Leita í fréttum mbl.is

Erfiðleikarnir þjappa okkur saman

Maður er orðinn ansi leiður á þessu krepputali þótt skynsamlegt sé að fylgjast vel með fjölmiðlum ogeg_og_mamma öðru er tengist upplýsingum um stöðu mála. Vissulega stefnum við inní erfiða tíma á næstu árum og þá er ekkert annað en að hysja upp um sig buxurnar og breyta lifnaðarháttunum eftir því sem efni standa til og þarfir. Einhvern veginn tókst móður minni að koma okkur systkinunum fimm á legg þegar hún var einstæð fyrir vestan í því vetrarríki og hörku sem þá var. Við reyndum að standa með henni og leysa ýmis verkefni ung að aldri sem börn í dag þurfa ekki einu sinni að hugsa um. Hún vann myrkrana á milli öllum stundum en sem betur fer áttum við góða vini og ættingja sem studdu við bakið á okkur í fátæktinni og lífsbaráttunni á þessum erfiðu árum.

Halldór afi minn sagði við mig áður en hann dó, að það herti okkur öll sem persónur sem þurftum að búa við alla þessa einangrun í Súgandafirði og þorpið var á kafi í snjó allan veturinn. Afi sagði satt og þegar litið er til baka og öll árin krufin, þá hefur það bara hert mann innst inni og reynslan af fátæktinni hjálpar mikið til á þessum tímum í dag. Ég hef alltaf nýtt allan mat, hendi aldrei kjöti eða fiski, heldur borða það kalt daginn eftir eða hita upp. Veiði mér í matinn og nýti náttúruna eftir bestu getu. Er samt duglegur að gefa af mér til vina og ættingja.

Ég held að það sem skiptir mestu máli í kreppunni, og sérstaklega þegar jólamánuðurinn nálgast, ermamma og eg nyfaeddur að njóta þess sem maður á og vera góður við náungan og sýna kærleik. Það er gott að vera heima með fjölskyldunni eða vinum og ræða málin, hlægja og segja sögur, þjappa sér saman og reyna að brosa í þessu svartnætti sem vofir yfir okkur. Ef heilsan er góð og börnin heilbrigð, þá þarf maður varla að kvarta yfir neinu.

Við erum þó alltaf svo fljót að gleyma og kvörtum yfir smámunum á meðan börn deyja úr vannæringu á hverri klukkustund út í hinum vanþróaða heimi.

Kveðja

Róbert 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 11.11.2008 kl. 16:35

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk fyrir pistilinn kæri.

Aldrey of oft kvedid ad vera gódur vid náungann....Halldór afi tinn var gáfadur madur og mælti viturlega tarna.

Kvedja til tín frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 16.11.2008 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband