Leita í fréttum mbl.is

Brúðkaup í Ósvör

Jæja, þá er hún Anna María systir mín loksins búin að gifta sig. Falleg athöfn sem fram fór í Ósvör í Brudkaup 4Bolungarvík á sólbjörtum laugardegi við eins íslenskar aðstæður og mögulegt er, utandyra og innan um gamla verbúð með torfþaki og gömlum árabáti í fjörunni. Séra Agnes, sóknarprestur í Bolungarvík gaf Önnu Maríu og Guðmund Óskar Reynisson saman og þær voru fallegar dæturnar þeirra þrjár (Tinna, Ingibjörg og Anna Lind) sem pössuðu uppá hringana eins og gull. Pálmi Gestsson vinur minn gerði mér þann greiða að mæta á staðinn og lesa upp fallegt kvæði sem gerði athöfnina mjög hátíðlega. Svo lék Gummi á gítar og söng fyrir Önnu sína lagið "Þú ein" en Gummi er frábær söngvari eins og margir vita. Mamma fór að hágráta og þurfti að skjótast á bakvið árabátinn til að þerra tárin. Hún er svo mikil dúlla. Þarna voru foreldrar, systkin, ættingjar og vinir saman komnir í fjörunni og glöddust með þeim.

Eftir athöfnina var brunað heim í hús og hafist handa við að grilla átta lambalæri ásamt tilheyrandi meðlæti og brúðkaupskakan beið sem eftirréttur. Við Reynir bróðir sáum um að grilla og ég gerði 4 lítra af villisveppasósu sem kláraðist svo til alveg. Stelpurnar sáu um salatið og annað meðlæti. Farið var í karókí og nokkrar ræður haldnar. Fullt fiskikar af ís var í garðinum með kampavíni og bjór, stórt veislutjald með bekkjum og borðum, fulldekkað, tók á móti brosandi gestum seinni partinn og sólin skein langt frameftir kvöldi eins og alltaf í Víkinni. Boðið var uppá rauðvín og hvítvín með matnum og svo var gítarinn tekinn fram og Gummi tók nokkur lög ásamt Tinnu dóttur sinni sem er mögnuð söngkona aðeins 13 ára gömul en hún og pabbi hennar eru búin að æfa mikið í gegnum tíðina og sungið saman. Ingibjörg systir hennar var eins og drottning í hvíta kjólnum sínum og Anna Lind skoppaði um með rauða hárið sitt og beit sig svo í tunguna í veislunni svo pabbinn þurfti að setja ísmola í munninn hennar en allt fór vel að lokum. Meiriháttar skemmtilegt brúðkaup þar sem yfirbragðið var með heimilislegum og fjölskylduvænum blæ. Það gerist ekki betra og skemmtilegra.IMG_2124

Um miðnættið var haldið á Ísafjörð á dansleik þar sem veislugestir stigu villtan dans fram eftir nóttu við undirleik Euróbandsins. Læt hér fylgja nokkrar myndir frá brúðkaupin og mun setja fleiri myndir í myndasafnið von bráðar. Enn og aftur til hamingju litla systir og Gummi.

Kveðja

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hjartanlega til hamingju með brúðhjónin Önnu Maríu og Guðmund Óskar. Athöfn og veisla hafa verið yndisleg.

Sigrún Jónsdóttir, 22.7.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband