Leita í fréttum mbl.is

Endalaus veiði

Síðustu vikur hafa verið nokkuð viðburðaríkar í veiðinni en nú er veiðitímabilið hafið á önd, skarfi og 13 fuglarsvartfugli samhliða gæsinni. Skrapp um miðja síðustu viku í Hrútafjörð og hafði 13 gæsir og tók 10 stokkendur á heimleiðinni. Nú um helgina fór ég á Mýrarnar með Ödda vini mínum á andaveiðar. Gistum í góðum veiðikofa sem Öddi á skammt frá veiðilendum mínum. Grilluðum þar hrefnukjöt og höfðum það notalegt. Við veiddum við 11 endur og 2 grágæsir ásamt 6 urriðum úr Brókarvatni. Unnsteinn kíkti í grill á laugardagskvöldið og þá voru sagðar margar skemmtilegar sögur, lognar og ekki lognar. Siggi Konn og Sigþór Braga komu í heimsókn á laugardeginum, svona óvænt, en þeir fengu höfðinglegar móttökur því Öddi eldaði fyrir okkur egg, beikon og pulsur á pönnu. Tíkin hans Ödda, hún Nikkí, var í sinni fyrstu veiðiferð en Nikkí er mjög efnilegur hundur afFlokkur gaesa Vorsthe kyni og er efnilegust unghunda í þeirri deild. Frábær hundur og dugleg í veiðinni þótt ekki nema 1,5 árs gömul.

Læt hér fylgja með nokkrar myndir frá liðinni viku. Meira Nikkí sækir önd 3Með veiði helgarinnarsíðar Wink

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Guðmundur Schmidt
Róbert Guðmundur Schmidt
Súgfirðingur í húð og "hár" hvert sem það nú fór...!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband