Leita í fréttum mbl.is

Vel heppnuð veiðiferð

Jæja, þá er maður kominn til byggða eins og sagt er. Eftir talsvert ferðalag um Vestfirði og Sud 31Norðurland með vini mínum Unnsteini Guðmundssyni frá Grundarfirði uppskárum við ágæta veiði af rjúpum og öndum. Við stöldruðum við í Arnarfirði, Súgandafirði og Skagafirði, veiddum rjúpur í samtals fjóra daga en þar sem fólk heldur að það sé ákveðinn kvóti á rjúpum, læt ég ekki aflatölur hér uppi því það gæti valdið misskilningi hjá mörgum. Það eru einungis tilmæli frá Umhverfisráðherra að menn veiði fyrir sig og sína. Þá hafið þið það Wink

Ég staldraði við á Suðureyri í fjóra daga og við Unnsteinn heimsóttum Íslandssögu með Grétari frænda sem leiðsögumann um allt frystihúsið. Unnsteinn hafði áhuga á að skoða fyrirtækið enda er hann einn af eigendum Guðmundar Runólfssonar hf sem er frystihús og útgerð í Grundarfrið. Ég hitti Ingólf og Oddnýju frænku en náði ekki að heilsa uppá hana Völu mína hans Grétars. Geri það með vorinu ef ég fer vestur aftur. Svo hitti ég Regínu frænku á röltinu og Þorleif frænda í sundi.

Mikill snjór kom í fjörðinn í október og fór þá allt á bólakaf. Á þriðja tug kinda drápust í miklu flóði Sud 25sem kom þegar snjóstífla brast ofarlega í Langá í Staðardal og flæddi yfir bakka sína með þessum afleiðingum. Kalli í Bæ missti 21 kind og 3 hrúta og Þorvaldur á Stað missti eina kind í flóðinu. Ég fór bæði í Vatnadalinn á rjúpu með leyfi Kalla sem og á Sunndalshjallana með leyfi Þorvaldar. Það var fallegt útsýnið yfir fjarðarminnið þar sem ég gekk á brúnunum fyrir ofan Stað. Ekki laust við að það væri hálfgerður vorsvipur á firðinum, sem var hálfsnjólaus og flekkóttur til fjalla.

Vestan bræluskítur var í nokkra daga er ég var í Súgandafirði og mikið brim sem fór yfir Brjótinn. Fjörurnar út í dal fengu líka að kenna á briminu og grjót og þari kastaðist uppá veginn. Línubátarnir lágu allir bundnir við bryggju og einhverjir voru að beita upp.

Læt þetta duga að sinni. Set fleiri myndir hér inn í vikunni sem og á www.sudureyri.blog.is

Kveðja

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband