kalkúnabringa en á undan var borin fram aspassúpa að venju. Pakkaflóðið var mikið undir jólatrénu en þau Ólafía frænka og Birkir sáu um pakkalestur og dreifingu Í eftirrétt var boðið upp á ís og heita súkkulaðisósu ásamt marengssúkkulaðiköku sem Jóna bakaði. Það var mikið hlegið þetta kvöld enda mikið fjör á fólkinu, brandarar fuku á milli og flestir fengu sængurföt í jólagjöf ásamt bókum, konfekti, flíkum og skartgripum svo fátt eitt sé nefnt.
Á Jóladag var síðan villibráðarveisla heima í Kópavogi en þá mættu börnin mín, Berglind (23), Arnór (16), Róbert (9) og Guðrún Dóra (23) fyrrum stjúpdóttir mín og Þórunn Hanna (17) sem býr reyndar heima hjá okkur Sæju. Við Róbert jr hjálpuðumst við að hamfletta rjúpurnar og Arnór fékk það hlutskipti að fá að steikja rjúpu- og gæsabringurnar en hann lærði mikið í eldhúsinu þessi jól. En Arnór hefur mikinn áhuga á matseld og hefur hann ekki langt að sækja þann áhuga. Eftirréttur var heimalagaður ís og frönsk súkkulaðikaka. Ég var frekar sáttur við gjafirnar mínar en t.d. fékk ég ljósmyndabók, Súkkulaðiást (bók), gallabuxur, konfekt, súkkulaði-fondupott, Liverpool-húfu, dúnsæng og rúmföt. Svo var horft á Ladda-diskinn um kvöldið og glamrað lítillega á píanó sem Róbert jr fékk í jólagjöf en Berglind systir hans reyndi að kenna honum nokkrar nótur í tilefni dagsins.
Á annan dag jóla skrapp ég með Róbert jr til Grindavíkur með rjúpur og endur til pabba en hann hefur verið veikur yfir jólin og treysti sér ekki í jólaboð til Reynis og Ingu á Kjalarnesinu á aðfangadag. Kallinn var glaður að fá heimsókn og við feðgar stöldruðum við í tæpa tvo tíma og skoðuðum gömul albúm og spjölluðum saman. Eftirmiðdagurinn fór í að horfa á Liverpool sigra Boltan 3-0 og það var kærkominn sigur minna manna. Næsti leikur er á sunnudaginn en þá er allsherjar fjölskylduboð á Kjalarnesinu hjá Reyni og Ingu en yfirleitt mæta þangað á milli 25-30 manns með ýmis konar mat og drykki til að borða saman og gleðjast sem ein fjölskylda.
Læt hér staðar numið fram á Gamlársdag. Nýjar myndir frá jólunum eru komnar á myndasíðuna.
Kveðja
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2008 | 15:56
Gleðileg jól vinir og ættingjar
Kær kveðja
Róbert Schmidt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2008 | 12:56
Síðustu metrarnir fyrir jól
Jólagjafirnar eru flestar komnar í hús og þær síðustu verða keyptar í róleg heitunum í dag og á morgun. Á annað hundrað jólakort eru farin í póst til vina og vandamanna. Eitthvað er búið að borða af konfekti og smákökum. Búinn að fara í skötuveislu og kannski fer ég aftur á Þorláksmessu. Jú, síðustu metrarnir fyrir jól eru að klárast og það verðu gaman að setjast niður heima hjá Jónu systur og Birki í Grafarvoginum en þetta eru önnur jólin í röð sem við fjölskyldan borðum þar á Aðfangadag. Alls verðum við 10 manns þar og á Jóladag höldum við svo önnur jól með börnunum og þá verður snædd rjúpa, önd og gæs.
Meira síðar :)
Róbert
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.12.2008 | 12:25
Góð mæting á jólafund HÍB
Kveðja
Róbert
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)