Leita í fréttum mbl.is

Vesturferð á Góufagnað framundan

Það er mikil eftirvænting að mæta á Góufagnað á Suðureyri nk laugardagskvöld en við keyrum IMG_4709vestur á föstudaginn og heim aftur á sunnudaginn. Þorrablót á Suðureyri hefur alla tíð verið haldið þannig að karlar sjá um Góublótin og konurnar Þorrablótin. Nú eru það karlarnir í ár og ég hef ekki farið á blót á Suðureyri í rúmlega 16-17 ár ef ég man rétt. Við verðum í trogi með frænda mínum Grétari Schmidt og Völu Hallbjörns. Einnig verður frænka mín hún Oddný og Ingólfur með trog við hliðina en mér skilst að 180 manns séu skráðir á Góufagnaðinn og þar af muni 40 manns sitja á sviðinu...hehehe, já á SVIÐINU eins þjóðlegt og viðeigandi og það hljómar.

Ég vil miklu frekar keyra ef ég á möguleika á því. Finnst skemmtilegt að aka meðfram ströndinni og fylgjast með hvort eitthvað sé í færi :) Nú mun ég taka með í trogið reyktan lunda og heitreyktan skarf. Þetta fellur allt vel saman við gamla matinn og að mér finnst þjóðlegur að auki. Einu sinni mætti ég með sviðinn hreindýrshaus og menn urðu frekar undrandi þegar hann kom í ljós í troginu mínu.

Í kvöld ætla ég að fylgjast með honum Arnóri mínum í úrslitaleik í fótbolta í MK-deildinni og hvetja strákana til sigurs. Segi kannski frá úrslitunum hér ef þau verða okkur hliðholl.

Kveðja

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Róbert minn...tad sem er í tínu trogi er lang best ...Svo mikkla trú hef ég á tér sem matgædingi.

vonandi á ég eftir ad lenda í veislu hjá tér í framtídinni,Hef í huga ad koma til ísl. næst í feb.Tá er allt ad gerast. Torrablót,bolludagur,sprengjudagur og allt sem manni tykjir gott, á bodstólum.

Knús i hús til tín

Gudrún Hauksdótttir, 17.2.2009 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband