Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Í kóngsins Köben

Ég gleymdi að segja frá því hér að við skelltum okkur til Danmerkur í júnímánuði með Róbert jr en það var smá leyndarmál með ferðina því hann hélt að hann væri á leið vestur til pabba síns í 2 vikur. Ég keyrði suður og svo var ákveðið að fljúga vestur. En þar sem sá stutti hefur aðeins einu sinni Litla hafmeyjanfarið í flugvél til Spánar og ekkert innanlands, þá hélt hann að Keflavíkurflugvöllur væri sá flugvöllur sem sæi líka um innanlandsflugið. Þegar við vorum í morgunmatnum á vellinum spurði ég hann hvert hann langaði mest til að fara. Jú, Danmörk-var svarið. Jæja, þá breytum við bara flugmiðunum og skellum okkur til Danmerkur,- sagði ég við Róbert. Í fyrstu trúði hann þessu ekki en þegar hann opnaði umslag frá mömmu sinni með vasapeningum og sá að þeir voru danskir, þá varð minn maður aldeilis glaður og hoppaði eins og gormur um allt.

Við fórum að sjálfsögðu í Tívolíið og í ýmis skemmtileg tæki. Þorðum reyndar ekki í fallturninn en fórum í Krabbann sem var hrikalegur. Vissum ekkert hvaða tæki það var en tylltum okkur bara í sætin og svo fór allt á fullt og við skriðum niður tröppurnar náfölir eftir útreiðina. Við heimsóttum dýragarðinn, Rósagarðinn, sáum lífvarðaskiptin og heimsóttum Hafmeyjuna. Veðrið var frábært, steikjandi hiti og sól. Einnig var farið niður strikið og svo keyrði Gulli vinur okkar á rauða drekanum sínum okkur um allar sveitir sem var einstaklega fræðandi og forvitnilegt. Danmörk er falleg land og Köben hefur margt sögulegt að geyma. Svo var skokkað á Nýhöfnina og fengið sér ís í góða veðrinu. Eitthvað var verslað í Fiskitorfunni eins og venjulega er gert. En ferðin var meira farin fyrir Róbert litla sem naut þess í botn.  Eftir það fór öll fjölskyldan vestur í Súgandafjörð á Vid sjoræningjaskipid i TivoliSæluhelgina en ég mun setja myndir frá henni í albúmið síðar. Þeir sem áhuga hafa á að skoða myndirnar frá Danmörku geta séð þær í Myndaalbúminu t.v. á forsíðunni.

Róbert 

Senn líður að hausti

Tíminn er ótrúlega fljótur að líða þegar maður hefur nóg að gera og vinnan er skemmtileg. Ég kom IMG_2423hingað vestur eftir miðjan apríl og nú líður að ágústmánuði sem er fyrsti haustmánuðurinn. Honum tek ég fagnandi með fljúgandi gæsum til heiða og blessað myrkrið heilsar að nýju, dagurinn styttist og laufin breyta um lit. Haustið og veturinn er minn tími. Ég hef aldrei þolað íslenska sumrið sem er eins og Lottóvinningur með grísableik læri, regnhlíf og lopapeysu. Það er aldrei hægt að treysta því að það verði gott veður tvo daga í röð þegar farið er í sumarfrí. Þetta þekkja allir Íslendingar eða þeir sem vilja viðurkenna það. En vissulega tekur maður því eins og hverju öðru hundsbiti. Maður bara nýtur þess meira þegar sólin skín og veður er gott yfir sumartímann en þess á milli bíð ég bara eftir vetrinum. Þá hefst veiðin og ævintýri um allar sveitir. Þeir skilja þetta sem þekkja mig.

Það hefur margt skemmtilegt gerst hér í sumar og ég væri alveg til í að koma hingað aftur að ári og halda áfram uppbyggingu og þeirri þróunarvinnu sem átt hefur sér stað með sjóstangaveiðihópana. En tíminn einn mun leiða það í ljós. Fólkið hér er gott og mannlífið er alltaf litskrúðugt og aldrei tómar göturnar. Maður á örugglega eftir að kveðja með söknuði þegar tíminn kemur. Og við tekur borgarstressið, umferðarljósin, flugvélahávaði og fullar verslunarmiðstöðvar af hlaupandi fólki að leita af hlutum sem hafa oft ansi litla þýðingu í lífinu. Já, það er talsverður munur á landsbyggðarfólki og þéttbýlisbúunum. Ekki ætla ég að fjölyrða um muninn en ræturnar hingað IMG_2489styrkjast æ meir eftir því sem dvölin verður lengri. En að sjálfsögðu verður líka gott að komast heima eftir útlegðina og smala saman börnunum í skemmtilegan kvöldverð með fullt af sögum frá hverjum og einum. Þannig matartíma met ég mikils og hlakka alltaf til að sitja. Allir fá að segja frá sínum ævintýrum og framtíðardraumum. Myndir eru skoðaðar og mikið hlegið og skrafað. Ég hef saknað þess ótrúlega mikið og það hefur tekið mest á að hafa ekki fjölskylduna hjá sér.

Um helgina þurftum við Julius vinur minn á Flateyri að fara með einn breta út í Staðardalsá í laxveiði IMG_2470og það þótti okkur nú ekkert sérlega leiðinlegt. Þrátt fyrir laxaþurrð náðum við ágætum bleikjum í efri ánni. Laxinn kemur seint en það hefur sést til nokkurra laxa í Botni sl daga en ekki náðst að setja í neinn ennþá sem komið er. Læt hér fylgja með mynd sem ég tók af Juliusi með fallega 3,5 punda bleikju sem hann náði á flugu.

Ég reikna með að skella mér í bæinn um Verslunarmannahelgina og slaka þar á eins og mögulegt er. Nú eða skreppa eitthvað út í sveit í sólina ef hún sýnir sig. Læt þetta duga að sinni.

Róbert


Fiskur á hverju færi

Ég skrapp með Pálma Gestssyni og fjölskyldu á sjóstöng í gærkveldi út frá Bolungarvík í þessari mannskaðarblíðu um allan sjó. Við þurftum ekki að fara langt til að finna þorskinn, aðeins eina mílu frá Bolungarvík og um leið og rennt var niður á botninn, þá var á um leið á hverri stöng. Fínir þorskar sem gaman var að veiða. Veðrið var eins og áður sagði frábært og varla hægt að hugsa sér neitt skemmtilegra hér vestra en að vera úti á sjó í blíðunni að veiða fiska. Ég held að allir hafi verið mjög sáttir og farið í háttinn brosandi á koddann inn í draumalandið. IMG_2376




Kveðja

Róbert IMG_2389

Meira af stórum fiskum

Enn eru þýsku sjóstangaveiðimennirnir að setja í stóra fiska. Síðast liðinn sunnudag setti einn 18 kg skotuselur a sjostongveiðimaður í 18 kg skötusel sem þykir mjög stór skötuselur á sjóstöng, miðað við Íslandsmetið sem var sett í Ólafsvík árið 2005 en það er í dag 10,9 kg. Daginn eftir veiddu aðrir veiðimenn 13 kg skötusel og annan 12 kg og sá þriðji var um 11 kg. Sem sagt margbúið að slá Íslandsmetið hér fyrir utan Vestfirðina. Nokkrir 26 kg þorskar hafa veiðst í sumar og ótal 20 kg þorskar líka. Það er alveg með ólíkindum hversu sumir þorskarnir eru stórir. En ég hef nú uppfært Myndaalbúmið / Sjóstangaveiði all-hressilega og nú geta áhugasamir kíkt á myndirnar til sönnunar um þær sögur sem ég hef látið hér flakka. En meira um það síðar.

Myndina tók Julius Drewes af þýska veiðimanninum sem setti í 18 kg skötuselinn en sá bátur var frá Flateyri (Bobby-bátur frá Hvíldarkletti)

Kveðja

Róbert


Brúðkaup í Ósvör

Jæja, þá er hún Anna María systir mín loksins búin að gifta sig. Falleg athöfn sem fram fór í Ósvör í Brudkaup 4Bolungarvík á sólbjörtum laugardegi við eins íslenskar aðstæður og mögulegt er, utandyra og innan um gamla verbúð með torfþaki og gömlum árabáti í fjörunni. Séra Agnes, sóknarprestur í Bolungarvík gaf Önnu Maríu og Guðmund Óskar Reynisson saman og þær voru fallegar dæturnar þeirra þrjár (Tinna, Ingibjörg og Anna Lind) sem pössuðu uppá hringana eins og gull. Pálmi Gestsson vinur minn gerði mér þann greiða að mæta á staðinn og lesa upp fallegt kvæði sem gerði athöfnina mjög hátíðlega. Svo lék Gummi á gítar og söng fyrir Önnu sína lagið "Þú ein" en Gummi er frábær söngvari eins og margir vita. Mamma fór að hágráta og þurfti að skjótast á bakvið árabátinn til að þerra tárin. Hún er svo mikil dúlla. Þarna voru foreldrar, systkin, ættingjar og vinir saman komnir í fjörunni og glöddust með þeim.

Eftir athöfnina var brunað heim í hús og hafist handa við að grilla átta lambalæri ásamt tilheyrandi meðlæti og brúðkaupskakan beið sem eftirréttur. Við Reynir bróðir sáum um að grilla og ég gerði 4 lítra af villisveppasósu sem kláraðist svo til alveg. Stelpurnar sáu um salatið og annað meðlæti. Farið var í karókí og nokkrar ræður haldnar. Fullt fiskikar af ís var í garðinum með kampavíni og bjór, stórt veislutjald með bekkjum og borðum, fulldekkað, tók á móti brosandi gestum seinni partinn og sólin skein langt frameftir kvöldi eins og alltaf í Víkinni. Boðið var uppá rauðvín og hvítvín með matnum og svo var gítarinn tekinn fram og Gummi tók nokkur lög ásamt Tinnu dóttur sinni sem er mögnuð söngkona aðeins 13 ára gömul en hún og pabbi hennar eru búin að æfa mikið í gegnum tíðina og sungið saman. Ingibjörg systir hennar var eins og drottning í hvíta kjólnum sínum og Anna Lind skoppaði um með rauða hárið sitt og beit sig svo í tunguna í veislunni svo pabbinn þurfti að setja ísmola í munninn hennar en allt fór vel að lokum. Meiriháttar skemmtilegt brúðkaup þar sem yfirbragðið var með heimilislegum og fjölskylduvænum blæ. Það gerist ekki betra og skemmtilegra.IMG_2124

Um miðnættið var haldið á Ísafjörð á dansleik þar sem veislugestir stigu villtan dans fram eftir nóttu við undirleik Euróbandsins. Læt hér fylgja nokkrar myndir frá brúðkaupin og mun setja fleiri myndir í myndasafnið von bráðar. Enn og aftur til hamingju litla systir og Gummi.

Kveðja

Róbert

Með börnin í bleikjuveiði

Í síðustu viku skrapp ég með börnin mín þrjú, Berglindi (22), Arnór (16) og Róbert jr (9) í Dýrafjörðinn á bæinn Bakka sem selur veiðileyfi í tvær tjarnir á svæðinu en þar eru ansi margar bleikjur sem rífa vel í. Ég hafði ákveðið að fara með þau og leyfa þeim að prófa að veiða fisk á flugu. Minn sagði á bakkanum ; "jæja, nú kasta ég út í vatnið og svo þegar ...og um leið beit ein 4 punda bleikja á með þvílíkum látum að Loop stöngin mín nr 2 kengbognaði niður í kork og svo dúndraðist línan út af hjólinu. Aldeilis sýnikennsla það. En svo fengu allir að prófa og allir fengu væna bleikju sem var markmiðið. Sæja átti erfitt með að fá þær til að taka en að endingu náði hún einni 3 punda en Arnór fékk stærstu bleikjuna sem var rúm 4 pund. Læt fylgja með nokkrar myndir sem voru teknar í ferðinni. Þrátt fyrir smá vætu fóru allir glaðir heim og reynslunni ríkari. Sjá fleiri myndir inni í Myndasafninu undir Veiði.

Bleikjuveidi

Kveðja

Róbert

Arnor med bleikju


Myndaplássið var búið hjá mínum

Jæja, bloggmeistarinn svaraði mér um hæl og lét mig vita að ég væri búinn með myndaplássið mitt á blogginu svo ég keypti bara 1 GB til viðbótar til að hafa alveg nóg. Þannig að ekki var um bilun að ræða í kerfinu. Biðst afsökunar á því hér með. Nú get ég sem sagt birt fleiri myndir og þær koma von bráðar. Vid fedgarnirLæt eina hér inn af okkur feðgum sem var tekin í Danmörku nýlega.


Kv

Róbert

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband