8.9.2008 | 11:31
Endalaus veiði
Síðustu vikur hafa verið nokkuð viðburðaríkar í veiðinni en nú er veiðitímabilið hafið á önd, skarfi og svartfugli samhliða gæsinni. Skrapp um miðja síðustu viku í Hrútafjörð og hafði 13 gæsir og tók 10 stokkendur á heimleiðinni. Nú um helgina fór ég á Mýrarnar með Ödda vini mínum á andaveiðar. Gistum í góðum veiðikofa sem Öddi á skammt frá veiðilendum mínum. Grilluðum þar hrefnukjöt og höfðum það notalegt. Við veiddum við 11 endur og 2 grágæsir ásamt 6 urriðum úr Brókarvatni. Unnsteinn kíkti í grill á laugardagskvöldið og þá voru sagðar margar skemmtilegar sögur, lognar og ekki lognar. Siggi Konn og Sigþór Braga komu í heimsókn á laugardeginum, svona óvænt, en þeir fengu höfðinglegar móttökur því Öddi eldaði fyrir okkur egg, beikon og pulsur á pönnu. Tíkin hans Ödda, hún Nikkí, var í sinni fyrstu veiðiferð en Nikkí er mjög efnilegur hundur af Vorsthe kyni og er efnilegust unghunda í þeirri deild. Frábær hundur og dugleg í veiðinni þótt ekki nema 1,5 árs gömul.
Læt hér fylgja með nokkrar myndir frá liðinni viku. Meira síðar
Róbert
Læt hér fylgja með nokkrar myndir frá liðinni viku. Meira síðar
Róbert
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.