21.3.2009 | 11:32
Af hinu og þessu
Eins og lesendur bloggsins hafa orðið varir við, þá hef ég dregið úr færslum allhressilega sl vikur enda varla hægt að búast við öðru þegar maður sér um 3 bloggsíður og eina Facebook-síðu. Þannig að ég hendi hér inn af og til samantekt frá liðnum vikum sem verður að duga.
Ég t.d. skrapp í Þjóðleikhúsið fyrir fáeinum vikum og sá Hart í bak. Virkilega góð sýning og gaman að fara í leikhús. Á undan var farið á Caruso og borðaður góður matur. Elva Ósk leikkona bauð okkur Sæju á sýninguna sem ég þáði með þökkum.
Nýlega var haldin árshátíð Hins íslenska byssuvinafélags sem er áhugamannafélag um vopn og veiðar og telur 37 manns en þar hef ég verið formaður til nokkurra ára og hef haft mikla ánægju að starfa með þessum gormum en innanborðs eru öflugir veiði- og skotíþróttamenn. Árshátíðin var haldin á Hótel Eldhestum og fengum við hljómsveitina Ólafíu til að leika fyrir dansi eftir borðhald og skemmtun. Meiriháttar skemmtilegt kvöld og eftirminnilegt.
Daginn eftir var farið í skírnarveislu til Jónu systur minnar og Birkis í Grafarvogi en þar var litla frænka mín skírð Elísabet María sem er einstaklega fallegt nafn. Ólafía Rún, eldri systir hennar fékk að velja nafnið á litlu systur sína. Þar mætti fjölskyldan hress og kát en það vantaði ansi marga úr systkinahópnum að þessu sinni. Þetta var líka dagurinn eftir stórsigur Liverpool á Man United 4-1 og mun lifa lengi minningunni í.
Sæja mín er í ræktinni alla daga og stundum hverfur hún að heiman um kl 06 á morgnana en þá er hánótt hjá mér. Hún hefur verið með Ingu vinkonu sinni í nokkra mánuði í einkaþjálfun og er búin að missa rúmlega 20 kg sem er nú andskoti góður árangur. Alveg magnað að fylgjast með henni hvað hún er dugleg að sprikla í spinning og hvað þetta allt nú heitir. En þetta kostar líka ný föt en það er nú aldeilis fórnarinnar virði. Þannig að hún ljómar og geislar af gleði og frískleika.
Arnór, eldri sonur minn, er nú á fullu í ökunámi og ætlar að ljúka því á næstu mánuðum, vonandi sem allra fyrst. Það væri gaman að taka strákinn í æfingarakstur hér um borgina en helsta hindrunin er að rata þær stofnæðar í umferðinni sem skilar fólki á rétta staði. En það kemur með æfingarakstrinum. Svo er hann duglegur í skólanum sem er MK. Reyndar byrjaður að partíast með jafnöldrum sínum um allan bæ en það fylgir þessum aldri og bara gott og blessað en þau gæta sín sem ég veit að hann gerir. Við förum stundum saman í bíó, sáum nýjustu myndina hans Clint Eastwood um daginn og vorum ánægðir með hana.
Þórunn Hanna er búin að vera sl vikur og mánuði í FG að setja upp söngleikinn Chicago og nú eru síðustu sýningar að renna sitt skeið. Lokasýning er á morgun, sunnudag 22. mars. Við fórum að sjálfsögðu á Chicago og skemmtum okkur vel. Ótrúlegt hvað þessir krakkar eru duglegir og hæfileikaríkir. Þórunn stóð sig að venju vel enda hefur hún alltaf verið áhugasöm um söng og dans. Svo er hún komin með kærasta sem spilar með hljómsveitinni í söngleiknum. Sá heppni heitir Hjörvar og er jafnaldri hennar, spilar á bassa og að ég held harmonikku og fiðlu líka. Þau eru mjög hamingjusöm og hálf skrýtið að sjá hana vaxa svona úr grasi skyndilega því Þórunn er búin að vera róleg í strákunum sl árin. Svona breytast tímarnir sem minnir mann óneytanlega á hvað árin líða hratt hjá.
Gunna Dóra, stjúpdóttir mín, er með barni og er meðgangan að verða hálfnuð en fæðingin er sett á seinnipart júlímánaðar. Hún gengur með litla prinsessu stelpan og er komin með myndarlega kúlu. Það verður spennandi að sjá og upplifa fyrsta afabarnið sitt í sumar. Vonandi verður meðgangan ekki erfið hjá henni og að allt gangi vel. Hlakka til að fylgjast með.
Berglind mín er í námi í háskólanum. Berglind er mikil félagsvera og dugleg að ljósmynda eins og pabbi sinn. Hún tekur myndir frá flestum viðburðum sem haldnir eru í deildinni og nýtur lífsins sem er frábært. Hún er mjög efnileg og hefur gott ljósmyndaauga og þar fyrir utan er hún líka með ágæta vel sem ég gaf henni, Canon 350 m/ batterígripi og góðri linsu. Berglind droppar stundum til okkar í kvöldmat og þá er spjallað um það sem drifið hefur á dagana. Hún kemur í kvöldmat á morgun með Gunnu Dóru og Arnóri en hún er að vinna í Blómavali og hefur gert það í mörg ár með náminu. Dugleg stelpa hún Berglind en hún verður 24 ára þann 5 október.
Róbert jr er með svipuð áhugarmál og pabbi sinn. Veiðar og byssur eiga allan hans hug sem og stangaveiði en hann getur stundum hangið á bryggjunni heilan dag þegar við erum fyrir vestan. Hann pælir mikið í hlutunum og er virkilega greindur strákur. Á hverjum laugardegi er hann í Parkur í Hafnarfirði með jafnöldrum sínum og hoppar þar eins og héri um allan íþróttasal og þrátt fyrir erfiðar æfingar inná milli, þá ætlar hann alls ekki að hætta að æfa. Ég reyni að fræða hann um rétta meðferð á skotvopnum og kenni honum allar reglur í því sambandi því það er mesta forvörnin að kenna þessum strákum hvað má og hvað má ekki. Svo förum við saman og skjótum í mark en það finnst honum alveg meiriháttar gaman.
Framundan hjá mér er vonandi áframhald í sjóstangabransanum fyrir vestan en til stóð að ég færi vestur í Súgandafjörð strax eftir páska. Hins vegar eru nú einhverjar þreifingar hjá fyrirtækinu og svo gæti farið á næstu vikum að nýr aðili taki við fyrirtækinu eða að einingar verða seldar til ýmissa aðila en þá er ég að tala um t.d. N1 söluskálana á Flateyri og Suðureyri, veitingahúsið Talisman og gistiheimilin tvö ásamt öðrum eignum. Ef þetta gerist, þá gæti mitt sumarstarf fokið út í veður og vind sem ég vona svo sannarlega að gerist ekki. En þetta skýrist allt fyrir mánaðarmótin. Samt er ég ekki bjartsýnn á þetta, vona það besta en býst við því versta. Ég sem var farinn að hlakka svo mikið til að komast aftur heim í fjörðinn minn og Róbert jr ætlaði að vera hjá mér í sumar. En svona er nú lífið. Maður verður bara að hugsa jákvætt og finna sér eitthvað fyrir starfi í sumar. Maður getur a.m.k. skotist hér út á flóann á bátnum með sjóstangirnar og veitt sér í soðið með fjölskyldunni og það er ekki slæmt.
Læt þessu lokið að sinni. Framundan er Food and fun í kvöld og ég ætla að halda mína eigin Food and fun veislu hér í Kópavogi og fæ góða gesti í mat. Það verður villibráð um alla veggi en ég er búinn að undirbúa mig vel alla vikuna. Set kannski matseðilinn hér eftir helgina en þetta verður stórveisla.
Kveðja
Róbert
Ég t.d. skrapp í Þjóðleikhúsið fyrir fáeinum vikum og sá Hart í bak. Virkilega góð sýning og gaman að fara í leikhús. Á undan var farið á Caruso og borðaður góður matur. Elva Ósk leikkona bauð okkur Sæju á sýninguna sem ég þáði með þökkum.
Nýlega var haldin árshátíð Hins íslenska byssuvinafélags sem er áhugamannafélag um vopn og veiðar og telur 37 manns en þar hef ég verið formaður til nokkurra ára og hef haft mikla ánægju að starfa með þessum gormum en innanborðs eru öflugir veiði- og skotíþróttamenn. Árshátíðin var haldin á Hótel Eldhestum og fengum við hljómsveitina Ólafíu til að leika fyrir dansi eftir borðhald og skemmtun. Meiriháttar skemmtilegt kvöld og eftirminnilegt.
Daginn eftir var farið í skírnarveislu til Jónu systur minnar og Birkis í Grafarvogi en þar var litla frænka mín skírð Elísabet María sem er einstaklega fallegt nafn. Ólafía Rún, eldri systir hennar fékk að velja nafnið á litlu systur sína. Þar mætti fjölskyldan hress og kát en það vantaði ansi marga úr systkinahópnum að þessu sinni. Þetta var líka dagurinn eftir stórsigur Liverpool á Man United 4-1 og mun lifa lengi minningunni í.
Sæja mín er í ræktinni alla daga og stundum hverfur hún að heiman um kl 06 á morgnana en þá er hánótt hjá mér. Hún hefur verið með Ingu vinkonu sinni í nokkra mánuði í einkaþjálfun og er búin að missa rúmlega 20 kg sem er nú andskoti góður árangur. Alveg magnað að fylgjast með henni hvað hún er dugleg að sprikla í spinning og hvað þetta allt nú heitir. En þetta kostar líka ný föt en það er nú aldeilis fórnarinnar virði. Þannig að hún ljómar og geislar af gleði og frískleika.
Arnór, eldri sonur minn, er nú á fullu í ökunámi og ætlar að ljúka því á næstu mánuðum, vonandi sem allra fyrst. Það væri gaman að taka strákinn í æfingarakstur hér um borgina en helsta hindrunin er að rata þær stofnæðar í umferðinni sem skilar fólki á rétta staði. En það kemur með æfingarakstrinum. Svo er hann duglegur í skólanum sem er MK. Reyndar byrjaður að partíast með jafnöldrum sínum um allan bæ en það fylgir þessum aldri og bara gott og blessað en þau gæta sín sem ég veit að hann gerir. Við förum stundum saman í bíó, sáum nýjustu myndina hans Clint Eastwood um daginn og vorum ánægðir með hana.
Þórunn Hanna er búin að vera sl vikur og mánuði í FG að setja upp söngleikinn Chicago og nú eru síðustu sýningar að renna sitt skeið. Lokasýning er á morgun, sunnudag 22. mars. Við fórum að sjálfsögðu á Chicago og skemmtum okkur vel. Ótrúlegt hvað þessir krakkar eru duglegir og hæfileikaríkir. Þórunn stóð sig að venju vel enda hefur hún alltaf verið áhugasöm um söng og dans. Svo er hún komin með kærasta sem spilar með hljómsveitinni í söngleiknum. Sá heppni heitir Hjörvar og er jafnaldri hennar, spilar á bassa og að ég held harmonikku og fiðlu líka. Þau eru mjög hamingjusöm og hálf skrýtið að sjá hana vaxa svona úr grasi skyndilega því Þórunn er búin að vera róleg í strákunum sl árin. Svona breytast tímarnir sem minnir mann óneytanlega á hvað árin líða hratt hjá.
Gunna Dóra, stjúpdóttir mín, er með barni og er meðgangan að verða hálfnuð en fæðingin er sett á seinnipart júlímánaðar. Hún gengur með litla prinsessu stelpan og er komin með myndarlega kúlu. Það verður spennandi að sjá og upplifa fyrsta afabarnið sitt í sumar. Vonandi verður meðgangan ekki erfið hjá henni og að allt gangi vel. Hlakka til að fylgjast með.
Berglind mín er í námi í háskólanum. Berglind er mikil félagsvera og dugleg að ljósmynda eins og pabbi sinn. Hún tekur myndir frá flestum viðburðum sem haldnir eru í deildinni og nýtur lífsins sem er frábært. Hún er mjög efnileg og hefur gott ljósmyndaauga og þar fyrir utan er hún líka með ágæta vel sem ég gaf henni, Canon 350 m/ batterígripi og góðri linsu. Berglind droppar stundum til okkar í kvöldmat og þá er spjallað um það sem drifið hefur á dagana. Hún kemur í kvöldmat á morgun með Gunnu Dóru og Arnóri en hún er að vinna í Blómavali og hefur gert það í mörg ár með náminu. Dugleg stelpa hún Berglind en hún verður 24 ára þann 5 október.
Róbert jr er með svipuð áhugarmál og pabbi sinn. Veiðar og byssur eiga allan hans hug sem og stangaveiði en hann getur stundum hangið á bryggjunni heilan dag þegar við erum fyrir vestan. Hann pælir mikið í hlutunum og er virkilega greindur strákur. Á hverjum laugardegi er hann í Parkur í Hafnarfirði með jafnöldrum sínum og hoppar þar eins og héri um allan íþróttasal og þrátt fyrir erfiðar æfingar inná milli, þá ætlar hann alls ekki að hætta að æfa. Ég reyni að fræða hann um rétta meðferð á skotvopnum og kenni honum allar reglur í því sambandi því það er mesta forvörnin að kenna þessum strákum hvað má og hvað má ekki. Svo förum við saman og skjótum í mark en það finnst honum alveg meiriháttar gaman.
Framundan hjá mér er vonandi áframhald í sjóstangabransanum fyrir vestan en til stóð að ég færi vestur í Súgandafjörð strax eftir páska. Hins vegar eru nú einhverjar þreifingar hjá fyrirtækinu og svo gæti farið á næstu vikum að nýr aðili taki við fyrirtækinu eða að einingar verða seldar til ýmissa aðila en þá er ég að tala um t.d. N1 söluskálana á Flateyri og Suðureyri, veitingahúsið Talisman og gistiheimilin tvö ásamt öðrum eignum. Ef þetta gerist, þá gæti mitt sumarstarf fokið út í veður og vind sem ég vona svo sannarlega að gerist ekki. En þetta skýrist allt fyrir mánaðarmótin. Samt er ég ekki bjartsýnn á þetta, vona það besta en býst við því versta. Ég sem var farinn að hlakka svo mikið til að komast aftur heim í fjörðinn minn og Róbert jr ætlaði að vera hjá mér í sumar. En svona er nú lífið. Maður verður bara að hugsa jákvætt og finna sér eitthvað fyrir starfi í sumar. Maður getur a.m.k. skotist hér út á flóann á bátnum með sjóstangirnar og veitt sér í soðið með fjölskyldunni og það er ekki slæmt.
Læt þessu lokið að sinni. Framundan er Food and fun í kvöld og ég ætla að halda mína eigin Food and fun veislu hér í Kópavogi og fæ góða gesti í mat. Það verður villibráð um alla veggi en ég er búinn að undirbúa mig vel alla vikuna. Set kannski matseðilinn hér eftir helgina en þetta verður stórveisla.
Kveðja
Róbert
Athugasemdir
Vá, heilmikið um að vera hjá þér og þínum Róbert minn. Skemmtileg frásögn. Ég vona að þú komist vestur og að þessi rekstur gangi áfram vel, hvernig sem eignarhaldið verður.
Sigrún Jónsdóttir, 21.3.2009 kl. 15:56
Takk fyri skemmtilega færslu Róbert minn.Gaman ad fá ad kinnast fólkinu tínu svona vel ,tó á bladi sé.
Hjartanskvedja frá Hyggestuen.
Gudrún Hauksdótttir, 25.3.2009 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.