18.2.2009 | 00:40
Barney Corp stóðu sig vel en játuðu sig sigraða í MK-úrslitunum
Skellti mér á hörkuleik í úrslitum í MK-deildinni í Fífunni í kvöld en þar áttust við Barney Corp og NWA. Allt eru þetta menntaskólastrákar og það fór ekki á milli mála að nokkrir liðsmenn NWA æfa knattspyrnu af kappi enda fór leikurinn 2-0 fyrir þeim. En mínir menn börðust eins og ljón og sjaldan hef ég séð nú önnur eins brot og í þessum leik. Venjulegar leikreglur voru flestar á bak og burt og menn tóku hverja skriðtæklinguna af annarri og sýndu takkana. Alveg hissa á að engin hafi stórslasast í leiknum. Arnór, eldri sonur minn, lék með liðinu en sjö voru inná og annað eins af varamönnum sem skipt var ört um. Að mínu mati var maður leiksins markmaður Barney Corp en hann varði ótal skot og má segja að hann hafi bjargað strákunum frá stórtapi.
En þetta er leikur og menn verða líka að læra að tapa þótt það sé alltaf erfitt. Það var nokkuð greinilegt að NWA-liðið spilaði meira með knöttinn og þeir voru markvissari í sókn og mun harðari. En ég tek ofan fyrir mínum mönnum og óska þeim til hamingju með annað sætið. Þeir þurfa ekki að svekkja sig yfir úrslitunum því þau hefðu getað orðið mun verri en 2-0.
Bara að gera betur næst Barney Corp.
Róbert
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.